Fréttablaðið - 05.06.2014, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 05.06.2014, Blaðsíða 4
5. júní 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ði r á sk ilj a sé r r ét t t il le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð ve rð g et ur b re ys t á n fy rir va ra . Frá kr. 95.800 m/allt innifalið Netverð á mann frá kr. 95.800 á Maleme Mare m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 121.100 á Maleme Mare m.v. 2 fullorðna í stúdíóíbúð. 12. júní í 11 nætur. Krít 49.900Flugsæti frá kr. 62% Íslendinga tekur lýsi þrisvar í viku eða oftar. Að jafnaði tekur landinn lýsi um fjórum sinnum í viku, en alls tekur um helmingur landsmanna lýsi daglega. Heimild: Matís Elísabet Margeirsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá SUMARBLÍÐA Það verður vonandi ekki hægt að kvarta mikið yfir veðrinu næstu daga. Spáin býður upp á bjartviðri og hita víðast á bilinu 14-20 stig, hlýjast í innsveitum á Suðvesturlandi. 12° 4 m/s 13° 3 m/s 14° 5 m/s 12° 9 m/s Hæg breytileg átt. Hæg breytileg átt eða hafgola. Gildistími korta er um hádegi 21° 33° 17° 20° 17° 17° 21° 20° 20° 23° 19° 25° 25° 27° 24° 20° 19° 20° 14° 5 m/s 12° 5 m/s 11° 3 m/s 10° 4 m/s 15° 3 m/s 14° 3 m/s 8° 3 m/s 16° 18° 18° 16° 13° 13° 17° 14° 15° 16° 16° 16° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur LAUGARDAGUR Á MORGUN KOSNINGAR Reykjavík er eina sveitar félagið á höfuðborgarsvæð- inu þar sem Sjálfstæðisflokkur- inn er ekki í meirihlutaviðræðum en oddvitar Samfylkingar, Bjartr- ar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata hafa fundað síðustu daga og skoða nú kosningaloforð og málefna- áherslur flokkanna. Í Hafnarfirði hafa formlegar við- ræður bæjarfulltrúa Sjálfstæðis- flokks og Bjartrar framtíðar haf- ist en ekki tókst að mynda samstarf allra flokka eins og Björt framtíð hafði boðað með hugmynd sinni um þjóðstjórn, bæði fyrir og eftir kosn- ingar. „Við höfum rætt í þrjá daga við oddvita allra flokka og eftir þá fundi kom í ljós að það gengi ekki. Við komum aldrei öllum hópnum saman til að ræða málið,“ segir Guðlaug Kristjánsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar, en flokkurinn er í lykil- stöðu til að mynda meirihluta. Guðlaug segir að hún hafi mætt því viðmóti frá öllum flokkum að mikilvægt væri að hafa minnihluta og meirihluta og að hugmynd um þjóðstjórn væri fjar- stæðukennd. Hún segir við- ræður við Sjálfstæðisflokk ganga vel en ekki hafi enn verið rætt hvort hún eða Rósa Guðbjartsdóttir fái borgarstjórastólinn. Oddvitar Vinstri grænna og Sam- fylkingar í Hafnarfirði eru ekki sammála þessari greiningu Guð- laugar. Þau segjast bæði hafa verið tilbúin að ræða samstarf allra flokka og því hafi hugmyndin alls ekki strandað hjá þeim. „Það hafa aðeins farið fram óformlegir fundir og aldrei með öllum flokkum. Þau í Bjartri framtíð hafa greini- lega ekki treyst sér til að reyna þetta til þrautar,“ segir Guðrún Ágústa Guð- laugsdóttir, oddviti Vinstri grænna og fráfarandi bæjar stjóri. Gunnar Axel Axels- son, oddviti Samfylkingar, tekur í sama streng. „Okkur er sagt að þetta hafi steytt á skeri,“ segir hann. „En hvaða sker það er, það er náttúrulega Sjálfstæðisflokkurinn.“ Í Garðabæ og á Seltjarnarnesi myndar Sjálfstæðisflokkurinn hreinan meirihluta og í Kópavogi ræða Sjálfstæðisflokkur og Björt framtíð meirihlutasamstarf. Í Mosfellsbæ gæti Sjálfstæðis- flokkurinn myndað hreinan meiri- hluta en er þó í viðræðum við Vinstri græn um samstarf. Flokk- arnir hafa unnið saman þar í bæ síð- astliðin átta ár og er hugur í mönn- um að halda því áfram. erla@frettabladid.is Víða komin mynd á nýjan meirihluta Það lítur út fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn verði í meirihluta í öllum sveitarfélög- unum á höfuðborgarsvæðinu nema í Reykjavík. Í Hafnarfirði er hugmynd Bjartrar framtíðar um þjóðstjórn út af borðinu og viðræður við Sjálfstæðisflokk hafnar. HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Ef þær meirihlutaviðræður sem eru nú í gangi á höfuð- borgarsvæðinu ganga eftir mun Sjálfstæðisflokkurinn vera í meirihluta í öllum sveitarfélögum nema í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGURJÓN Við komum aldrei öllum hópn- um saman til að ræða málið. Guðlaug Kristjánsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði GUNNAR AXEL GUNNARSSON REYKJANESBÆR Í Reykjanesbæ ganga meirihlutaviðræður vel en þar ræða oddvitar Frjáls afls, Samfylkingar og Beinnar leiðar samstarf. Oddvitarnir hafa undanfarna daga fundað með bæjarfull- trúa Framsókn- arflokksins en Friðjón Einars- son, oddviti Sam- fylkingar, segir að engin niður- staða sé komin og allir möguleikar séu skoðaðir. Friðjón gerir ráð fyrir að við- ræður klárist um næstu helgi. - ebg Viðræður í Reykjanesbæ: Framsókn er inni í myndinni Íslenska kalkþörungafélagið á Bíldudal fjárfesti hér á landi fyrir um hálfan milljarð króna á síðasta ári. Upphæðin fór að mestu í að stækka verksmiðju fyrirtækisins um helming. Fyrirtækið safnar og vinnur kalkþörungaset úr Arnarfirði sem er þurrkað í mjöl og aðrar afurðir. Nánast öll framleiðslan er seld á erlendum mörkuðum og notuð í framleiðslu á lífrænu dýrafóðri, fæðubótarefnum og gróðuráburði. - hg Framkvæmdir á Bíldudal: Fjárfesti fyrir hálfan milljarð SVÍÞJÓÐ Flugur geta verið hvim- leiðar til lengdar fyrir búfénað og menn. Því hafa bændur við vatnið Torptjärn í Suður-Svíþjóð brugð- ið á það ráð að láta kýr traðka niður bakka vatnsins þar sem mýlirfur hafast við. Aðferðin hefur fækkað mýi um allt að sjötíu prósent. Bændur við vatnið hafa einnig notað gasgildrur. Tuttugu gas- gildrur, sem beitt var síðasta sumar, drápu yfir átta milljónir flugna. Vefsíða Landssambands kúabænda greinir frá. - ih Bregðast við flugnaplágu: Kúm beitt gegn mýi í Svíþjóð VIÐSKIPTI Krónan styrktist um tvö prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Krónan styrktist þrátt fyrir að viðskiptahalli hafi verið neikvæður um 3,5 milljarða króna ef marka má bráðabirgðatölur frá Seðlabanka Íslands. Þetta kemur fram í Morg- unkorni Íslands- banka. Ástæð- ur hallans eru léleg loðnuvertíð, lágt verð á áli og fiski ásamt auknum vöruinnflutn- ingi. Íslandsbanki spáir þó batn- andi viðskiptajöfnuði þegar líður á sumar með fjölgun ferðamanna og hækkandi verði á áli og fiski. - ih Ál- og fiskverð valda halla: Krónan styrkist í viðskiptahalla FRIÐJÓN EINARSSON HAFNARFJÖRÐUR Yfirkjörstjórn í Hafnarfirði hefur samþykkt ítrekaða beiðni Pírata um endur- talningu atkvæða í Hafnarfirði. Fyrri beiðni þeirra um endur- talningu var hafnað en eftir umorðun féllst yfirkjörstjórn á að telja aftur. Sex atkvæð- um munaði á Brynjari Guðnasyni, oddvita Pírata, og þriðja manni Samfylkingar, Öddu Maríu Jóhannsdóttur. Þegar Fréttablaðið náði tali af Brynjari og Hafþóri Sævarssyni umboðsmanni framboðs Pírata í Hafnarfirði, hafði þeim ekki bor- ist úrskurður yfirkjörstjórnar. Endurtalning atkvæða mun fara fram í kvöld. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut fimm bæjarfulltrúa í kosningun- um síðastliðinn laugardag, Sam- fylkingin þrjá, Björt framtíð tvo og Vinstri græn einn. - sa Ný beiðni bar árangur: Atkvæði talin aftur í firðinum BRYNJAR GUÐNASON MENNTUN Ríkisendurskoðun hvet- ur menntamálaráðuneytið til þess að halda áfram að þróa og efla fræðslu til einstaklinga með stutta skólagöngu. Tillagan er byggð á úttekt Capa- cent um framhaldsfræðslu. Það er fræðsla helst ætluðum fullorðnum einstaklingum sem hlotið hafa tak- markaða menntun. Capacent leggur til að mennta- málaráðuneytið móti stefnu fyrir framhaldsfræðslukerfið til fram- tíðar. Einnig er bent á að skoða mætti möguleika kerfisins til þess að auðvelda einstaklingum sem flosnað hafa upp úr námi að hefja aftur skólagöngu. Að auki mætti skoða möguleika kerfisins til þess að efla starfs- nám og minnka brottfall úr fram- haldsskólum. Fram kemur í greiningu Capa- cent að á milli áranna 2009 og 2014 voru fjárveitingar til framhalds- fræðslukerfisins 7,5 milljarðar. Capacent segir því fé hafi heilt yfir verið vel varið. - ih Ríkisendurskoðun bendir á möguleika þess að efla fræðslu lítt menntaðra: Leggja til eflingu fræðslukerfis RÁÐUNEYTIÐ Úttekt á fræðslu til lítt menntaðra hefur verið send til mennta- málaráðuneytis. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.