Fréttablaðið - 05.06.2014, Blaðsíða 54
5. júní 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING | 38
Friðrika
Benónýsdóttir
fridrikab@frettabladid.is
„Þetta er performans í hljóði og
dansi. Dansi flugsins og hug-
myndanna eða hugmyndaflugsins
kannski,“ segir Ragnheiður Harpa
Leifsdóttir um verk sitt Flugrák-
ir, lokaverk Listahátíðar sem sýnt
verður klukkan 17.45 á morgun.
„Svo er þetta samtal milli flugvél-
anna, kórsins og áhorfenda.“
Verkið tekst á loft, í bókstaflegri
merkingu, yfir Kollafirði. Tvær
listflugvélar teikna form innblásið
af bylgjum guðseindarinnar, sem
er einnig þekkt sem Higgs-eind-
in. Samtímis mun Kvennakórinn
Katla túlka ferðalag flugvélanna
og verður þeim söng útvarpað beint
á Rás 1. „Í rauninni er hugmynd-
in að baki verkinu sú að að kalla
fram hvernig guðseindin hljóm-
ar,“ segir Ragnheiður. „Ég rakst á
umfjöllun um bylgjur guðseindar-
innar í einhverju vísindatímariti
og þá varð þessi mynd til í höfðinu
á mér. Þetta er flæðandi og femín-
ískt form, engar beinar línur bara
kúptar bylgjur.“
Flugvélunum tveimur er stýrt
af þrautreyndum flugmönnum og
það gleður Ragnheiði sérstaklega
að annar þeirra er Björn Thors
sem smíðaði vélina sem hann flýg-
ur sjálfur. „Björn er sjálflærður
flugvélasmiður sem er kominn á
eftirlaun og það er einstakt að fá
hann með okkur í þetta verkefni,“
segir hún. „Hinn flugmaðurinn er
Kristján Þór Kristjánsson og þeir
eru báðir algjörir fluglistamenn
sem hefur verið ótrúlega gaman
að vinna með.“
Söngurinn er mikilvægur þáttur
í verkinu og um hann sér Kvenna-
kórinn Katla sem stjórnað er af
Hildigunni Einarsdóttur og Lilju
Dögg Gunnarsdóttur. Ragnheið-
ur segir sönghluta verksins hafa
sprottið upp úr hugmyndinni um
að syngja heiminn til sín. „Ég var
mikið að skoða hvernig fólk sér
heiminn og túlkar hann og rakst
þá á sögur um frumbyggja Ástr-
alíu sem hafa kortlagt álfuna sína
með sönglínum sem fólk gengur
eftir og syngur heiminn til sín.
Bak við þá hugmyndafræði liggur
sú kenning að ekkert sé í rauninni
til fyrr en það er sungið. Að það
sem við skynjum sé ekki raunveru-
legt fyrr en við getum sett það í
orð. Þannig að kórinn í rauninni
syngur línurnar sem flugvélarnar
teikna á himininn, túlkar ferðalag
þeirra og syngur heiminn til sín.“
Sýningin hefst klukkan 17.45 á
morgun og áhorfendum er bent á
að safnast saman við Sólfarið á
Sæbrautinni.
„Hægt verður að njóta verksins
víða á höfuðborgarsvæðinu en við
mælum með því að njóta þess við
Sæbrautina og alls ekki gleyma að
stilla vasadiskóin eða snjallsímana
á RÁS 1,“ segir Ragnheiður. „Það
er algjörlega nauðsynlegur þáttur
í upplifuninni.“
Hvernig hljómar guðseindin?
Lokaverk Listahátíðar verður sýnt á morgun. Það nefnist Flugrákir og höfundurinn er Ragnheiður Harpa
Leifsdóttir. Flytjendur eru tvær listfl ugvélar og Kvennakórinn Katla. Verkinu verður útvarpað beint á RÁS 1.
FLUGKEMPA Björn Thors flýgur flugvél sem hann smíðaði sjálfur.
RAGNHEIÐUR HARPA „Ég rakst á umfjöllun um bylgjur guðseindarinnar í einhverju vísindatímariti og þá varð þessi mynd til í höfðinu á mér.“ FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Uppfærsla Leikfélags Akureyr-
ar á Gullna hliðinu eftir Davíð
Stefánsson mun koma sem gesta-
sýning í Borgarleikhúsið í haust.
Sýningin vakti mikla athygli
norðan heiða síðasta vetur og
fékk mikið lof gagnrýnenda.
Egill Heiðar Anton Pálsson
leikstýrir verkinu og aðalhlut-
verkið, hlutverk kerlingarinnar,
er í höndum Maríu Pálsdóttur
en með hlutverk Jóns bónda fer
Hannes Óli Ágústsson. Hljóm-
sveitin Eva, skipuð þeim Sig-
ríði Eir Zophoníasardóttur og
Jóhönnu Völu Höskuldsdóttur,
samdi nýja tónlist við verkið og
tekur virkan þátt í sýningunni.
Gullna hliðið
í Borgar-
leikhúsinu
GULLNA HLIÐIÐ Sýningin hlaut mikla
athygli og lof á fjölunum fyrir norðan.
Land fyrir stafni! nefnist ný sýn-
ing á fágætum Íslandskortum
sem opnuð verður á Minjasafninu
á Akureyri í dag klukkan 17. Sýn-
ingin samanstendur af einstökum
landakortum frá 1547-1808.
Landakortin eru 76 talsins frá
Ítalíu, Hollandi, Englandi, Frakk-
landi, Tékklandi, Austurríska
keisaraveldinu og Þýskalandi.
Í kvöld verður einnig opnuð ljós-
myndasýningin Með augum for-
tíðar – Akureyri ljósmynduð með
tækni 19. aldar. Hörður Geirsson
hefur undanfarin ár lært aðferðir
þær sem notaðar voru við ljós-
myndun á 19. öld á svokallaðar
votplötur. Á sýningunni gefur að
líta myndir sem Hörður hefur
tekið af stundarkornum víða um
Akureyri.
Landakort og
ljósmyndir
MEÐ AUGUM FORTÍÐAR Ein mynda
Harðar Geirssonar á sýningunni.
Hin árvissa djasssumartónleika-
röð veitingahússins Jómfrúar-
innar við Lækjargötu hefst á
laugardaginn. Þetta er nítjánda
árið sem Jakob Jakobsson, veit-
ingamaður á Jómfrúnni, býður
þeim sem heyra vilja upp á
ókeypis sumarskemmtun. Eins
og undanfarin ár er dagskrár-
gerð og kynning í höndum Sig-
urðar Flosasonar. Tónleikar
verða alla laugardaga í júní, júlí
og ágúst.
Á fyrstu tónleikum sumars-
ins leikur Fley tríó; tríó píanó-
leikarans Egils B. Hreinssonar.
Auk hans skipa tríóið þeir Gunnar
Hrafnsson á kontrabassa og Kjart-
an Guðnason á trommur. Tveir
góðir gestir koma fram á tón-
leikunum, saxófónleikarinn Jóel
Pálsson og sonur Egils, söngvar-
inn Högni Egilsson, þekktur úr
hljómsveitunum Hjaltalín og Gus
Gus. Fleyið kemur við bæði á sjó
og landi og flytur nokkur lög úr
amerísku söngbókinni og sígrænar
perlur úr frjóum jarðvegi djassins.
Tónleikarnir fara fram utandyra
á Jómfrúartorginu. Þeir hefjast
klukkan 15 og standa til klukkan
17. Aðgangur er ókeypis.
- fsb
Fley ýtir sumardjassi úr höfn á Jómfrúnni
Jómfrúin býður upp á ókeypis djasstónleika á laugardögum, nítjánda sumarið í röð.
➜ Eins og undanfar-
in ár er dagskrárgerð
og kynning í höndum
Sigurðar Flosasonar.
Tónleikar verða alla
laugardaga í júní, júlí
og ágúst. BYRJA SUMARIÐ Fley tríó leikur á fyrstu tónleikum sumarsins á Jómfrúnni.
MENNING