Fréttablaðið - 05.06.2014, Page 8
5. júní 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 8
Þessa dagana er töluvert tekist á
um það, hver hreppi embætti for-
seta framkvæmdastjórnar Evrópu-
sambandsins, nú þegar Jose Manuel
Barroso hverfur á braut.
Meðal leiðtoga ESB hefur engin
sátt verið um Jean-Claude Juncker,
sem þó nýtur víðtæks stuðnings
meðal þingmanna á nýkjörnu Evr-
ópuþingi. Juncker gæti jafnvel verið
búinn að tryggja sér stuðning yfir-
gnæfandi meirihluta þingsins eftir
að Martin Schulz lýsti yfir stuðningi
við hann í viðtali við þýska tímaritið
Der Spiegel á miðvikudaginn.
Juncker var forsetaefni kristilegu
demókrataflokkanna, sem fengu 214
þingsæti af 751 í kosningunum í síð-
asta mánuði, en Schulz var forseta-
efni sósíaldemókrataflokkanna, sem
fengu 189 þingsæti. Samtals eru
þessir þinghópar með 403 þingmenn
á hinu nýkjörna Evrópuþingi, sem
er býsna öruggur meirihluti.
„Nú er ekki tími fyrir flokkapóli-
tík. Kosningarnar eru afstaðnar,“
er haft eftir Schultz á vefsíðu þýsku
útvarpsstöðvarinnar Deutsche
Welle. „Nú er tíminn til að gera
það sem þarf að gera, þannig að við
getum varið frið og velfarnað í álf-
unni okkar og fengið nýjan styrk.“
Vandinn er sá að leiðtogar aðild-
arríkjanna þurfa fyrst að koma sér
saman um forsetaefni, áður en til
atkvæðagreiðslu kemur á þinginu.
David Cameron, forsætisráðherra
Bretlands, hefur lýst yfir mikilli
óánægju með Juncker og var jafn-
Leitin að öðrum en Juncker
Leiðtogar ESB þurfa á næstu vikum að koma sér saman um nýjan forseta framkvæmdastjórnarinnar. Meirihluti nýkjörins Evrópuþings
þarf að samþykkja tillögu leiðtogaráðsins. Sátt hefur ekki verið um Jean-Claude Juncker, en stuðningur frá Martin Schultz gæti breytt því.
Helle Thorning-Schmidt
Forsætisráðherra Danmerkur gæti
reynst valkostur, sem nægilega
margir leiðtogar ESB- ríkjanna gætu
sætt sig við. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Christine Lagarde
Yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
hefur verið nefnd til sögunnar, þótt
sjálf segist hún engan áhuga hafa á
embættinu. NORDICPHOTOS/AFP
Martin Schulz
Maðurinn sem evrópskir sósíaldemó-
kratar vilja helst að verði forseti
fram kvæmdastjórnarinnar. Hann
hefur nú lýst yfir stuðningi við
Juncker. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Jean-Claude Juncker
Fyrrverandi forsætisráðherra
Lúxem borgar, lengi vel helsti leiðtogi
evruríkjanna. Veruleg andstaða er
við hann meðal leiðtoga margra
ESB-ríkja. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
LÍKLEGUSTU KANDÍDATARNIR Í SÆTI FORSETA FRAMKVÆMDASTJÓRNAR ESB
vel sagður hafa hótað því að Bret-
land yfirgefi Evrópusambandið
verði Juncker fyrir valinu. Þá hafa
leiðtogar Svíþjóðar, Hollands, Ung-
verjalands og Ítalíu lýst yfir and-
stöðu við Juncker.
Angela Merkel Þýskalandskansl-
ari, sem annars hafði stutt Juncker,
enda kristilegur demókrati eins og
hann, hefur nú stungið upp á því
að Christine Lagarde, yfirmaður
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, verði
fengin í embættið. Hún hefur að
minnsta kosti, samkvæmt frétt frá
Reuters, beðið sósíaldemókratann
François Hollande, forseta Frakk-
lands, að skoða hvort hann geti
sætt sig við þann kost. Samkvæmt
fréttamiðlinum Euractiv.com tók
Hollande enga afstöðu, en lét þess
getið að sér þætti það ekki góð hug-
mynd að Evrópa missi fulltrúa sinn
í Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.
Sami miðill hefur fyrir því heim-
ildir að Hollande gæti hugsað sér
að stinga upp á Jean-Marc Ayrault,
fyrrverandi forsætisráðherra
Frakklands, gæti Merkel á annað
borð sætt sig við að Frakki yrði for-
seti framkvæmdastjórnarinnar.
Blaðafulltrúi þýsku stjórnarinn-
ar sendi hins vegar, í framhaldi
af þessum fréttaskrifum, frá sér
yfirlýsingu um að ekkert sé hæft
í vangaveltum um að Merkel vilji
fá Lagarde í embættið. Sjálf hefur
Lagarde svo lýst því yfir að hún hafi
engan áhuga á að yfirgefa AGS fyrir
forsetastól framkvæmdastjórnar
ESB.
Ýmsir fyrrverandi og núver-
andi leiðtogar Evrópuríkja hafa
verið nefndir líklegir í embættið,
þar á meðal Helle Thorning-
Schmidt, forsætisráðherra Dan-
merkur.
Breskir ráðamenn hafa sagst geta
vel við unað, hvort sem La garde eða
Thorning-Schmidt verði fyrir val-
inu. Enda Kenny, forsætisráðherra
Írlands, og Donald Tusk, forsætis-
ráðherra Póllands, hafa einnig verið
nefndir til sögunnar.
Guðsteinn
Bjarnason
gudsteinn@frettabladid.is
Nú er ekki tími fyrir
flokkapólitík. Kosning-
arnar eru afstaðnar.
Martin Schultz, forsetaefni sósíaldemó-
krataflokka á Evrópuþinginu
verð áður 526 kr./stk.
verð áður 798 kr./stk. verð áður 718 kr./stk.
verð áður 898 kr./stk.
verð 790 kr./stk.
verð áður 267 kr./stk. verð áður 415 kr./stk.
verð áður 455 kr./stk.verð áður 535 kr./stk.
verð áður 431 kr./stk.
verð áður 713 kr./stk. verð áður 618 kr./stk. verð áður 584 kr./stk.
verð áður 860 kr./stk.
af völdum prjónablödum
verð áður 712 kr./stk.
af völdum prjónasettum