Fréttablaðið - 05.06.2014, Síða 2
5. júní 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 2
KÍNA, AP 25 ár eru síðan kínverski herinn réðst inn á Torg hins himneska
friðar í Peking þar sem hundruð mótmælenda féllu, 3. og 4. júní 1989.
Stjórnvöld í Kína leyfa enga opinbera umræðu um atburðina.
Undanfarið hefur eftirlit með kínverskum vefsíðum verið hert og
öllum skrifum sem minnast á Torg hins himneska friðar er samstundis
eytt. Lögregla og her hafa umkringt torgið og krafið þá sem eiga leið um
torgið um að gera grein fyrir ferðum sínum og sýna skilríki.Aðra sögu
er að segja frá Hong Kong þar sem fjölmenn minningarathöfn fór fram í
gær. Kveikt var á kertum og minning hinna látnu heiðruð. - ih
25 ár liðin frá árás á Torg hins himneska friðar í Peking:
Kínverjar banna alla umræðu
VOÐAVERKA MINNST Í gær minntust 180 þúsund manns í Hong Kong fallinna
mótmælenda í Peking fyrir 25 árum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
STJÓRNMÁL Jón Sigurðsson, fyrr-
verandi formaður Framsóknar-
flokksins, telur að atburðarásin í
svokölluðu moskumáli hafi verið
úthugsuð, bæði hjá Sveinbjörgu
Sveinbjörnsdóttur, oddvita flokks-
ins í Reykjavík, og hjá núverandi
formanni.
„Mér virðist þetta hafa verið vel
undirbúið herbragð sem heppnað-
ist býsna vel í atkvæðatölum. For-
sætisráðherra og formaður flokks-
ins tekur í raun og veru undir
með oddvita framsóknarmanna
í Reykjavík. Það er ekki hægt að
skilja það öðruvísi,“ segir Jón.
Jón bætir við að Sigmundur Davíð
hafi haft langan tíma til að undir-
búa viðbrögð sín við ummælunum
og þegar hann tjáir sig svo finni
hann fyrst og fremst að viðbrögðum
annarra. „Ég tel að þetta séu mjög
óheppileg og óæskileg sjónarmið
sem hérna hafa komið fram. En ef
engin viðbrögð eru við þessu þá er
það býsna alvarlegt og mikil breyt-
ing á stefnu flokksins,“ segir for-
maðurinn fyrrverandi. - hh, ebg
Fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins tjáir sig um moskumálið:
Telur atburðarásina úthugsaða
FYRRVERANDI FORMAÐUR Jón
Sigurðsson segir sjónarmiðin sem hafa
komið fram vera óheppileg og óæskileg.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
„Er silfurreynirinn róttækur?“
„Hann vill frekar vera íhaldssamur.“
Umræða hefur skapast um möguleika þess
að flytja silfurreyninn við Grettisgötu 17 til
að rýma fyrir hótelbyggingu. Þórólfur Jóns-
son, garðyrkjustjóri borgarinnar, er ekki viss
um árangur slíkrar framkvæmdar.
ÚKRAÍNA Eftirlits- og samvinnu-
stofnun Evrópu, ÖSE, hefur enn
ekki komist í samband við tvær
eftirlitssveitir sem teknar voru
til fanga í austurhluta Úkraínu
í maí. Úkraínska utanríkisráðu-
neytið segist vilja reyna allar
leiðir til að leysa gíslana úr haldi.
Fyrsti hópurinn hvarf í
námunda Donetsk 26. maí. Seinni
hópurinn hvarf nálægt Luhansk
þremur dögum síðar. Eftirlits-
sveitirnar voru að störfum í aust-
urhluta landsins vegna forseta-
kosninganna þar í landi þann 25.
maí. - sa
ÖSE leitar fanga í Úkraínu:
Ekkert spurst til
eftirlitsmanna
SAMKEPPNISMÁL Framkvæmdir
eru hafnar við endurnýjun flóðlýs-
ingar á Laugardalsvelli þrátt fyrir
að borgarráð sé ekki búið að sam-
þykkja fjárveitingu til verksins.
Íþrótta- og tómstundaráð Reykja-
víkurborgar samþykkti samning
um fjárveitingu til verksins fyrir
sitt leyti og vísaði samningnum
til borgarráðs þann 9. maí síðast-
liðinn. Í þeim samningsdrögum á
Reykjavíkurborg að greiða um 50
milljónir króna til KSÍ á þremur
árum og eignast svo fljóðljósin.
Líklega mun borgarráð ekki taka
samninginn til
efnislegrar með-
ferðar á fundi
sínum í dag.
Framkvæmdin,
sem KSÍ hóf án
þess að samn-
ingur við borg-
ina lægi fyrir,
var ekki boðinn
út og samningur
gerður við einn aðila um kaupin.
„Það er rétt að það stóð til að
hafa málefni Laugardalsvallar á
dagskrá borgarráðs en ég er ekki
viss um að sú verði raunin, við
þurfum að fá færi á því að fara
betur yfir málið,“ segir Dagur B.
Eggertsson, formaður borgarráðs.
„Ég er búinn að vera í öðru síðustu
daga svo það er langlíklegast að ég
taki þetta út af dagskrá og fari yfir
þetta með sérfræðingum innan
borgarinnar.“
Eva Baldursdóttir, fulltrúi Sam-
fylkingarinnar í íþrótta- og tóm-
stundaráði Reykjavíkur, telur það
skjóta skökku við að framkvæmdir
séu hafnar. „Jú, mér finnst fram-
vindan skrítin,“ segir Eva. „Meiri-
hluti fjármagnsins kemur frá
borginni en ef svo ólíklega vildi til
að þetta yrði ekki samþykkt í borg-
arráði þá hljóta þeir að treysta sér
til að fjármagna framkvæmdina
með öðrum leið-
um.“
„Það orkar tví-
mælis að fram-
kvæmdir séu
hafnar ef verk-
efnið er ekki að
fullu fjármagn-
að,“ segir Eva.
Halldór Hall-
dórsson, oddviti
Sjálfstæðismanna í borgarstjórn,
segist ekki þekkja þetta mál nógu
vel og ekki hafa gefið sér tíma til
að kynna sér það í þaula. „Það er
hins vegar alveg á hreinu, og það
er í stefnuskrá Sjálfstæðisflokks-
ins, að það eigi að vera vinnuregla
innan borgarinnar að það eigi að
viðhafa útboð sem víðast til að
fara sem best með peninga skatt-
borgara.“ sveinn@frettabladid.is
EVA H.
BALDURSDÓTTIR
HALLDÓR
HALLDÓRSSON
LAUGARDALSVÖLLUR Framkvæmdir við endurnýjun flóðlýsingar eru hafnar.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Flóðlýsing tekin af
dagskrá borgarráðs
Borgarráð á enn eftir að samþykkja samning um aðkomu borgarinnar að flóðlýs-
ingu Laugardalsvallar. ÍTR samþykkti samninginn fyrir sitt leyti og vísaði honum
til borgarráðs. Hann mun ekki vera til efnislegrar umræðu á fundi ráðsins í dag.
ÞÝSKALAND Harald Range, ríkissak-
sóknari í Þýskalandi, hefur skýrt
frá því að rannsókn sé hafin á hler-
unum bandarísku leyniþjónustunn-
ar á farsíma Angelu Merkel kansl-
ara.
Rannsóknin beinist reyndar enn
sem komið er ekki gegn ákveðnum
einstaklingum, heldur er gengið út
frá því að sökudólgurinn sé óþekkt-
ur. Hins vegar er rannsóknin miðuð
við að bandaríska þjóðaröryggis-
ráðið standi á bak við njósnirnar.
Í tilkynningu frá skrifstofu
saksóknarans segir að fyrir liggi
„áþreifanlegar staðreyndir, sem
styðja grun um hugsanlegar njósn-
ir óþekktra starfsmanna banda-
rísku leyniþjónustunnar um far-
síma Angelu Merkel kanslara“.
Upp um hleranirnar komst síð-
astliðið haust þegar bandaríski
uppljóstrarinn Edward Snowden
lét fjölmiðlum í té leyniskjöl frá
bandaríska þjóðaröryggisráðinu.
Þar kom fram að Bandaríkin höfðu
fylgst með símanotkun Angelu
Merkel og fleiri þjóðarleiðtoga.
Merkel brást ókvæða við og sak-
aði Bandaríkin um trúnaðarbrot.
Range saksóknari segist gjarn-
an vilja fá Edward Snowden til að
bera vitni í málinu, og telur sig nú í
sterkari stöðu til þess. - gb
Rannsókn hafin á hlerunum á símanotkun Þýskalandskanslara:
Bandaríkin grunuð um njósnir
HARALD RANGE
Aðalsaksókn-
ari Þýskalands
vill skýringar í
njósnamálinu.
NORDICPHOTOS/AFP
Ég er búinn að vera í
öðru síðustu daga svo það er
langlíklegast
að ég taki
þetta út af
dagskrá og
fari yfir þetta
með sérfræð-
ingum innan
borgarinnar.
Dagur B. Eggertsson,
forseti borgarstjórnar
BELGÍA, AP Vladimír Pútín var
ekki boðið til tveggja daga leið-
togafundar G7-ríkjanna, sem hófst
í Brussel í gær og lýkur í dag.
Hann er því enn í skammar-
króknum vegna afstöðu sinnar
til ólgunnar í Úkraínu. Í mars
ákváðu ríkin sjö að fundurinn yrði
ekki haldinn í Sotsjí í Rússlandi og
að Rússar yrðu ekki með.
Honum er hins vegar boðið til
Frakklands á morgun, þegar evr-
ópskir leiðtogar koma saman til að
minnast þess að sjötíu ár eru liðin
frá lokum seinni heimsstyrjaldar-
innar. - gb
Pútín enn í skammarkrók:
Ekki boðið til
leiðtogafundar
FJARÐABYGGÐ Áframhaldandi
meirihlutasamstarf Framsóknar-
flokks og Sjálfstæðisflokks verður
að óbreyttu tilkynnt síðdegis í dag.
Þetta segir Jens Garðar Helga-
son, oddviti Sjálfstæðisflokksins í
Fjarðabyggð.
Hann gerir einnig ráð fyrir að
Páll Björgvin Guðmundsson haldi
áfram sem óháður bæjarstjóri.
Jens segir einhvern áherslumun
verða hjá meirihlutanum milli
kjörtímabila í ljósi bættrar afkomu
bæjarins. - ih
Býst við tilkynningu í dag:
Sami meirihluti
í Fjarðabyggð
SPURNING DAGSINS
Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400
3 brennarar úr ryðfríu stáli
Opið laugardaga til kl. 16