Fréttablaðið - 05.06.2014, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 05.06.2014, Blaðsíða 6
5. júní 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 1. Hvar verða lengstu ísgöng í Evrópu opnuð? 2. Hver er nýr forstjóri Samskipa hf.? 3. Hvaða listakona er með ljóðaplötu í smíðum? SVÖR: 1. Inni í Langjökli. 2. Pálmar Óli Magnús- son. 3. Ásdís Sif Gunnarsdóttir. UMHVERFISMÁL Þrátt fyrir að blátt bann sé lagt við umferð ökutækja á Friðlandi að Fjallabaki í leys- ingatíð eru mörg dæmi þess að lokunin sé virt að vettugi. Fyrir- tæki auglýsa og selja ferðir inn á svæðið þrátt fyrir að vitað sé að svæðið sé lokað. Ingibjörg Eiríksdóttir, sérfræð- ingur hjá Umhverfisstofnun og svæðalandvörður á Suðurlandi, segir um skýrt brot á náttúru- verndarlögum að ræða. Ingibjörg ætlar engum að ætla sér að vinna skemmdir á sérstæðri náttúru svæðisins en aðstæður hljóti þó að vera öllum ljósar sem á annað borð þekkja til. Á þessum árstíma eru aðstæður slíkar að menn keyra gjarnan niður úr mjúk- um snjó án þess að átta sig á því að þeir skera sig niður í gróður- inn. Eins freist- ast ökumenn til að krækja út fyrir skafla til að komast lengra, en mergurinn málsins sé auðvitað sá að inni á svæðinu eiga ökutæki ekki að vera. Ingibjörg segir að gróður- skemmdir á svæðinu sé í sumum tilfellum hægt að laga, en það eigi ekki alltaf við. Landverðir leggi árlega gríðarmikla vinnu í að laga för eftir utanvegaakstur, og til fræðslu ferðamanna. Eins verði í sumar stór hópur fólks við vinnu í Landmannalaugum og nágrenni við að gera við skemmdir eftir utanvegaakstur frá fyrri árum. „Sumt af þessu er ekki hægt að laga og tekur ár eða áratugi að jafna sig, og það er vandinn sem við erum að glíma við ár eftir ár,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg hefur engar hald- bærar sannanir um einstakar ferðir um svæðið, nema aug- ljós ummerki. „En ég hef fréttir af stórum bíl á svæðinu, og eins mönnum sem eru að selja ferðir inn á svæðið um þessar mundir þrátt fyrir lokanir,“ segir Ingi- björg sem hefur gert lögreglunni á Hvolsvelli viðvart um hvers kyns er. Hún bætir við að í gær hafi hún með stuttri leit á netinu fundið sjö síður þar sem verið var að selja ferðir inn í Landmannalaugar ýmist allt árið eða frá 1. júní; allt á þeim tíma þegar er lokað. Ekki eru sérstakar dagsetn- ingar á lokunum á þessu svæði á hálendinu, það er þær fara eftir tíðarfari, en hins vegar lokar Vegagerðin leiðinni með skýrum merkingum á staðnum og upp- lýsingum á vefsíðu sinni. Þessar merkingar eru að engu hafðar, og annaðhvort eru hlið opnuð eða farið fram hjá þeim hvort sem merkingar segja að það sé ófært eða lokað, eins og nú er. svavar@frettabladid.is Virða akstursbann að vettugi Akstursbann inn á Friðland að Fjallabaki er að engu haft þrátt fyrir lokanir og upplýsingagjöf. Gróður- skemmdir vegna utanvegaaksturs eru miklar. Fyrirtæki auglýsa og selja ferðir þrátt fyrir lögboðnar lokanir. VIÐ FROSTASTAÐAHÁLS Skemmdir vegna utanvegaaksturs eru viðvarandi vandamál. Margt er hægt að laga en alvarlegustu skemmdirnar má sjá áratugum saman. MYND/UMHVERFISSTOFNUN INGIBJÖRG EIRÍKSDÓTTIR Umhverfisstofnun birti í gær á Facebook-síðu friðlandsins yfirlýsingu þar sem segir að af gefnu tilefni minni svæða- landvörður á Suðurlandi á að Friðland að Fjallabaki er nú lokað fyrir vélknúinni umferð, eins og skýrt kemur fram á skiltum Vegagerðarinnar við innakstursleiðir. „Sárt er til þess að vita að menn vanvirði þessa lokun og selji jafnvel ferðir inn á svæðið. Slíkar ferðir leiða iðulega til aksturs utan vega, sem í öllum tilfellum er lögbrot,“ segir þar en samkvæmt náttúruverndarlögum er óheimilt að aka utan vega nema á snæviþakinni og frosinni jörð og jöklum. Hunsa lokun og selja ferðir á friðlandið LITHÁEN, AP Evrópusambandið til- kynnti í gær að Litháen uppfyllti öll skilyrði til upptöku evru. Evrópusambandið mun líklega tilkynna formlega í næsta mán- uði að Litháen fái að taka upp evru 1. janúar 2015. Algirdas Butkevicius, forsætis- ráðherra Litháens, segir að upp- taka evru væri mikilvægt skref fyrir efnahag landsins og póli- tíska stöðu þess. Hinn nýi gjald- miðill ætti eftir að bæta lífskjör og auka hagvöxt í Litháen. Að auki myndi Litháum bjóðast lán á betri kjörum en áður. Litháenskir andstæðingar Evr- ópusambandsins hafa krafist þess að þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin um upptöku evru. Þeirri beiðni hafa stjórnvöld hafnað. Olli Rehn, stækkunarstjóri Evrópusambandsins, benti á að innganga Litháens í evrusam- starfið sýndi hve sterkt evran stæði þrátt fyrir ólgusjó síðast- liðinna ára. - ih Fulltrúar ESB segja að Litháen muni að óbreyttu taka upp evru um áramótin: Litháen færist skrefi nær evru STYRKLEIKAMERKI Olli Rehn, stækkun- arstjóri ESB, segir upptaka evru í Litháen sýna styrk evrunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VIÐSKIPTI Frjálsi lífeyrissjóður- inn hefur verið verðlaunaður fyrir að standa vel að fasteigna- fjárfestingum. Tímaritið IPE Real Estate veitti verðlaunin. Sérstök verðlaun eru veitt fyrir ensku-, þýsku-, frönskumæl- andi lönd. Auk verðlauna fyrir hin Norðurlöndin. Frjálsi líf- eyrissjóðurinn hlaut verðlaunin í flokki annarra Evrópuþjóða. Lífeyrissjóðurinn hlaut verð- launin fyrir að bregðast tíman- lega við breyttu efnahagslegu umhverfi með því að auka vægi fasteigna í eignasafni sínu. - ih Hlýtur alþjóðleg verðlaun: Frjálsi valinn bestur af rest SKAGASTRÖND Biskup Íslands hefur skipað Bryndísi Valbjarnar- dóttur í embætti sóknarprests í Skagastrandarprestakalli. Fjórir umsækjendur voru um stöðuna en einn dró umsókn sína til baka. Bryndís hefur starfað við prestakallið síðastliðna níu mánuði sem afleysingaprestur. Áður hefur hún verið prestur í Fríkirkjunni í Reykjavík. Hún tekur við stöðunni 1. ágúst næst- komandi. - sa Nýr prestur á Skagaströnd: Séra Bryndís skipuð prestur SKIPULAGSMÁL Kæru frá nágrönn- um vegna útleigu á veitingasal í húsi skátafélagsins Vífils í Garða- bæ var vísað frá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Kært var að heilbrigðisnefnd hefði árið 2009 veitt leyfi fyrir félagsheimili og veislusal aðeins 30 til 40 metrum frá svefnherbergis- gluggum. „Kæran barst rúmlega rúmlega tveimur og hálfu ári eftir að leyfið var gefið út og tæpum átta mánuðum frá því að ákvörðun þess efnis að starfsleyfið yrði ekki afturkallað var tilkynnt,“ segir úrskurðarnefndin, sem kvað kær- una of seint fram komna. - gar Veitingasalur í skátaheimili: Kæra nágranna barst of seint SKÁTAHEIMILI VÍFILS Of nálægt segja nágrannar. FRÉTTABLAÐIÐ/VLHELM VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.