Fréttablaðið - 05.06.2014, Page 36
FÓLK|TÍSKA
Letizia, krónprinsessa á Spáni, er 41 árs. Margir erlendir fjölmiðlar spyrja
sig, eftir að fréttir bárust um
afsal Spánarkonungs, hvort
Letizia verði mesta tískudrottn-
ing Evrópu. Letizia og Filip hafa
verið gift frá árinu 2004 og héldu
nýlega upp á tíu ára brúðkaups-
afmæli. Saman eiga þau tvö börn.
Letizia er vinsæl hjá ljósmyndur-
um, enda þykir hún einstaklega
smekkleg og elegant kona. Letizia
starfaði sem fréttaþulur hjá
spænsku sjónvarpsstöðinni TVE
þegar þau Filip kynntust. Áður
starfaði hún sem blaðamaður.
Það sem hefur vakið athygli
þeirra sem spá í tísku kóngafólks
er hversu oft prinsessan sést í
síðbuxum. Hún styður spænska
framleiðslu og sést gjarnan í
fötum frá Mango og Zöru. Þá
eru spænsku tískuhönnuðirnir
Felipe Varela og Lorenzo Caprile
í uppáhaldi hjá henni. Spánverjar
hafa fagnað því að hún berst ekki
mikið á og kaupir ódýr föt. Það
hefur aukið traust þjóðarinnar til
hennar í þeim efnahagsþrenging-
um sem orðið hafa á Spáni. Það
sama verður víst ekki sagt um
tengdaföður hennar sem hefur
verið sakaður um eyðslusemi og
óeðlilegt lúxuslíf.
MESTA TÍSKUDROTTNINGIN
KÓNGAFÓLKIÐ Jóhann Karl Spánarkonungur afsalaði sér krúnunni á mánudag. Arftaki hans er sonurinn Filip prins.
Eiginkona hans, Letizia, hefur ávallt vakið athygli hvar sem hún kemur og verður líklega enn meira í sviðsljósinu í framtíðinni.
FÍLIP OG LETIZIA Hjónin hafa ferðast
mikið um Spán. Hér eru þau í Palma á
Mallorca.Í MADRÍD Letizia í höllinni.
■ Klæðnaður flokkast sem „vintage“ ef hann er frá 1920 til 1960.
Eftir það er talað um „retro“.
■ Fyrsta Vogue-tímaritið kom út 17. desember
árið 1892.
■ Fyrstu gerviaugnhárin komu fram á
sjónarsviðið árið 1916. Þau voru búin til
að áeggjan Hollywood-framleiðandans
D.W. Griffith. Hann notaði þau til að
undirstrika augu leikkonu. Þau voru gerð
úr mannshári.
■ Fyrsti nútímailmvatnið kom á markað árið
1921. Það var Chanel No. 5.
■ Á 15. öld notuðu fatahönnuðir litlar dúkk-
ur til að sýna hönnun sína.
■ Fyrsti nútímabrjóstahaldarinn var fundinn upp af yfirstéttarkon-
unni Mary Phelps frá New York árið 1914.
■ Í dag eru það mestmegnis konur sem nota skartgripi. Þeir voru þó
upphaflega notaðir af kóngum og öðrum fyrirmönnum til að undir-
strika völd og gefa til kynna sigur í orrustum.
■ Rasssíðar gallabuxur, lágar í mittið, eiga rætur að rekja til fangelsa
í Los Angeles en fangar þar máttu ekki nota belti. Fyrir vikið voru þeir
með buxurnar á hælunum.
■ Regnhlífar voru upphaflega hugsaðar til að verja fólk gegn sól –
ekki regni.
■ Fjórar stærstu tískusýningar heims eru haldnar á eftirfarandi
stöðum í þessari röð; New York, London, Mílanó og París.
■ Lacoste-krókódíllinn var fyrsta lógóið sem fest var á nokkurn fatnað.
■ Coco Chanel kom „litla svarta kjólnum“ á kortið. Hann þykir algjör-
lega tímalaus og á alltaf við.
■ Elísabet I. Englandsdrottning var svo hrifin af höttum að hún skip-
aði öllum stúlkum eldri en sjö ára að vera með hatt á sunnudögum og
öðrum hátíðisdögum. Þær sem neituðu fengu sekt.
KARLAR BYRJUÐU AÐ
NOTA SKARTGRIPI
Tískan er samofin sögunni. Hér fara nokkrar
skemmtilegar tískustaðreyndir.
LANGT FRÁ ÞVÍ AÐ VERA
NÝJASTA TÍSKA Fyrstu
gerviaugnhárin komu fram á
sjónarsviðið árið 1916.
Sjá fleiri myndir á
HELGARSPRENGJA Í FLASH
áður 19.990
Nú 13.990 kr.
Sumarkjólar
30% afsl.
bolir
og mussur
á 5000 kr.