Fréttablaðið - 02.06.2014, Qupperneq 42
2. júní 2014 MÁNUDAGUR
| SPORT | 26
Ég tók bara eina
holu í einu og spilaði
hana eins vel og ég gat.
Ragnar Már Garðarsson, GKG
Aðalfundur stuðningsmannaklúbbs
Manchester United á Íslandi verður haldinn
fimmtudagskvöldið 12. júní 2014 kl. 20.
Fundurinn fer fram í sal félagsheimilis
Sjálfstæðismanna í Mjódd, Álfabakka 14a.
Atkvæðarétt á aðalfundi hafa þeir sem greitt
hafa ársgjaldið 2013 - 2014.
Aðalfundur
Dagskrá
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrsla stjórnar
3. Reikningar lagðir fram til samþykktar
4. Lagabreytingar
5. Kosning stjórnarmanna
6. Önnur mál
Stjórnin
Hafðu samband og láttu
sérfræðinga okkar aðstoða þig
Hringhellu 2
221 Hafnarfjörður
Hrísmýri 8
800 Selfoss
Malarhöfða 10
110 Reykjavík
Berghólabraut 9
230 Reykjanesbær
Sími 4 400 400
www.steypustodin.is
Steypustöðin býður upp á mikið úrval af
fallegum hellum og mynstursteypu fyrir
heimili, garða, göngustíga og bílaplön. 20
YFIR
TEGUNDIR AF HELLUM
Allar hellur Steypustöðvarinnar eru framleiddar
samkvæmt viðurkenndum stöðlum.
HANDBOLTI Ísland vann fimm marka
sigur á Portúgal, 33-28, í fyrsta
æfingaleik liðanna af þremur hér á
landi. Leikurinn fór fram á Ísafirði en
liðin mætast í Mosfellsbæ í kvöld og
Austurbergi á morgun.
Bjarki Már Elísson var einn þeirra
leikmanna sem fengu tækifæri með
landsliðinu í gær og hann nýtti það
með því að skora átta mörk úr tíu
skotum. Aron Kristjánsson landsliðs-
þjálfari var ánægður með niður-
stöðuna.
„Það var fínt að fá þennan leik til
að slípa til vörnina en það var engu
að síður ágætur heildarbragur á
henni,“ sagði Aron við Fréttablaðið
í gær. „Sóknarleikurinn var kafla-
skiptur og við létum verja of oft frá
okkur úr dauðafærum. Við þurfum
stundum að sýna meiri þolinmæði í
okkar leik en það var engu að síður
gott að klára leikinn með fimm
marka sigri.“
Aron hrósaði heimamönnum á
Ísafirði fyrir góða umgjörð. „Það var
vel mætt og sumir komnir einum og
hálfum tíma fyrir leik. Ég þakka Ís-
firðingum fyrir frábæra skemmtun,“
sagði þjálfarinn.
Leikurinn í Mosfellsbæ hefst
klukkan 19.00 í kvöld. - esá
Góður heildarbragur á varnarleik íslenska liðsins
ARON KRISTJÁNSSON
GOLF „Það koma dagar þar sem
maður dettur í „zone-ið“. Þá vill
allt ganga upp hjá manni,“ sagði
Ragnar Már Garðarsson, kylfing-
ur úr GKG, við Fréttablaðið í gær
eftir að hann tryggði sér glæst-
an sigur á öðru móti sumarsins á
Eimskipsmótaröðinni en það fór
fram á Hellu í gær.
Aðstæður voru erfiðar á Hellu
um helgina og kylfingar náðu ekki
sínu besta fram fyrstu tvo keppn-
isdagana. Besti dagurinn var á
lokadeginum í gær og þá hrökk
Ragnar Már í gírinn. Hann spil-
aði á 62 höggum, átta undir pari
vallarins, og bætti vallarmet Ólafs
Björns Loftssonar um eitt högg.
Hann fékk alls níu fugla en hring-
urinn dugði honum til að sigra á
mótinu með tveggja högga forystu
á Gísla Sveinbergsson, GK, sem
varð annar.
Sló mjög vel
„Ég tók bara eina holu í einu og
spilaði hana eins vel og ég gat,“
sagði hinn hógværi Ragnar Már
en hann er á nítjánda aldursári.
„Ég var að slá mjög vel, bæði hélt
mér á braut og setti nálægt pinna í
innáhögginu. Púttin gengu líka vel
og þá komu fuglarnir,“ segir hann
en Ragnar vann einnig fyrsta mót
ársins um síðustu helgi, einnig
eftir öflugan lokahring.
Hann segist hafa unnið mikið
í því að styrkja andlega þátt-
inn í sínu spili. „Ég reyni að vera
mjög þolinmóður því það er helsti
áhættuþátturinn. Ég hef unnið í
þessu með þjálfara mínum og það
hefur hjálpað til,“ segir Ragnar.
Hann segir að árangurinn hafi
komið nokkuð á óvart. „Markmiðin
voru bara að vera ofarlega í mót-
unum og gera mitt besta. Hitt kom
bara að sjálfu sér og ég vona bara
að ég nái að halda mínu striki.“
Ragnar er þrátt fyrir ungan
aldur kominn í háskólanám í
Bandaríkjunum en hann hélt utan
síðasta haust eftir að hafa klárað
verslunarpróf frá VÍ. „Það gekk
mjög vel úti,“ segir hann. „Námið
gekk vel og golfið var upp og niður,
eins og það vill oft vera. En lið-
inu mínu gekk vel og skólinn náði
sínum besta árangri í tíu ár.“
Fyrsti hringurinn í barnavagni
Ragnar þekkir vel til á Hellu en
faðir hans er frá Hvolsvelli og fór
oft með hann á þennan völl.
„Ég fór minn fyrsta golfhring
hér en þá var ég reyndar í barna-
vagni,“ segir Ragnar í léttum dúr.
„Svo spilaði ég mikið hér sem
krakki og þykir því vænt um að
hafa bætt vallarmetið. Það var
mjög skemmtilegt.“
eirikur@frettabladid.is
Þolinmæðin mikilvæg
Ragnar Már Garðarsson, GKG, hefur unnið tvö fyrstu mót sumarsins á Eim-
skipsmótaröðinni í golfi . Hann bætti vallarmetið á Hellu á lokahringnum í gær.
SLÆR TIL SIGURS Ragnar Már á Strandavelli í gær en þá bætti hann vallarmetið
með því að koma í hús á 62 höggum. MYND/GSÍ
KÖRFUBOLTI Ísland átti fjögur
yngri landslið á Norðurlanda-
mótinu sem lauk í Solna í Svíþjóð
um helgina. U16-lið kvenna vann
alla sína leiki og varð því Norður-
landameistari en Sylvía Hálfdán-
ardóttir var valin besti leikmaður
mótsins.
U-18 lið karla varð í öðru sæti
og Jón Axel Guðmundsson, leik-
maður Grindavíkur, fékk sömu
viðurkenningu og Sylvía. U-18 lið
kvenna og U-16 liða karla lentu svo
bæði í fjórða sæti í sínum flokkum.
Alls áttu Íslendingar fimm leik-
menn í úrvalsliðum mótsins. - esá
Jón Axel og Sylvía best
Eitt gull og eitt silfur á Norðurlandamótinu í Solna.
SPORT
HM Í FÓTBOLTA Í BRASILÍU
10 DAGAR Í FYRSTA LEIK
TVEIR LEIKMENN hafa að margra mati unnið HM
í fótbolta nánast upp á eigin spýtur, Brasilíumaður-
inn Garrincha á HM í Síle 1962 og Argentínumað-
urinn Diego Maradona á HM í Mexíkíó. Garrincha
var með 4 mörk og 3 stoðsendingar á HM 1962
en hann skoraði tvö mörk í sigri á Englandi í 8 liða
úrslitunum og tvö mörk í sigri á Síle í undanúrslit-
unum. Maradona var með 5 mörk og 5 stoðsendingar
í sjö leikjum Argentínu 1986 og átti því beinan þátt í
10 af 14 mörkum liðsins. Maradona skoraði öll mörkin 8
liða úrslitunum (2-1 sigur á Englandi) og undanúrslitum
(2-0 sigur á Belgíu) auk þess að leggja upp sigurmarkið
fyrir Jorge Burruchaga í úrslitaleiknum.