Fréttablaðið - 05.06.2014, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 05.06.2014, Blaðsíða 8
5. júní 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 8 Þessa dagana er töluvert tekist á um það, hver hreppi embætti for- seta framkvæmdastjórnar Evrópu- sambandsins, nú þegar Jose Manuel Barroso hverfur á braut. Meðal leiðtoga ESB hefur engin sátt verið um Jean-Claude Juncker, sem þó nýtur víðtæks stuðnings meðal þingmanna á nýkjörnu Evr- ópuþingi. Juncker gæti jafnvel verið búinn að tryggja sér stuðning yfir- gnæfandi meirihluta þingsins eftir að Martin Schulz lýsti yfir stuðningi við hann í viðtali við þýska tímaritið Der Spiegel á miðvikudaginn. Juncker var forsetaefni kristilegu demókrataflokkanna, sem fengu 214 þingsæti af 751 í kosningunum í síð- asta mánuði, en Schulz var forseta- efni sósíaldemókrataflokkanna, sem fengu 189 þingsæti. Samtals eru þessir þinghópar með 403 þingmenn á hinu nýkjörna Evrópuþingi, sem er býsna öruggur meirihluti. „Nú er ekki tími fyrir flokkapóli- tík. Kosningarnar eru afstaðnar,“ er haft eftir Schultz á vefsíðu þýsku útvarpsstöðvarinnar Deutsche Welle. „Nú er tíminn til að gera það sem þarf að gera, þannig að við getum varið frið og velfarnað í álf- unni okkar og fengið nýjan styrk.“ Vandinn er sá að leiðtogar aðild- arríkjanna þurfa fyrst að koma sér saman um forsetaefni, áður en til atkvæðagreiðslu kemur á þinginu. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hefur lýst yfir mikilli óánægju með Juncker og var jafn- Leitin að öðrum en Juncker Leiðtogar ESB þurfa á næstu vikum að koma sér saman um nýjan forseta framkvæmdastjórnarinnar. Meirihluti nýkjörins Evrópuþings þarf að samþykkja tillögu leiðtogaráðsins. Sátt hefur ekki verið um Jean-Claude Juncker, en stuðningur frá Martin Schultz gæti breytt því. Helle Thorning-Schmidt Forsætisráðherra Danmerkur gæti reynst valkostur, sem nægilega margir leiðtogar ESB- ríkjanna gætu sætt sig við. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Christine Lagarde Yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur verið nefnd til sögunnar, þótt sjálf segist hún engan áhuga hafa á embættinu. NORDICPHOTOS/AFP Martin Schulz Maðurinn sem evrópskir sósíaldemó- kratar vilja helst að verði forseti fram kvæmdastjórnarinnar. Hann hefur nú lýst yfir stuðningi við Juncker. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Jean-Claude Juncker Fyrrverandi forsætisráðherra Lúxem borgar, lengi vel helsti leiðtogi evruríkjanna. Veruleg andstaða er við hann meðal leiðtoga margra ESB-ríkja. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÍKLEGUSTU KANDÍDATARNIR Í SÆTI FORSETA FRAMKVÆMDASTJÓRNAR ESB vel sagður hafa hótað því að Bret- land yfirgefi Evrópusambandið verði Juncker fyrir valinu. Þá hafa leiðtogar Svíþjóðar, Hollands, Ung- verjalands og Ítalíu lýst yfir and- stöðu við Juncker. Angela Merkel Þýskalandskansl- ari, sem annars hafði stutt Juncker, enda kristilegur demókrati eins og hann, hefur nú stungið upp á því að Christine Lagarde, yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, verði fengin í embættið. Hún hefur að minnsta kosti, samkvæmt frétt frá Reuters, beðið sósíaldemókratann François Hollande, forseta Frakk- lands, að skoða hvort hann geti sætt sig við þann kost. Samkvæmt fréttamiðlinum Euractiv.com tók Hollande enga afstöðu, en lét þess getið að sér þætti það ekki góð hug- mynd að Evrópa missi fulltrúa sinn í Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Sami miðill hefur fyrir því heim- ildir að Hollande gæti hugsað sér að stinga upp á Jean-Marc Ayrault, fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands, gæti Merkel á annað borð sætt sig við að Frakki yrði for- seti framkvæmdastjórnarinnar. Blaðafulltrúi þýsku stjórnarinn- ar sendi hins vegar, í framhaldi af þessum fréttaskrifum, frá sér yfirlýsingu um að ekkert sé hæft í vangaveltum um að Merkel vilji fá Lagarde í embættið. Sjálf hefur Lagarde svo lýst því yfir að hún hafi engan áhuga á að yfirgefa AGS fyrir forsetastól framkvæmdastjórnar ESB. Ýmsir fyrrverandi og núver- andi leiðtogar Evrópuríkja hafa verið nefndir líklegir í embættið, þar á meðal Helle Thorning- Schmidt, forsætisráðherra Dan- merkur. Breskir ráðamenn hafa sagst geta vel við unað, hvort sem La garde eða Thorning-Schmidt verði fyrir val- inu. Enda Kenny, forsætisráðherra Írlands, og Donald Tusk, forsætis- ráðherra Póllands, hafa einnig verið nefndir til sögunnar. Guðsteinn Bjarnason gudsteinn@frettabladid.is Nú er ekki tími fyrir flokkapólitík. Kosning- arnar eru afstaðnar. Martin Schultz, forsetaefni sósíaldemó- krataflokka á Evrópuþinginu verð áður 526 kr./stk. verð áður 798 kr./stk. verð áður 718 kr./stk. verð áður 898 kr./stk. verð 790 kr./stk. verð áður 267 kr./stk. verð áður 415 kr./stk. verð áður 455 kr./stk.verð áður 535 kr./stk. verð áður 431 kr./stk. verð áður 713 kr./stk. verð áður 618 kr./stk. verð áður 584 kr./stk. verð áður 860 kr./stk. af völdum prjónablödum verð áður 712 kr./stk. af völdum prjónasettum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.