Fréttablaðið - 05.06.2014, Side 22

Fréttablaðið - 05.06.2014, Side 22
5. júní 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR VIÐSKIPTI | 22 Fjárfestingarsamningur á milli stjórnvalda og hollenska fyrir- tækisins Esbro um ívilnanir vegna risagróðurhússins sem rísa á nálægt Grindavík liggur fyrir. Samningurinn verður ekki undirritaður fyrr en forsvars- menn Esbro ganga endanlega frá fjármögnun verkefnisins og öðrum lausum endum. Þetta staðfestir Kristján Eysteinsson, starfsmaður Esbro og umsjónarmaður verkefnisins hér á landi. Hann segir fjármögn- un miða ágætlega og að það muni skýrast á næstu vikum hvort og þá hvenær framkvæmdir hefjist. „Það er verið að vinna í fjár- mögnun verkefnisins með aðilum sem koma að þessu sem hluthafar og með lánastofnunum og ýmsum öðrum,“ segir Kristján. Esbro leiðir fjármögnun gróður hússins. Kristján segir ekki tímabært að gefa upp hvaða fjárfestar séu þegar komnir að verkefninu. Þar sé um að ræða bæði innlenda og erlenda aðila. Áætlanir fyrirtækisins gera ráð fyrir að framkvæmdir hefjist í haust en þær áttu upphaflega að fara í gang snemma á þessu ári. „Þetta hefur tekið lengri tíma en menn ætluðu eins og gerist oft í stórum verkefnum sem þessu. Það er mín skoðun að áætlan- ir varðandi fjármögnun og und- irbúning hafi verið of brattar. Menn voru einfaldlega of bjart- sýnir á að geta klárað þetta á skemmri tíma en raun ber vitni,“ segir Kristján. Hann bendir á að önnur stór fjárfestingarverkefni í Helguvík og á Bakka við Húsa- vík hafi tekið lengri tíma en fyrstu áætlanir gerðu ráð fyrir. Hollenska fyrirtækið vill reisa tvö gróðurhús og þjónustubygg- ingu undir framleiðslu á tómöt- um til útflutnings. Byggingarnar yrðu staðsettar í Mölvík, um tíu kílómetra fyrir utan Grindavík, og samtals um 150 þúsund fer- metrar að stærð. Heildarkostn- aður verkefnisins er áætlaður um 35 til 40 milljónir evra eða um 5,4 til 6,2 milljarðar króna. Drög að samningi um kaup á 35-40 mega- vöttum af raforku við HS Orku liggja fyrir. „Það vill svo til að þetta land er mjög gott og því þarf ekki að fara í mikla jarðvinnu. Engu að síður þarf að setja allt út fyrir húsinu en það mun koma síðan í gámum og verður sett saman á staðnum, stál, ál og gler.“ Ef fjárfestingarsamningurinn verður undirritaður mun fyrir- tækið fá afslátt af ýmsum opin- berum sköttum og gjöldum og meðal annars greiða lægri fast- eignaskatt til Grindavíkur. Róbert Ragnarsson, bæjar- stjóri Grindavíkur, segir bæinn hafa gengið frá öllum skipulags- málum í mars. „Boltinn er núna hjá fyrirtæk- inu. Okkar hlutverk er að ganga frá skipulaginu og við erum í við- ræðum við ríkið, sem er landeig- andinn, um leigu eða kaup á lóð- inni undir húsið.“ haraldur@frettabladid.is Okkar hlutverk er að ganga frá skipulaginu og við erum í viðræðum við ríkið, sem er landeigandinn, um leigu eða kaup á lóðinni undir húsið. Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri Grindavíkur Samningur um ívilnanir til risagróðurhúss liggur fyrir Hollenska fyrirtækið Esbro þarf að ganga frá fjármögnun 150.000 fermetra gróðurhúss áður en samningur við stjórnvöld um ívilnanir verður undirritaður. Fjármögnun miðar ágætlega og framkvæmdir gætu hafist í haust. GRINDAVÍK Heildartekjur bæjarins vegna uppbyggingar Esbro gætu orðið um 60 milljónir króna á ári. MYND/ODDGEIR KARLSSON Þetta hefur tekið lengri tíma en menn ætluðu eins og gerist oft í stórum verkefnum sem þessu. Það er mín skoðun að áætlanir varðandi fjármögnun og undirbúning hafi verið of brattar. Menn voru einfaldlega of bjartsýnir á að geta klárað þetta á skemmri tíma en raun ber vitni. Kristján Eysteinsson, umsjónarmaður gróðurhúsaframkvæmda Esbro á Íslandi. Arnar S. Gunnarsson, öryggis- sérfræðingur hjá Nýherja, hefur hlotið tvær öryggisvottanir í tölvuhakki. Annars vegar er um að ræða vottunina Computer Hacking Forensics á vegum Hacker Uni- versity. Hins vegar Certified Eth- ical Hacker á vegum Promennt. Báðar gráðurnar eru vottaðar í gegnum fyrirtækið EC Council. Arnar segir að báðar vottan- irnar hafi gefið honum mikla við- bótarþekkingu í alhliðaöryggis- málum tölvukerfa. „Einkum var mikilvægt að fá sýn þess sem er að ráðast á tölvu- kerfi. Sú reynsla er í raun ómet- anleg í vörnum gegn tölvuþrjót- um,“ segir Arnar. - rkr Náði í tvær öryggisvottanir: Fékk vottun í tölvuhakki MIKILVÆG REYNSLA Arnar S. Gunnars- son, öryggissérfræðingur hjá Nýherja. Forsvarsmenn United Silicon hf. gera ráð fyrir að jarðvegsvinnu á lóð fyrirtækisins í Helguvík ljúki í júlímánuði og að unnt verði að hefja framkvæmdir við kísilver fyrirtækisins í beinu framhaldi. Þessa dagana er unnið á stórum vinnutækjum við að jafna út efri hluta lóðarinnar en neðri hluti hennar er nánast tilbúinn, samkvæmt fréttatilkynningu Reykjanesbæjar. Þar segir að gert sé ráð fyrir að verksmiðjan hefji starfsemi á fyrri helmingi 2016 og að fullum afköstum verði náð 2017. Kísil- verið kemur til með að nota 35 megavött af afli en raforkusölu- samningur við Landsvirkjun liggur fyrir. Um 160 manns munu vinna við uppbyggingu verksmiðjunnar en um 70 starfa þar í fyrsta áfanga árið 2016. Áætluð ársframleiðsla kísilversins er 21 þúsund tonn af kísilmálmi og 7.500 tonn af kís- ilryki. Heildarfjárfesting fyrir- tækisins hljóðar upp á 74 milljón- ir evra, eða tæplega 12 milljarða króna. Eins og komið hefur fram stefnir Thorsil ehf. einnig að framleiðslu kísilmálms í Helgu- vík. Fyrirtækið hefur fengið úthlutað lóð við hliðina á United. Thorsil tilkynnti í síðustu viku um sölusamning á nær helmingi afurða sinna til næstu átta ára. Í framhaldinu var gengið frá fjár- festingarsamningi við Reykja- nesbæ og ríkið. - hg United Silicon mun að öllum líkindum ljúka jarðvegsvinnu á lóð fyrirtækisins í Helguvík í júlímánuði: Framkvæmdir við kísilver hefjast í sumar HELGUVÍK Mörg fyrirtæki hafa óskað eftir lóð á iðnaðar- og hafnarsvæðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FERÐAÞJÓNUSTA Nærri 300 þúsund manns hafa sótt Ísland heim það sem af er ári. Fjölgunin nemur nær 70 þúsund ferðamönnum, samkvæmt nýjum tölum Ferða- málastofu. Fjöldi ferðamanna sem fóru frá landinu í maí hefur aldrei verið meiri, en héðan fóru 66.700 í mán- uðinum miðað við 55.600 í maí í fyrra. Fjöldi ferðamanna hefur nærri tvöfaldast frá árinu 2011. Fjölgun hefur einnig verið í hinum mánuðum ársins miðað við sömu mánuði í fyrra. Ferðamönnum fjölgar frá vel- flestum löndum, þó mælist ekki fjölgun á meðal Þjóðverja og Norð- manna. Bandaríkjamenn og Bret- ar eru stærsti ferðamannahópur- inn í maí líkt og í fyrra. Þeir ásamt Kanadabúum standa undir nærri helmingi allrar fjölgunar ferða- manna í maí. - sa Ferðamönnum fjölgar enn: 300 þúsund þegar komin LEIFSSTÖÐ Ferðamönnum hefur fjölg- að. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Óðalsostur hefur verið á borðum landsmanna frá árinu 1972 þegar Mjólkursamlag KEA hóf framleiðslu hans á Akureyri. Fyrirmynd hans er Jarlsberg, frægasti ostur Norðmanna. Óðalsostur er mildur með örlítinn möndlukeim og skarpa, sæta, grösuga tóna. Frábær á morgunverðarborðið, hádegishlaðborð eða bara einn og sér. www.odalsostar.is ÓÐALSOSTUR TIGNARLEGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.