Fréttablaðið - 05.06.2014, Síða 39

Fréttablaðið - 05.06.2014, Síða 39
Kynningarblað Hjólaferð um Jakobsstíginn, hjólað í tvídi, hjólreiðamót, hjálmurinn á réttum stað. REIÐHJÓL FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2014 &ÖRYGGI Á vormánuðum 2011 hélt Haukur Egg-ertsson í 4.000 kílómetra langan hjól-reiðatúr sem hófst í Kaupmannahöfn og endaði í Santiago de Compostela á Spáni. Haukur hjólaði frá Danmörku til Þýskalands og þaðan til Frakklands þar sem hann hjólaði hina frægu pílagrímagönguleið Jakobsstíg- inn, alla leið til Santiago. Ferðin tók 50 daga með tveimur stuttum stoppum hjá systrum Hauks og reyndist eftirminnileg. „Á þessum tímapunkti í lífi mínu stóð ég á krossgötum í tengslum við starfsferil minn og hafði þess vegna tíma til að fara í svo langa ferð. Segja má að hugmyndin hafi kviknað á fyrirlestri fáeinum árum fyrr hjá Íslenska fjallahjóla- klúbbnum þar sem Jón Björnsson fjallaði um hjólreiðaferð sína eftir Jakobsstígnum. Fyrir- lesturinn kveikti í mér og nokkrum árum síðar hélt ég í stóru ferðina.“ Flestir sem labba eða hjóla Jakobsstíg hefja för sína í Frakklandi eða á Spáni en Haukur flaug til Kaupmannahafnar og hóf ferðalagið þar. „Ferðlagið hófst því á Sjálandi en þaðan tók ég ferju yfir til Jótlands þar sem ég heim- sótti systur mína í Horsens. Þaðan hjólaði ég Herveginn svokallaða eftir endilöngu Jót- landi suður til Þýskalands. Danmörk býður upp á mjög gott hjólastígakerfi og raunar má segja það sama um Þýskaland. Þar er líka mestöll hraðari bílaumferð á hraðbrautum þannig að ég gat hjólað tiltölulega óáreittur um sveitavegina.“ Á undan áætlun Þegar til Þýskalands var komið lá leiðin suður til Breisach sem liggur við landamæri Þýskalands og Frakklands. Áður hafði hann þó heimsótt aðra systur sína sem er búsett í grennd við Karlsruhe þar sem hluti fjöl- skyldu Hauks hittist um páskana. Frá Þýskalandi hjólaði Haukur yfir til Frakklands gegnum héraðið Elsass sem er í austurhluta landsins. „Frá Elsass hjólaði ég yfir í héraðið Lothringen en ég reyndi að hjóla sem mest á þýskum málsvæðum enda tala ég bara stakt orð í frönsku. Leiðin lá svo til bæjarins Le Puy í suðurhluta Frakklands, sem er vinsæll byrjunarstaður þeirra píla- gríma sem ætla að ganga eða hjóla Jakobs- stíginn. Ég hjólaði þaðan á misvel merktum leiðum uns ég kom til Saint Jean Pied de Port, sem er Frakklandsmegin við Pýreneafjöllin en þar hefja líka margir gönguna til Santiago. Þaðan fylgdi ég að mestu gönguleiðinni á leiðarenda.“ Þegar Haukur var kominn til Santiago var hann þremur dögum á undan áætlun. „Þegar maður leggur í svona ferð gerir maður ráð fyrir veikindum, meiðslum eða bilun- um. Allt gekk þó eins og í sögu þannig að ég hjólaði aðeins lengra til sjávar, til Finisterre, og þaðan aftur til Santiago þar sem ferðinni lauk loks eftir 50 hjóladaga.“ Á þeim rúmlega einum og hálfa mán- uði sem Haukur hjólaði gegnum fjögur lönd gisti hann ýmist í tjaldi eða á einföldum gistiheimilum. „Ég var nánast einn á ferð- inni hjólandi frá Danmörku til Frakklands þar sem ég varð meira var við göngu- og hjól- reiðafólk. Svo verður sprenging við Saint Jean Pied de Port og sífellt fjölgaði ferðalöng- um á leiðinni til Santiago.“ Mikil samkennd Ferðalagið var mjög eftirminnilegt að sögn Hauks. „Ég hjólaði á mörgum skemmtilegum hjólaleiðum, til dæmis í Baskalandi og í Gal- isíu á Spáni þar sem voru endalausir stígar í skógum og hæðum. Reyndar verð ég að segja að ég mundi aldrei nenna að labba þessa leið þar sem það eru kaflar á leiðinni þar sem ekkert er að sjá.“ Mikill fjöldi fer Jakobsstíginn á hverju ári og kynntist Haukur mörgu fólki frá ýmsum löndum. „Það er merkilegur kúltúr í kring- um þessa leið og það myndast mikil sam- kennd á meðal fólks. Þegar komið er á leiðar- enda fær maður viðurkenningarskjal sem er ákveðinn endapunktur. Af því að ferðin er löng verður hún sjálf aðalatriðið, ekki enda- stöðin í Santiago. Það stendur einhvern veg- inn engin endastöð undir slíku ferðalagi því það er of stórt og dásamlegt til að enda stöðin toppi það.“ Ferðin sjálf skiptir mestu máli Fyrir þremur árum fór Haukur Eggertsson í 50 daga hjólaferð um fjögur lönd. Aðalmarkmið hennar var að hjóla pílagrímagönguleiðina frægu um Jakobsstíginn í Frakklandi og á Spáni. Ferðin hófst í Danmörku og þaðan hjólaði Haukur suður í gegnum Þýskaland. Haukur tók aukakrók til Heimsenda (Finisterre). Meðal annarra pílagríma í Baskalandi, Spáni. Dómkirkjan í Santiago, Spáni. Haukur við leifar þorps sem fór undir lón í Galisíu á Spáni. Í grenndinni voru skemmtilegar hjólaleiðir. MYNDIR/ÚR EINKASAFNI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.