Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.06.2014, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 05.06.2014, Qupperneq 18
5. júní 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTAVIÐTAL | 18 Vilhjálmur Snædal, uppgjafabóndi á Skjöldólfsstöðum í Jökul dal, er að verða sjötugur. Ekki er svo að sjá að hann sé pensjónisti kominn að fótum fram – er síkvikur og hress og veður á honum. Vilhjálm- ur er eðlilegur og verður ekki rit- skoðaður. Vert að vara lesanda við því strax, að talsmáti hans telst tæplega við hæfi í fínum teboðum. Þegar blaðamaður Fréttablaðsins falaðist eftir viðtali við Vilhjálm á Egilsstöðum á kosningadag, sagð- ist hann tortrygginn gagnvart ein- hverjum andskotans Evrópusinna að sunnan. Og setti á mikla ræðu um að það hlyti nú að vera eitt- hvað að í kolli þeirra sem héldu að Þjóðverjar og Angela Merkel ætluðu sér að gefa okkur eitthvað fyrir ekki neitt. Skjöldólfsstaðir eru fyrir miðjum Jökuldal. Þar niður kemur þjóðvegur eitt í dalinn og fyrir ofan liggur Efri-Jökuldalur. Jökuldælingar eru sérstakir og frægir fyrir að bera enga virð- ingu fyrir klukku. Þetta er engin þjóðsaga. Þegar bankað var upp á hjá Villa næsta dag, á Skjöldólfsstöðum, var klukkan orðin eitt og sól skein í heiði. Kona hans, Ásta Sigurðar- dóttir, kom til dyra og vakti bónda sinn. Hann snaraðist úr bæli sínu og fram og heilsaði útsendurum blaðsins með þessum orðum: „Nú, eruð þið þeirrar gerðar að geta ekki sofið vegna slæmrar sam- visku?“ Ég benti honum á að ég hefði knúið dyra á næsta bæ við hliðina, þar sem sonur hans Þor- steinn Snædal býr, en hann hefur nú tekið við búinu, og sagði að hann væri fyrir löngu kominn á fætur. „Hann lýgur því!“ Gullfalleg og tær bergvatnsá En, hafa ber í huga að það var sveitarstjórnarkosningasjónvarp fram undir morgun þá um nótt- ina og Vilhjálmi líkaði nú ekki alveg niðurstaðan á Austurlandi. Sjálfur skipaði hann heiðurssæti á lista sjálfstæðismanna og til stóð að fella einn bæjarfulltrúa fram- sóknarmanna, sem Vilhjálmur hefur ekki miklar mætur á nema síður sé. Það tókst ekki þó fylgi „bölvaðra“ framsóknarmann- anna hafi minnkað eitthvað. Þó hugmyndin sé að ræða við Villa á Skjöldólfsstöðum um Jöklu verður ekki hjá því komist að framsókn- armenn komi við sögu. Kárahnjúkavirkjunin var form- lega gangsett 30. nóvember árið 2007. Rúm sjö ár síðan þetta var. Þetta eru mestu umhverfisbreyt- ingar sem farið hefur verið í og Jöklu var veitt eftir göngum yfir í Fljótsdal og þar út í Lagarfljót. Spurningin er, þú hefur búið við þessa á alla þín tíð. Hvernig hefur áin breyst við þetta? „Hún breytist náttúrlega and- skoti mikið. Hún er eðlileg á vorin. Seinni part vetrar var aldrei nein leysing úr jöklinum, þá óðstu hér yfir á vaðinu út og niðri við Gauks- staði og gast gert það á venjuleg- um stígvélum hálfháum, oft þegar hún var lítil á vorin. Síðan kemur leysingin, eins og er í henni núna. Það verður lengri leysing núna af því að það er svo mikill snjór. Svo verður hún þessi tæri lækur, gull- falleg. Það er mesta breytingin, þegar jökulleysingin kemur ekki. Silfurtær bergvatnsá. Og þá segja menn, sjáðu nú til, ýmsir sem þykj- ast hafa vit á laxi, að þetta verði með fallegri laxveiðiám.“ Jökla að verða mikil laxveiðiá Þröstur Elliðason hjá Strengjum, hefur verið að vinna að seiðaslepp- ingum í Jöklu nú um nokkurra ára skeið. Þröstur er sérfróður á því sviði, hann byggði upp Rangárnar sem slíkar og hefur yfirumsjá með Breiðdalsá, jafnframt. Vilhjálmur sér fyrir sér að Jökla verði mögnuð laxveiðiá. „Hún hefur svo marga mögu- leika; mikið af flúðum og hyljum og öllum pakkanum. Gríðarlega góð segja fræðimenn eins og Guðni Guðbergsson, ótrúlega góð. Sem þeir hefðu ekki trúað fyrst. Það eru svo góð skilyrði fyrir lax í henni. Það er þessi leiðni í henni sem er 80 til 100, sem er mjög gott. Eitt- hvað sem þeir kalla svo. Kaldáin úti í Hlíðinni er 20. Jökla er miklu betri en Kaldáin og Laxá og þær ár sem koma úr Smjörsu,“ segir Vil- hjálmur. Leiðni er tengd steinefn- um í vatninu, gosefnum. Sérðu þá fyrir þér að þetta verði afburða laxveiðiá? „Jámm. Það var nú bara í fyrra sem var opnað. Það hefur veiðst heilmikið af laxi hérna allstaðar uppfrá, frá Hvanná og alla leið hér uppeftir. Í fyrra. Inn fyrir Arnórs- staði. En það var kannski ekki leit- að nóg. Hvað hann fer langt? Hvort það þurfi að gera eitthvað á leiðinni uppeftir.“ Með laxastigum? „Hvort það þurfi að laga eitthvað í einhverjum flúðum.“ Bölvaðir framsóknarmennirnir En, þá mætið þið nú andstöðu framsóknarmannanna niðrí Hlíð, eða hvað? „Við mættum því nú á sínum tíma.“ Lengi stóð mikill styr um stein- boga nokkurn, sem er neðan við bæinn Hauksstaði sem liggur neð- arlega í Dalnum, rétt ofan Jök- ulsárhlíðar. Steinbogi þessi þýðir einfaldlega að upp fyrir hann komst enginn lax. Nú hefur verið gerður stigi, eða skurður, fyrir laxinn. Þessi framkvæmd mætti mikilli andstöðu á sínum tíma. „Það var alveg ótrúlegt hvernig Verðandi stórlaxabóndi í Jökuldal Vilhjálmur Snædal á Skjöldólfsstöðum segir Jöklu vera að breytast í bestu og flottustu laxveiðiá landsins. Hann talar tæpitungulaust. Ekki er hlaupið að því að koma böndum á Jöklu, einhverja öflugustu og úfnustu jökulá sem þekkist – en það hafðist að nokkru með Kárahnjúkavirkjun. Í KAFFI Á SKJÖLDÓLFSSTÖÐUM Villi var fremur ósáttur við að vera vakinn á ókristi legum tíma en útsendarar Fréttablaðsins voru á ferð uppúr hádegi. Villa þótti ástæðulaust að hafa sig til fyrir einhverja Evrópusinnaða kóna úr borginni. MYND/STEFÁN SNÆR Jakob Bjarnar Grétarsson jakob@frettabladid.is VILLI Á SKJÖLDÓLFSSTÖÐUM Skelmislegur og það hvín í tálknunum á honum þegar svo ber undir. Bændur á Jökuldal lentu í átökum vegna steinboga sem hindraði göngu laxfisks upp Dal. Villi hefur ekki mikið álit á gáfnafari þeirra sem stóðu í vegi fyrir því að það yrði lagað. MYND/STEFÁN SNÆR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.