Fréttablaðið - 05.06.2014, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 05.06.2014, Blaðsíða 10
5. júní 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 10 Morgunverðarfundur 6. júní Í tilefni rannsóknar á mati á umhverfisáhrifum vegagerðar býður VSÓ Ráðgjöf til morgunverðarfundar 6. júní næstkomandi. Á fundinum verður farið yfir helstu niðurstöður um þróun mats á umhverfisáhrifum undanfarin 20 ár þ.m.t. fjöldi umhverfisþátta, ólíkt vægismat og gæði matsins, ásamt tillögum að úrbótum. Þá verður rætt um samráð og aðkomu Landverndar að matinu og Skipulagsstofnun lítur yfir farinn veg. Frummælendur eru: Auður Magnúsdóttir, umhverfisstjórnunarfræðingur hjá VSÓ Ráðgjöf Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar Fundurinn hefst kl. 08:30 og stendur til 10:00 í Hvammi á Grand Hótel Reykjavík, föstudaginn 6. júní. Boðið er upp á morgunverð frá kl. 08:00. Allir velkomnir. Skráning á vso@vso.is Mat á umhverfisáhrifum í 20 ár ÍS L E N S K A /S IA .I S /G R A 6 93 33 0 6/ 14 STJÓRNMÁL Það er ekki stefna Pírata að teknar verði upp raf- rænar kosningar í stærri atkvæða- greiðslum svo sem sveitarstjórnar- kosningum og alþingiskosningum. „Það er ástæða fyrir því að við Píratar höfum ekki verið að kalla eftir því að internetið sé notað til að kjósa til Alþingis eða í þjóðar- atkvæðagreiðslu. Grundvallargall- inn við kosningar um alvarleg mál- efni á internetinu er sá að það er ekki hægt að tryggja það að kjós- andinn sé einsamall við tölvuna,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. Þar með tekur hann undir varnaðarorð Hauks Arnþórssonar, doktors í rafrænni stjórnsýslu, sem gagnrýndi raf- rænar kosningar í Fréttablaðinu í gær. „Þegar það eru til dæmis alþingiskosningar eða kosningar um kvótakerfið þá er óhugsandi að ætlast til þess af fólki að það standist þann félagslega þrýsting sem óhjákvæmilega myndast,“ segir Helgi Hrafn. Helgi segir að rafrænar kosn- ingar geti þó nýst til minniháttar ákvarðana. „Ég tel ekki að rafræn- ar kosningar geti tekið við af hefð- bundnum kosningum í bili. Að því sögðu geta þær hentað fyrir ýmsa hluti, innra málefnastarf, prófkjör eða ákvarðanir sem varða ekki mikla hagsmuni.“ Helgi segir að ekkert kerfi sé fullkomlega öruggt. „Mælikvarð- inn er hversu mikinn tíma og hversu mikla peninga kostar að brjóta þau. En sú regla á ekki bara við um hugbúnað. Það er ekki til það kosningakerfi sem ekki er hægt að svindla á með einhverj- um hætti.“ Undir þetta tekur Smári McCarthy, starfandi sérfræðingur í upplýsingaöryggi. „Helsta vanda- málið er að það er ekki til neitt kosningakerfi í dag sem er bæði sannreynanlegt og ekki er hægt að tengja við kjósandann. Papp- írskosningar eru ótengjanlegar að jafnaði, en kjósandinn getur ekki verið öruggur með að atkvæðið hafi skilað sér rétt því leyndin er mikil. Við gerum okkur upp sann- reynanleika með því að setja nógu mikið af nógu ólíku fólki inn í ferl- ið og vona að það komist upp um allt svindl.“ snaeros@frettabladid.is Eru á móti raf- rænum þing- kosningum Píratar hvetja ekki til þess að teknar verði upp rafræn- ar kosningar í stærri málum. Sérfróðir segja galla á slíkum kosningum. Innanríkisráðuneytið ætlar að prófa rafrænar kosningar. Allt er til reiðu hjá Þjóðskrá. HEIMAKOSNING EKKI LEYNILEG Helgi Hrafn, þingmaður Pírata, bendir á að ekki sé hægt að tryggja að fólk sé ekki beitt þrýstingi þegar það kýs á internetinu, heima hjá sér. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Á Íslandi hafa stjórnvöld litið til reynslu Eistlands af rafrænum kosningum sem nær aftur til ársins 2005. Ný skýrsla fræðimanna við Háskólann í Michigan gagnrýnir framkvæmdina og segir meðal annars: „Það eru margar leiðir fyrir hið opinbera, góða hakkara eða óheiðarlega aðila sem starfa við kerfið til að fella eistneska kosningakerfið. Slík árás gæti breytt atkvæðum og haft áhrif á niðurstöðu kosninga.“ Horfum til rafrænna kosninga í Eistlandi Í óbirtri könnun MMR fyrir Auð- kenni kemur fram að 73 prósent telja mikinn eða mjög mikinn ávinning fylgja því að geta kosið á netinu. Könnunin var gerð í lok árs 2012. Mestur stuðningur við rafrænar kosningar var í aldurs- hópnum 50 til 54 ára, eða 80 prósent. Minnstur er stuðningur- inn í aldurshópnum 18 til 19 ára, 59,3 prósent. ➜ 73% fylgjandi SVEITARSTJÓRNIR „Íbúar Dalabyggð- ar virðast fúsari til sameiningar við annað eða önnur sveitarfélög en íbúar Reykhólahrepps,“ segir í frétt á vefsíðu Reykhólahrepps Vitnað er til skoðanakönnunar sem var gerð jafnhliða kosning- unum í Dalabyggð eins og einnig var gert í Reykhólahreppi þar sem naumur meirihluti vill skoða sameiningu. Í Dalabyggð sögðust um 60 prósent vilja kanna áhuga nágrannasveitarfélaga á samein- ingu. Af þeim bentu 62 prósent á sameiningu við annaðhvort Reyk- hólahrepp einan eða Reykhólahrepp ásamt Strandabyggð á Ströndum. Hugur til sameininga hefur víðar verið kannaður. Þannig vilja til dæmis yfir 60 prósent Hvergerð- inga sameiningu í einhverri mynd og yfir 70 prósent í Árborg. - gar, óká Dalamenn vilja sameiningu samkvæmt könnun: Sveitarfélag á leið yfir sýslumörkin?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.