Fréttablaðið - 02.06.2014, Page 41

Fréttablaðið - 02.06.2014, Page 41
MÁNUDAGUR 2. júní 2014 | MENNING | 25 ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi. Þú finnur „Kia Motors Ísland“ á Facebook ORKUBÚNT FUJITSU GÆÐARAFHLÖÐUR Fujitsu alkaline rafhlöðurnar eru öflugar, endast vel og eru auðvitað á góðu verði. Skútuvogi 1c · 104 Reykjavík · Sími 550 8500 · Fax 550 8510 · vv@vv.is · www.vv.is Fást í fjölda verslana um land allt. Dreifing á Íslandi: Tökulið þáttanna 1 Way Ticket eyddi hér átta dögum í síðasta mánuði, þar af fóru fjórir í tökur á þáttunum. Í þáttunum er pörum komið á óvart með ókeypis ferð til framandi staða. Þegar á staðinn er komið fylgja pörin vísbending- um sem leiða þau í æsispennandi ævintýri. Þátturinn sem var tekinn hér upp er svokallaður „pilot“-þátt- ur og verður sýndur á sjónvarps- stöðinni Travel Channel á árinu. Tökuliðið tók upp við Þríhnjúka- gíg, leyfðu parinu heppna að fara í vélsleðaferð á Langjökli og svamla um á „paddle board“ á Jökulsárlóni. Þá fór parið einnig í fallhlífarstökk á Klambratúni sem vakti mikla athygli vegfarenda en sérstakt leyfi þurfti fyrir stökkið. Tökulið 1 Way Ticket var hér á vegum íslenska framleiðslufyrir- tækisins Sagafilm en annað töku- lið frá Travel Channel heimsótti land og þjóð fyrir stuttu, þá til að taka upp þáttinn Booze Traveler. Tökuliðið eyddi hér tíu dögum, með kynninn Jack Maxwell fremstan í fararbroddi. Sá hefur leikið í sjónvarpsþáttum á borð við 24, Lost, House og Ugly Betty. Kynnti tökuliðið sér íslenska vín- menningu en þátturinn verður sýndur í sumar. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins eru ekki fleiri verkefni fyrirhuguð hjá Travel Channel á Íslandi en greinilegt að forsvars- menn stöðvarinnar eru afar hrifn- ir af landinu. liljakatrin@frettabladid.is Sjónvarpsstöðin Travel Channel elskar Ísland Tökulið þáttanna 1 Way Ticket eyddi átta dögum á Íslandi, þar af fj órum í tökur á þættinum. Stutt er síðan tökulið Booze Traveler tók upp þátt hér á landi. MIKILL HASAR Tökuliðið vakti athygli á Klambratúni. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL MJÚK LENDING Ferðin var eflaust eftirminnileg fyrir parið heppna.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.