Fréttablaðið - 02.06.2014, Blaðsíða 18
FÓLK|HEIMILI
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ
sem býður aug lýsendum að
kynna vörur og þjónustu í formi
viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum
auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu
daglega.
Útgefandi: 365 miðlar
Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal
Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
Sölumenn:
Bryndís Hauksdóttir,
bryndis@365.is, s. 512 5434
Kolbeinn Kolbeinsson,
kolli@365.is, s. 512 5447
Burðarplastpokar eru óendur-vinnanlegir og samkvæmt bókinni Cradle to cradle: Re-
making the Way We Make Things,
eftir Braungart og William McDono-
ugh, eigum við að hugsa efnisheim-
inn í tveimur mengjum; lífrænu
mengi og gerviefnamengi. Ef við
notum plast innan síns mengis
og blöndum því ekki við hið nátt-
úrulega mengi er það „í lagi“. Hug-
myndin snýst um að framleiða
ekki meira af plastpokum heldur
umbreyta þeim. Ég kem með tillögu
að leið til að nota þá plastpoka
sem þegar eru til,“ útskýrir Katrín
Magnúsdóttir, nýútskrifaður vöru-
hönnuður frá Listaháskóla Íslands.
Lokaverkefnið hennar er spuna-
vél sem snýr saman plastpoka í
þráð.
„Venjulega enda plastpokar í
landfyllingu, í náttúrulega menginu
þar sem við viljum ekki hafa þá.
Með spunavélinni umbreyti ég pok-
unum í þekkjanlegan efnivið sem
fólk á auðveldara með að skilja
hvernig má nýta áfram. Það mætti
til dæmis snúa hann aftur og aftur
saman í þykkt reipi.“
Katrín segir spunavélina vel geta
orðið að verkfæri inni á heimilum
til að endurvinna plast. Hún sér
einnig fyrir sér frekari útfærslur á
vélinni, meðal annars fyrir land-
búnað.
„Bændur gætu til dæmis snúið
saman rúlluplast og vír og búið
þannig til rafmagnsgirðingu. Það er
ýmsir möguleikar opnir.“
Katrín viðurkennir að hafa ekki
verið sérstaklega meðvituð um
endurvinnslu áður en hún hóf
námið við LHÍ. Námið hafi opnað
augu hennar fyrir ábyrgð hönnuða
í samfélagi og á umhverfinu. Hún
stefni frekar í átt að upplifunar-
hönnun en iðnhönnun.
„Ég heillaðist af upplifunarhönn-
un eftir fyrirlestur hjá Hlín Helgu
Guðlaugsdóttur. Þeirri hugmynd að
vera ekki endilega að búa til fleiri
stóla og borð, nóg er nú til, heldur
að rannsaka umhverfið og hanna
það með upplifun í huga.
Annars er framtíðin frekar óráð-
in hjá mér. Nú er ég bara að pústa
eftir skólatörnina. Það gæti verið
gaman að fara í eitthvert starfsnám
í útlöndum eftir sumarið.“
■ heida@365.is
ENDURVINNUR
PLASTPOKA
ÍSLENSK HÖNNUN Katrín Magnúsdóttir, nýtútskrifaður vöruhönnuður, hann-
aði spunavél, sem snýr saman gamla plastpoka í þráð, sem lokaverkefni.
ÞEKKJANLEGUR EFNIVIÐUR Katrín
hannaði spunavél sem snýr saman
gamla plastpoka í þráð. Þráðinn má svo
nýta til ýmissa hluta, til dæmis sem
fiskilínu eða í þykkari reipi.
MYND/ÖRN EYJÓLFSSON
VÖRUHÖNN-
UÐUR Katrín
Magnúsdóttir
er nýútskrifaður
vöruhönnuður.
Hún segir námið
hafa opnað augu
sín fyrir ábyrgð
hönnuða í sam-
félaginu.
MYND/STEFÁN
SPUNAVÉL Vélin gæti orðið að verkfæri
inni á heimilum til að endurvinna plast-
poka. Þá sér Katrín fyrir sér að útfæra
hana svo bændur gætu snúið saman
rúlluplast og vír og búið til rafmagns-
girðingu.
ENDURVINNSLA Burðarplastpokar
brotna ekki niður í náttúrunni.
■ MARGFÖLD VIRKNI
Margir hversdagslegir hlutir sem hafa skýrt og afmarkað hlutverk
geta leynt á sér. Ef hugmyndafluginu er gefinn laus taumur og hugs-
að út fyrir kassann má sjá annan tilgang með þessum hlutum og nota
þá í önnur verk en vant er.
Glært naglalakk getur
virkað eins og ósýnilegt lím og
því gott að nota það til dæmis
til að festa tölur eða litlar
skrúfur.
Gamlir förðunarburstar eða
litlir penslar eru tilvaldir til að
hreinsa lyklaborð með.
Þegar blásið er til veislu
er sniðugt að setja klakana
í sigti yfir skál. Þannig verður vatnið af klakanum eftir í skálinni og
drykkurinn ekki útþynntur.
Pappírshólka innan úr klósettrúllum má nota til koma í veg fyrir að
snúrur flækist saman. Snúrunum er þá rúllað upp og þær settar inn í
pappírshólkana.
Vínglös má nota sem fínustu kertastjaka til borðskreytinga. Bæði
má setja kertin ofan á fót glass sem snúið hefur verið á hvolf eða inn
í glas á hvolfi.
Í ÖÐRUVÍSI HLUTVERKUM
Skipholti 29b • S. 551 0770
15% afsláttur
af öllum vörum frá Max Mara
Max Mara dagar
22. maí-2. júní
Verið velkomin
Fylgist með okkur á
facebook.com/Parisartizkan
Save the Children á Íslandi
ÉG ENDURNÝJA
BODY
SCRUB
Ég er kornahreinsir sem hreinsar, mýkir og
sléttir húðina þína. Ekki fara í sturtu eða bað
án mín—þú munt sakna mín. Flott blanda sem
inniheldur meðal annars ilmolíur úr myntu og
sjávarsöltum til að fá áferð og lykt sem heillar.
Made in Italy
www.master-line.eu
Fæst í apótekum og Hagkaup