Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.06.2014, Qupperneq 44

Fréttablaðið - 05.06.2014, Qupperneq 44
FÓLK|TÍSKA Hinn klassíski barmur gullára Holly-wood virðist aftur hafa hlotið náð fyrir augum tískuspekúlanta. Í það minnsta ef marka má júníútgáfu tímaritsins Vogue en forsíðuna prýðir hin fagra og ítur- vaxna fyrirsæta og leikkona Kate Upton. Upton klæðist þar bikinítoppi úr smiðju Dolce & Gabbana sem hefur yfir sér blæ sjötta áratugarins. Í grein á vefsíðu hins breska Vogue er undirfatamerkinu Victoria’s Secret þökkuð endurkoma brjóstanna enda séu tískusýn- ingar fyrirtækisins orðnar að menningarfyrir- bæri með hjálp hinna undursamlegu „Engla“. Til dæmis eru fyrirsætur á borð við Adriönu Lima, Doutzen Kroes og Miröndu Kerr mun íþróttamannslegar vaxnar og með stærri brjóst en tískufyrirsætur hafa verið hingað til. Meira að segja tískuhönnuðir virðast farnir að kveikja á perunni en allt frá tíunda áratugn- um hafa þeir einblínt á fyrirsætur með drengjalegan vöxt. Sem dæmi gengu þær Laetitia Casta, Bar Refaeli, Catherine McNeil og Karolina Kurkova allar tískupallanna hjá Louis Vuitton fyrir ekki löngu, en áður hefði barmurinn gert þær óhæfar til starfans. Samkvæmt umboðsmanni fyrirsætna hjá IMG er umræðan um fjölbreytileika fyrirsætna mjög ríkjandi um þessar mundir og æ fleiri kjósa fyrirsætur sem eru mismunandi að stærð og lögun. Þá eru tískuhönnuð- ir orðnir opnari fyrir því en áður að breyta prufu- fatnaði til þess að hann passi fyrirsætum sem ekki falla inn í normið. Brjóstamiklar konur eru einnig áberandi í ýmsum sjónvarpsþáttum nú um stundir. Þar má nefna Sofiu Vergara í Modern Family og Christinu Hendricks í Mad Men. JÚNÍHEFTI VOGUE Hin brjóstgóða Kate Upton prýðir forsíðu Vogue í júní. BRJÓSTIN HLJÓTA HLJÓMGRUNN TÍSKA Sléttar bringur hafa lengi verið allsráðandi á tískupöllunum. Nú virðist hilla undir örlitla breytingu í viðhorfi tískuhönnuða til íturvaxinna kvenna. Til marks um það er forsíða tímaritsins Vogue í júní sem skartar hinni barmmiklu Kate Upton. CHRISTINA HENDRICKS Mad Men-leikkonan vekur hvarvetna athygli fyrir glæsileik. SOFIA VERGARA Leikkonan er ekki hrædd við að sýna barminn. LARA STONE Hollenska fyrirsætan er á lista yfir launahæstu fyrirsæturnar. KATE UPTON Barmur Kate hefði fyrir nokkrum árum komið í veg fyrir frama hennar innan tískubransans. Hún er vinsæl fyrirsæta í dag.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.