Fréttablaðið - 05.06.2014, Page 38

Fréttablaðið - 05.06.2014, Page 38
FÓLK|TÍSKA Ofurfyrirsætan Tyra Banks mun stýra nýjum spjallþætti á sjón-varpsstöð Disney ABC. Fyrsti þátturinn fer í loftið á næsta ári en fyrir- sætan skrifaði undir samning við Disney ABC á dögunum. Þátturinn mun fjalla um lífsstíl og spanna allt frá tísku og fegrunarráðum Tyru til skemmtiefnis og innanhúss- hönnunar. Þar að auki mun Tyra ausa úr reynslubrunni sínum og ráðleggja áhorfendum hvernig ná megi markmiðum sínum og nýta eigin hæfileika til fulls. „Það brennur innra með mér löngun til að hjálpa konum og veita þeim innblást- ur til að feta nýjar slóðir,“ sagði Tyra Banks í fréttatilkynningu. Hún sagðist jafnframt afar spennt fyrir nýja þættinum og hvetur konur til að „stjórna sínu eigin lífi, með heiðarleika, húmor og nýjustu trixunum, án þess að verða yfirþyrmandi eða tilgerðarlegar.“ Ferill Tyru sem fyrirsætu hófst fyrir alvöru þegar hún birtist á forsíðu tímarits- ins Sports Illustrated Swimsuit Issue árið 1996, þá tuttugu og þriggja ára, en þá hafði hún gengið tískupallana í átta ár. Tyra var einn af Victoria’s Secret-englunum frá 1997-2005 og sneri sér að síðan að leik, meðal annars í tónlistarmyndböndum, í sjónvarpi og í kvikmyndum. Hún stýrir eigin þætti, Americas Next Top Model, gaf út smáskífuna Shake ya body árið 2004 og gaf út bókina Modelland árið 2010, svo fátt eitt af afrekum hennar sé nefnt. Nú þegar býr Tyra Banks að milljónum áhangenda og er líkleg til að landa spenn- andi viðmælendum í nýja þáttinn gegnum sambönd sín í tískuheiminu. Heimild: fashionista.com TYRA BANKS MEÐ NÝJAN SPJALLÞÁTT TÍSKA Ofurfyrirsætan Tyra Banks hefur sýnt fyrir frægustu tískumerki heims, leikið í kvikmyndum og skrifað bækur. Síðustu ár hefur hún haslað sér völl sem þáttastjórnandi í sjónvarpi og nú er nýr þáttur í bígerð. OFURKONA Ofurfyrirsætan Tyra Banks mun stýra nýjum spjallþætti. NORDICPHOTOS/GETTY Suzy Menkes lofar í fyrstu grein sinni fyrir Breska Vogue að vera ekki tíkarleg í umfjöllunum sínum en Suzy flutti sig nýlega yfir á Vogue eftir áratuga farsælt starf sem tískublaðamaður á International Her- ald Tribune. Suzy gerir að umtalsefni hina ljótu hlið tískuheimsins og hvernig netvæðingin hafi opnað flóðgáttir niðrandi ummæla um útlit og klæðnað fræga fólksins. „Ef hægt er að segja eitt- hvað illkvittið í 140 bók- stöfum, er alltaf einhver tilbúinn til að kasta skít,“ segir Suzy og tekur sem dæmi þá útreið sem Nicole Kidman fékk á rauða dreglinum í Cannes. Nicole var kölluð prinsessan af Botox! „Ég legg annan skilning í það að vera tísku- gagnrýnandi,“ bætir Suzy við og segist ætla, á nýjum vinnustað, að vinna undir möntrunni „no bitching“. Líklega hefur tískuheimurinn þó ekki búist við miklu skítkasti frá Suzy. Sjötíu og eins ár er hún dáð innan tískuheimsins fyrir ljúfan persónuleika sinn og sanngjarna gagnrýni um tískusýningar og hún hefur jafnvel átt þátt í að koma ungum hönnuðum á kortið. Suzy starfaði sem blaðamaður á International Herald Tribune í 26 ár áður en hún flutti sig yfir á Vogue. EKKERT SKÍTKAST Suzy Menkes gagnrýnir ljóta hlið tískuheimsins í grein sinni fyrir Vogue. PRINSESSAN AF BOTOX Nicole Kidman á samúð Suzy Menkes eftir ljót ummæli um hana á rauða dreglinum. ENGIN TÍK Suzy Menkes lofar í fyrstu grein sinni fyrir Vogue að vera ekki illkvittin og tíkarleg í skrifum sínum. NORDIC PHOTOS/GETTY Opið virka daga kl . 11–18. Opið laugardaga k l. 10-15. Kí ki ð á m yn di r o g ve rð á F ac eb oo k Laugavegi 178 (Bolholtsmegin) | Sími 555 1516 Stærð 34 - 56 Verð 13.900 kr. Póstdreifing býður upp á fjölbreytta og örugga dreifingu á blöðum og tímaritum. Við komum sendingunni í réttar hendur. Örugglega til þín. Birtingur treystir okkur fyrir öruggri dreifingu á Séð og heyrt Póstdreifing | Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | postdreifing.is B ra nd en bu rg Við berum út sögur af frægu fólki

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.