Fréttablaðið - 02.06.2014, Page 6

Fréttablaðið - 02.06.2014, Page 6
2. júní 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 6 Samfylkingin vinnur mikinn sigur á Akureyri og því erfitt að fara fram hjá okkur í meirihlutaviðræðum. Logi Már Einarsson, oddviti Samfylkingarinnar ➜ Þrír flokkar hafa hafið meirihlutaviðræður á Akureyri. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki einn þeirra þrátt fyrir að hafa unnið stóran sigur í kosningunum og sé orðinn stærsti flokk- urinn í bænum. FISKIKÓNGURINN HÖFÐABAKKA 1 v/Gullinbrú SÍMI 555 2800 FISKIKÓNGURINN S0GAVEGI 3 SÍMI 587 7755 www.fiskikongurinn.is ( lausfrystar ) AKUREYRI L-listi fólksins, Sam- fylking og Framsóknarflokk- urinn hafa hafið viðræður um myndun meirihluta á Akureyri. Oddvitar flokkanna hittust í tví- gang í gær til að fara yfir stöðu mála og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er ágætis gangur í viðræðum milli flokkanna. Níu nýliðar taka sæti í bæj- arstjórn, aðeins Guðmundur Baldvin Guðmundsson og Logi Einarsson sátu sem aðalmenn í bæjarstjórn við lok kjörtíma- bilsins. Einnig er athyglisvert að í fyrsta skipti í sögu Akureyr- arkaupstaðar skipa konur meiri- hluta bæjarstjórnar Akureyrar en alls náðu sex konur kjöri. Fylgi L-listans hverfur Sjálfstæðisflokkurinn og Sam- fylkingin bættu við sig mestu fylgi í sveitarstjórnarkosning- unum á Akureyri á meðan fylgi L-listans helmingaðist frá 2010. A-listi Bæjarlistans hlaut 8,7 prósent atkvæða fyrir fjórum árum, náði inn manni. A-listinn sameinaðist L-lista fyrir kosn- ingar. Því má segja að L-listinn og A-listinn tapi samtals fimm fulltrúum. Sjálfstæðismenn bæta við sig Sjálfstæðisflokkurinn fékk fjórðu ng a l l ra g reidd ra atkvæða, tvöfaldaði fylgi sitt og bætir við sig tveimur bæj- arfulltrúum. Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins, var að vonum ánægður með úrslit kosninganna og sigur Sjálfstæð- isflokksins en var að sama skapi ekki ánægður með að vera ekki í aðstöðu til að mynda meirihluta. „Mín skoðun er sú að þeir flokk- ar sem bættu við sig mestu og sigruðu í kosningunum hefðu átt að ræða saman fyrst um að mynda meirihluta. L-listinn tapar fimm bæjarfulltrúum og er því hafnað af kjósendum á Akureyri. Það er því undarlegt að L-listinn skuli leiða meiri- hlutaviðræður eftir slíkan ósig- ur.“ L-listi fólksins tapar miklu fylgi. Í síðustu sveitarstjórnar- kosningum hlaut flokkurinn 45 prósenta fylgi og hreinan meiri- hluta í bæjarstjórn Akureyr- ar. Fylgi hans rúmlega helm- ingast, fer í 21 prósent greiddra atkvæða og tvo menn kjörna í bæjarstjórn. Hann tapar því fjórum bæjarfulltrúum. Ljóst er að L-listi fólksins er taparinn í þessum kosningum og flokkur- inn stefndi á að fá meira fylgi upp úr kjörkössunum. Stærsti sigur Samfylkingarinnar utan Reykjavíkur Samfylkingin tvöfaldar fylgi sitt líkt og Sjálfstæðisflokkur frá því í kosningum 2010. Flokk- Mynda meirihluta án Sjálfstæðisflokksins Níu nýliðar setjast í bæjarstjórn Akureyrar eftir kosningar. Í fyrsta skipti skipa konur meirihluta bæjarstjórnar. Sjálfstæðisflokkur og Samfylking eru sigurvegar- ar kosninganna meðan L-listinn tapar fjórum mönnum og fylgi hans helmingast. urinn fékk 17,5 prósent atkvæða í kosningunum í vor og verður þetta að teljast stærsti kosninga- sigur Samfylkingarinnar utan Reykjavíkur. Flokkurinn fær tvo menn kjörna í bæjarstjórn en hafði einn á síðasta kjör- tímabili. „Samfylkingin vinnur mikinn sigur á Akureyri og því erfitt að fara fram hjá okkur í meirihlutaviðræðum. Þessir þrír flokkar sem eru nú að tala saman hafa talað á svipuðum nótum í kosningabaráttunni,“ segir Logi Már Einarsson. VG stefndi á meira fylgi Framsóknarflokkurinn fékk 14,2 prósenta fylgi í kosningum og bætir við sig manni í bæjar- stjórn Akureyrar. Flokkurinn fékk 12,8 prósent í síðustu kosn- ingum svo að fylgisaukningin er ekki mikil en nægileg til að bæta við manni. Vinstrihreyfingin - grænt framboð hlaut næstum því sama fylgi og í síðustu kosning- um. Flokkurinn hlaut 10,5 pró- senta fylgi og einn mann kjör- inn í bæjarstjórn. Sóley Björk Stefánsdóttir, oddviti VG, sagði í samtali við fréttamann að stefn- an hefði verið sett á meira fylgi en nú væri verkefnið að bretta upp ermar og vinna. Aðhald í minnihluta væri alveg jafn mik- ilvægt í lýðræðisríki og að vera í meirihluta. Björt framtíð er nýtt framboð sem nær inn manni í bæjarstjórn Akureyrar. Framboðið hlaut 9,4 prósent atkvæða. Margrét Krist- ín Helgadóttir er oddviti Bjartr- ar framtíðar. Hún sagði einnig að markmiðin hefði verið sett hærra en sem nýtt framboð á Akureyri væru þau þakklát fyrir hvert einasta atkvæði sem þau fengu. Hún hlakkaði til að tak- ast á við verkefnin fram undan með því góða fólki sem hefði val- ist inn í bæjarstjórn Akureyrar. sveinn@frettabladid.is Mín skoðun er sú að þeir flokkar sem bættu við sig mestu og sigruðu í kosningunum hefðu átt að ræða saman fyrst um að mynda meirihluta. Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins Skiptar skoðanir um meirihlutamyndun KOSNINGAR H-listi framfarasinnaðra Hólmara hlaut 56,7% atkvæða í sveit- arstjórnarkosningunum á laugardag. Slík kosning gefur listanum fjóra menn í bæjarstjórn, sem nægir til að mynda hreinan meirihluta. Sturla Böðvarsson, sem áður gegndi embætti bæjarstjóra í Stykk- ishólmi á árunum 1974-1991, var í fjórða sæti listans, en einnig var hann bæjarstjóraefni hans. Þar eð listinn myndar hreinan meirihluta er víst að Sturla verður bæjarstjóri Stykkishólms á ný, eftir hlé frá stjórnarstörfum sem varað hefur í næstum aldarfjórðung. Mótframboð H-listans, L-listinn, hlaut 43,3% atkvæða, og fær listinn því þrjá menn í bæjarstjórn. Dóttir Sturlu, Ásthildur Sturludótt- ir, er bæjarstjóri í Vesturbyggð, en þar var listi sjálfstæðismanna sjálf- kjörinn. Verður þetta í fyrsta sinn sem feðgin gegna embætti bæjar- stjóra samtímis. Alls voru 826 manns á kjörskrá í Stykkishólmi og kjörsókn var 87,3%. - kóh Framfarasinnaðir Hólmarar hlutu 56,7% kosningu og hreinan meirihluta: Sturla verður bæjarstjóri á ný 1. Hvað hétu nafnarnir sem útskrifuð- ust úr Harvard á fi mmtudaginn? 2. Hvað námu viðskipti Garðabæjar og IBM mörgum milljónum? 3. Með hvaða liði spilar Hörður Björgvin Magnússon á Ítalíu? SVÖR: 1. Friðrik Ársælsson og Friðrik Árni Hirst 2. 70 3. Spezia Sveitarstjórnarkosningar Akureyri % MEIRIHLUTI FALLINN  3 222 21 0 Framsóknar- fl okkur Björt framtíð Dögun Bæjar- listinn Sjálfstæðis- fl okkur Listi fólksins Samfylkingin Vinstri græn 25,7 21,0 17,5 10,5 14,2 9,4 1,4 Sveitarstjórnarkosningar Stykkishólmur 4 3 4 56,6 43,4 % H– Framfara- sinnaðir Hólmarar L– L-listinn GRÝTUBAKKAHREPPUR Guðný Sverrisdóttir mun 15. júní næstkom- andi hætta sem sveitarstjóri Grýtubakkahrepps en hún hefur gegnt því starfi síðastliðin 27 ár. Hún er því einn þaulsætnasti sveitarstjóri Íslandssögunnar. Guðný segir að gengið hafi á ýmsu gegnum árin. Hún segist þó skila góðu búi. Atvinnulífið sé öflugt, þjónusta við íbúa góð og fólki fari fjölgandi í hreppnum. Guðný bætir við að nú taki við gott sumarfrí. Að öðru leyti sé fram- tíðin óráðin. - ih Guðný skilar góðu búi og ætlar nú í gott sumarfrí: Hætt eftir 27 ár sem sveitarstjóri 27 ÁR SEM SVEITARSTJÓRI Guðný er einn þaulsætnasti sveitarstjóri Íslandssög- unnar. STYKKISHÓLMUR Góð kjörsókn var í Hólminum á laugardag. REYKJAVÍK Lítið var um útstrik- anir á kjörseðlum Reykvíkinga. Ekki var hægt að greina nánar frá fjölda útstrikana í gærkvöldi en Hildur Lilliendahl Viggós- dóttir, verkefnastjóri í Ráðhús- inu, segir fjöldann vera óveru- legan. „Það er útilokað að breytingar og útstrikanir hafi áhrif á röð frambjóðenda,“ segir Hildur. Þegar yfirferð lýkur verður greint frá hvaða framboð og frambjóðendur fengu flestar útstrikanir. - ebg Engin áhrif á úrslit kosninga: Ekki mikið um útstrikanir KOSNINGAR A-listi í Þingeyjarsveit tapaði 0,1 prósentustigi milli kosn- inga 2010 og 2014. Árið 2010 buðu fram N-listi og A-listi í Þingeyjar- sveit. Þá fóru kosningar svo að N- listi hlaut 165 atkvæði og A-listi hlaut 364. 549 greiddu atkvæði. Í ár bauð hinn nýstofnaði T- listi fram gegn A-lista. Sem fyrr greiddu 549 manns atkvæði, en í þetta sinn hreppti Samstaða 360 atkvæði, meðan Sveitungar nældu sér í 166 atkvæði. Þetta þýðir að Samstaða tapaði 0,1 prósentustigs fylgi. - kóh Nánast alveg óbreytt fylgi: Samstaða tapar 0,1 prósentustigi VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.