Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.06.2014, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 02.06.2014, Qupperneq 46
2. júní 2014 MÁNUDAGUR| LÍFIÐ | 30 ➜ Frisbígolf, eða folf, er leikið á svipaðan hátt og venjulegt golf. Í stað golfkylfa og golf- bolta nota leikmenn frisbídiska. Þessi íþrótt var mótuð á áttunda áratug síðustu aldar og á það sameiginlegt með venjulegu golfi að reynt er að klára hverja holu í sem fæstum köstum. Ertu að flytja til Noregs, Danmerkur eða Svíþjóðar? Halló Norðurlönd og EURES standa fyrir upplýsinga- fundum vegna flutninga til Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur. Fundirnir eru ætlaðir öllum þeim sem hyggja á vinnu eða nám í þessum löndum og eru ókeypis og öllum opnir. Farið verður yfir hagnýt atriði varðandi flutning og atvinnuleit auk þess sem fulltrúi frá Ríkisskat tstjóra kynnir skat tamál. • Fimmtudaginn 5. júní kl. 17:30 – 19:00 Að flytja til Noregs. • Fimmtudaginn 5. júní kl. 19:30 - 21:00 Að flytja til Svíþjóðar og Danmerkur. Námskeiðin fara fram í húsnæði Vinnumálastofnunar, Kringlunni 1, í sal á 1. hæð. Fjöldi þát t takenda er takmarkaður og því er nauðsynlegt að skrá sig á námskeiðin með því að senda tölvupóst á hallo@norden.is eða hringja í síma 511-1808. Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is Ég byrja alla morgna á að rífa mig í gang með rótsterkum kaffibolla og set Wake me up með Avici í spilarann. Þetta er skotheld byrjun á góðri viku. Einar Mikael töframaður MÁNUDAGSLAGIÐ „Þetta er vinsælt sport og sívaxandi og hefur gefist vel á Klambratúni. Hugmyndin kom inn á Betri Hafn- arfjörður og við tókum strax vel í hana,“ segir Mar- grét Gauja Magnúsdóttir, formaður fjölskylduráðs og umhverfis- og framkvæmdaráðs í Hafnarfirði. Framkvæmdir við frisbígolfvöll hefjast á Víðistaða- túni í vikunni. Nokkrir frisbígolfvellir eru á Íslandi en sá fyrsti var opnaður á Úlfljótsvatni árið 2000. Þá er hægt að spila frisbígolf í Mosfellsbæ, í Gufunesi, á Klambratúni, á Akureyri, við Laugavatn, á Akranesi og á Flateyri. „Við ætlum að byrja með sex holu völl í sumar og ef þetta gengur vel verður hann stækkaður í níu holur á næsta ári,“ bætir Margrét við. Ekki er aðeins fyrirhugað að búa til frisbígolfvöll í Hafnarfirði í sumar en vellir í Vatnaskógi, við Apa- vatn, í Miðhúsaskógi, á Flúðum, á Húsavík, á Hrísey ásamt nýjum völlum í Reykjavík bætast við frísbí- golfvallaflóruna í sumar. Í lok sumars er því áætlað að frisbígolfvellir á Íslandi verði sautján talsins. Margrét Gauja segist ekki hafa prófað íþróttina. „Nei, ég hef verið glötuð í öllum íþróttum sem krefjast þess að ég hitti en ég mun pottþétt draga fjöl- skylduna á Víðistaðatúnið að leika. Krakkarnir munu bursta mig en það er í lagi. Ég get alveg kyngt keppn- isskapinu einstaka sinnum.“ - lkg Kyngir stoltinu í frisbígolfi Framkvæmdir við frisbígolfvöll hefj ast á Víðistaðatúni í vikunni. MJÖG SPENNT Margrét Gauja er ánægð með þessar nýju framkvæmdir. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA „Þessi öryggismyndbönd eru oft og tíðum frekar einsleit og tíðindalítil. Við vildum reyna að nálgast þetta á ferskan hátt,“ segir leikstjórinn Rúnar Ingi Einarsson sem fenginn var til að leikstýra nýju myndbandi um öryggi flugfarþega fyrir Ice- landair. Myndbandið verður sýnt fyrir allar ferðir flugfélagsins og því má reikna með að um 2,4 millj- ónir manna sjái það árlega. Rúnar segir myndbandið gert í anda kvik- myndarinnar Into The Wild. „Myndbandið sýnir erlendan ferðamann ferðast um íslenska náttúru og öryggisatriðin birtast svo á frumlegan hátt í náttúrunni. Norðurljósin við Fjallsárlón teikna til að mynda neyðarljós þegar ferðamaðurinn er að tjalda tjaldi sínu,“ segir Rúnar og bætir við að helstu náttúruperlur Suðurlands- ins fái að njóta sín í myndbandinu. Rúnar hefur starfað sem leikstjóri hjá framleiðslufyrirtækinu Pegasus frá árinu 2011 en nýverið hóf hann störf fyrir eitt fremsta framleiðslu- fyrirtæki á Norðurlöndum, Camp David í Stokkhólmi. „Ég flutti út með unnustu minni sem er að læra lögfræði hér í Stokkhólmi og fékk í kjölfarið tilboð frá helstu kvik- myndaframleiðslufyrirtækjum Svía en það var ekki aftur snúið eftir að Camp David opnaði dyrnar enda eru þar á mála bestu auglýsingaleik- stjórar Skandinavíu og víðar.“ Rúnar hefur leikstýrt fjölda auglýsinga hér á landi, meðal ann- ars fyrir Nike, Prince Polo, Arion banka og Egils Gull. Auglýsing sem hann gerði fyrir Lottó í desem- ber vakti töluverða athygli og fékk meðal annars umfjöllun hjá virtum fagtímaritum ytra. „Sú auglýsing opnaði nýjar dyr fyrir mér vestan hafs og í kjölfarið hélt ég utan til að skoða þau tilboð sem mér bár- ust. Ég fór meðal annars á fund hjá framleiðslufyrirtæki í Bandaríkj- unum sem heitir Green Dot Films og skrifaði svo undir samning þar um daginn. Samningurinn veitir mér atvinnuleyfi í Bandaríkjun- um og gerir mér því kleift að leik- stýra auglýsingum þar í landi. Það er virkilega gaman. Svo er ég líka fæddur 4. júlí,“ segir Rúnar hress að lokum. kristjana@frettabladid.is Öryggismyndband í anda Into The Wild Leikstjórinn Rúnar Ingi Einarsson leikstýrir nýju myndbandi um öryggi fl ug- farþega fyrir Icelandair. Myndbandið verður sýnt fyrir öll fl ug en það sýnir er- lendan ferðamann á fl akki um Ísland og eru öryggisatriðin teiknuð í náttúruna. EFTIRSÓTTUR Rúnar Ingi hefur nóg að gera þessa dagana en hann fékk nýverið atvinnuleyfi í Bandaríkjunum og getur því leikstýrt bandarískum auglýsingum. ÍSLAND Í AÐALHLUTVERKI Helstu náttúruperlur Suðurlands fá að njóta sín í öryg- gismyndbandi Icelandair. „Ég er geðveikt spennt, þetta á eftir að verða svo tryllt,“ segir söngkonan Ásdís María Viðars- dóttir, en hún kemur fram með Dj Margeiri á Parklife-hátíðinni í Manchester í júní. „Við förum út 7. júní og verðum þarna í tvo daga.“ Um er að ræða stærð- arinnar tónlistarhátíð sem um 70–80.000 manns sækja árlega en á hátíðinni í ár koma fram ásamt Ásdísi Maríu og Margeiri þekkt nöfn á borð við Snoop Dogg, London Grammar, Rudimental og Bastiller, auk fjölda annarra listamanna. „Ég hef ekki spilað live áður með Margeiri en er að farast úr spennu,“ segir Ásdís María. Hún segir jafnframt að þau muni aðallega leika tökulög á hátíðinni. „Við erum byrjuð að semja tónlist saman en ég veit ekki hversu mikið af efni verður tilbúið fyrir hátíðina.“ Þau hafa í hyggju að koma saman fram á tónleikum í sumar. „Við stefnum á að spila meira saman í sumar og spilum til dæmis sama í Bláa lón- inu á næstunni. Við ætlum svo að sjá hvernig þetta gengur,“ bætir hún við. Ásdís María hefur vakið mikla athygli að undanförnu enda bráðefnileg söngkona. Hún sigr- aði í Söngvakeppni framhalds- skólanna árið 2013 og þá komst hún í úrslit í undankeppni Euro- vision hér á landi þegar hún flutti lagið Amor fyrr á árinu. - glp Ásdís skemmtir með Snoop Dogg Eurovision-stjarnan Ásdís María Viðarsdóttir kemur fram á stórri tónlistarhátíð í Manchester með DJ Margeiri í júní. Heimsþekkt nöfn koma fram á hátíðinni. SYNGJANDI SÆL Söngkonan Ásdís María Viðarsdóttir hlakkar til sumarsins enda mikið í vændum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.