Fréttablaðið - 05.06.2014, Síða 12
5. júní 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 12
Ég er ekki aðeins að tala um aðildarviðræður sem
slíkar, heldur trúverðugar viðræður. Aðildarferlið hefur
jákvæð áhrif á umsóknarlöndin meðan á viðræðum
stendur, ekki aðeins þegar löndin hafa samþykkt inngöngu.
Stefan Füle, stækkunarstjóri Evrópusambandsins.
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Kletthálsi Reykjavík
Reykjanesbæ
Glös og skálar ekki á rýmingarsölu.
GERIÐ GÓÐ KAUP!
Garðhúsgögn,
stólar og borð.
Mikil
verðlækkun.
Vara hættir!
RÝMINGARSALA
Íslenskir arkitektar
hanna nýja mosku
Tveir söfnuðir múslima eru starfandi á Íslandi með tæplega 850 félagsmönnum.
Fordómar gegn múslimum virðast ekki vera í rénun þrátt fyrir að nú sé árið 2014.
➜ Hatursfull umræða gegn múslimum
Opinber umræða á Íslandi hefur oft einkennst af öfgafullum staðal-
ímyndum um múslima. Þeir sem tjá sig steypa öllum múslimum í sama
form og svo virðist sem ótti ríki við uppgang múslima í heiminum. Hér
á eftir fara nokkur ummæli um múslima í opinberri umræðu:
„Múslimar eru að dreifa sér um heiminn og við eigum að halda þeim
í skefjum“
Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri,
10. júlí 2013 í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.
„Múslimar koma frá öðrum heimi, þetta eru tveir ólíkir heimar og
það þýðir ekkert að blanda þeim saman, þeir eiga bara að fá að
vera í friði hvor fyrir öðrum.“
Guðmundur Franklín,
12. september 2011 í viðtali við DV.
„Menning kristinna manna og múslima er með öllu ósættanleg og
verður alltaf.“
Ársæll Þórðarson í grein í Morgunblaðinu
20. desember 2013.
„Múslimar í Svíþjóð eru 95 prósent á Féló og eru til vandræða,
nauðga sænskum stúlkum, fremja heiðursmorð, brenna bíla,
leikskóla, skóla, hælisleitendur, ræna gamla fólkið og fólk í
hjólastólum.“
Óskar Bjarnason 3. júní 2014
á Facebook-síðunni Mótmælum mosku á Íslandi.
„Íslam er einungis að litlu leyti trú, en réttara er að lýsa því sem
heildstæðu kúgandi pólitísku stjórnkerfi sem tekur til allra þátta
mannlífsins … Að halda að jihad muni ekki fylgja moskum á Ís-
landi er hreinn og beinn barnaskapur.“
Ásgeir Ægisson í grein í Morgunblaðinu 10. ágúst 2013.
➜ Súnnítar á Íslandi
í tveimur félögum
Bæði trúfélög múslima á Íslandi aðhyllast súnní-
sið en súnnítar skipa mikinn meirihluta múslima í
heiminum. Ágreiningur á milli trúfélaganna tveggja
er því ekki beint trúarlegs eðlis. Salmann Tamimi,
fyrrverandi formaður Félags múslima á Íslandi, hefur
látið hafa eftir sér að Menningarsetur múslima á
Íslandi séu öfgafyllri samtök en Félag múslima á
Íslandi. „Ég þurfti að senda þá frá félaginu okkar því
ég þoli ekki neikvæðni. Við erum bjartsýnisfólk og ef
það er eitthvað að þá leysum við það en ekki með
neinni neikvæðni,“ segir Salmann um forsvarsmenn
Menningarmiðstöðvar múslima á Íslandi.
➜ Svínshöfuð til vanhelgunar
Þann 27. nóvember í fyrra dreifðu óprúttnir aðilar
blóðugum svínshöfðum á lóðina við Sogamýri sem
Félagi múslima á Íslandi hafði verið úthlutað undir
mosku. Einnig var rifnum blaðsíðum úr Kóraninum
dreift og rauðri málningu eða blóði slett á þær.
Starfsmenn Reykjavíkurborgar hirtu svínshöfuðin og
blaðsíðurnar og förguðu þeim, að viðstaddri lögreglu.
Í kjölfarið steig maður fram í fjölmiðlum og lýsti sig,
og þrjá aðra menn, ábyrga fyrir dreifingunni. Hann
var í kjölfarið kallaður í skýrslutöku. Lögregla segir nú
að ekkert hafi komið út úr rannsókn málsins og það
hafi aldrei verið sent ákærusviði lögreglunnar. Málinu
er því lokið án þess að niðurstaða fáist í það eða ein-
hver verði sóttur til saka. snaeros@frettabladid.is
VÍNARBORG Stefan Füle, stækk-
unarstjóri Evrópusambandsins,
sagði á þriðjudag á ráðstefnu í
Vínarborg að umsóknarríki að
sambandinu ættu að hraða ferlinu
að aðgöngu í sambandið. Það væri
til hagsbóta fyrir öll aðildarríki
sambandsins og til þess fallið að
koma efnahagsástandi umsóknar-
landanna á réttan kjöl, íbúum
þeirra til hagsbóta.
„Ég er ekki aðeins að tala um
aðildarviðræður sem slíkar, heldur
trúverðugar viðræður. Aðildarferl-
ið hefur jákvæð áhrif á umsóknar-
löndin meðan á viðræðum stend-
ur, ekki aðeins þegar löndin hafa
samþykkt inngöngu,“ sagði Füle á
ráðstefnu ríkja Balkanskaga sem
haldin var í Vínarborg.
Füle lét ummælin falla tveim-
ur vikum eftir kosningar til
Evrópuþingsins, kosningar þar
sem flokkar andsnúnir frekari
stækkun sambandsins unnu stór-
sigur.
Füle taldi frekari stækkun sam-
bandsins vera öflugasta tæki ESB
til að bæta efnahagsástand allra
aðildarríkja sambandsins. -sa
Umsóknarferli ríkja Balkanskaga rætt á ráðstefnu landanna í Vínarborg:
Füle vill flýta umsóknarferlinu
STEFAN FÜLE Vill hraða aðildarferli umsóknarríkja. MYND/AFP
Þann 27. nóvember dreifðu
menn svínshöfðum á þá lóð
sem Reykjavíkurborg hafði
úthlutað múslimum með
það að markmiði að van-
helga hana.
Félag múslima á Íslandi fær
loksins svar frá Reykja-
víkurborg. Moska mun
rísa í Sogamýrinni innan
skamms.
Félagar í Menningarsetri
múslima á Íslandi verða 300
talsins.
Múslimar á Íslandi sem
eru skráðir í trúfélög eru
samtals 841 þann
1. janúar 2014.
2014
Löng leið
að mosku
í Reykjavík
MÚSLIMAR Á ÍSLANDI
➜ Félag múslima
á Íslandi efnir
til hönnunarsamkeppni
um nýja mosku
í Sogamýrinni.
➜ Hönnunarsamkeppnin
miðar að því að moskan
falli að íslenskri bygging-
arlist og hæfi umhverfi
sínu.
1997
Við
vorum kannski
fjögur eða fimm
sem komum að stofnun-
inni. Svo gengu hlutirnir
mjög hratt fyrir sig
Salmann Tamimi, fyrrv. formaður Félags
múlima á Íslandi, um stofnunina.
2004
➜ Félagar í Félagi múslima
á Íslandi verða 300 talsins.
1997
➜ Félag múslima á Íslandi
stofnað.
2013
Múslimar keyptu húsnæði
í Ármúla og gerðu það
upp. Húsnæðið hefur
þjónað sem bænahús
þeirra síðan þá.
2000
Menningarsetur múslima
á Íslandi fær húsnæði
við Skógarhlíð. Fjárfestar
komu meðal annars frá
Sádi-Arabíu.
2012
Menningarsetur múslima
á Íslandi er stofnað og
fær stöðu formlegs trú-
félags. Um klofning úr
Félagi múslima á Íslandi
er að ræða. Þetta ár verð-
ur nokkur fækkun í Félagi
múslima á Íslandi sem
tengja má við stofnun
hins nýja félags.
2009
Fyrsta giftingin í söfnuðin-
um. Íslenskt par gifti sig að
múslimskum sið.
2002
Félag múslima leggur fram
umsókn sína um úthlutun
lóðar fyrir mosku. Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir var
borgarstjóri í þá tíð.
1999