Fréttablaðið - 05.06.2014, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 05.06.2014, Blaðsíða 56
5. júní 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING | 40 Sýningin heitir Saga og leikhópur- inn, sem heitir Wakka Wakka Pro- ductions, er frá New York og Nor- egi,“ segir Andrea Ösp Karlsdóttir, einn meðlimur leikhópsins sem sýnir brúðuleikhús sýningu fyrir fullorðna í Kassa Þjóðleikhússins í kvöld og annað kvöld. „Sýningin var frumsýnd í New York síðasta haust og hlaut Drama Desk-verð- launin þar. Síðan erum við búin að túra um allan Noreg og erum loks komin hingað til Íslands á Listahá- tíð.“ Í Sögu flytja þrjátíu brúð- ur, allt frá tíu sentimetrum til þriggja metra á hæð, Íslendinga- sögu úr nútímanum: Sögu Gunn- ars Oddmundssonar sem lenti illa í efnahagshruninu árið 2008 og dreymir um réttlæti. „Sagan ger- ist á Íslandi fyrir og eftir hrun,“ útskýrir Andrea. „Hún er samt ekki pólitísk ádeila á það sem gerð- ist heldur nútíma víkingasaga um hann Gunnar og fjölskyldu hans sem lendir í alls kyns hremming- um.“ Sýningin er alls ekki við hæfi barna, var bönnuð innan sextán ára í New York, en Andrea gengur út frá því að Íslendingar séu frjáls- lyndari en Bandaríkjamenn. „Það er ein löng og gróf kynlífssena sem fór fyrir brjóstið á Banda- ríkjamönnum en í Noregi kom fólk með unglinga alveg niður í tólf ára til að sjá hana, það er bara á ábyrgð foreldranna. Ég myndi hins vegar telja að hún væri við hæfi fólks frá fjórtán ára aldri.“ Handritið var samið í hópvinnu út frá hugmynd tveggja meðlima hópsins og Andrea segir að hug- myndin um íslenska efniviðinn sé alls ekki frá henni komin. „Við vorum sex manns í rannsóknar- vinnu á eyju í Noregi í nokkrar vikur við vinnslu handritsins. Horfðum á heimildarmyndir og sjónvarpsþætti, lásum allt frá Egilssögu til nútímabókmennta um hrunið og síðan auðvitað heilt tonn af fréttum frá þessum tíma. Charlotte Böving tók líka viðtöl við marga Íslendinga sem lentu illa í hruninu og við horfð- um á þau viðtöl, skrifuðum þau upp og bjuggum síðan til þennan eina karakter upp úr öllum þess- um gögnum. Hann á sér sem sagt ekki neina eina fyrir mynd en það munu allir Íslendingar kannast við ýmislegt í sögu hans.“ Sýningarnar á Íslandi verða aðeins þessar tvær en síðan held- ur hópurinn aftur til Noregs þar sem Saga verður sýnd á alþjóð- legri leiklistarhátíð. „Svo er búið að bjóða okkur til Slóveníu og Kró atíu í september,“ segir Andrea. „Og síðan eigum við boð um að koma til Englands og Skot- lands á næsta ári. Ýmislegt annað er í spilunum sem ekki er búið að negla niður en það er allavega ljóst að dagar Sögu eru engan veg- inn taldir.“ fridrikab@frettabladid.is Allir Íslendingar kannast við söguna Wakka Wakka-leikhópurinn sýnir brúðusýninguna Sögu í Kassanum í kvöld og annað kvöld. Sýningin er eingöngu fyrir fullorðna og var bönnuð innan 16 ára í New York. Efnið er alíslenskt; nútíma víkingasaga úr hruninu. WAKKA WAKKA Brúðurnar í sýningunni eru allt frá nokkrum sentimetrum á hæð upp í þrjá metra. ANDREA ÖSP „Ekki pólitísk ádeila á það sem gerðist heldur nútíma víkingasaga.“ FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARINÓ ORKA SEM ENDIST FUJITSU GÆÐARAFHLÖÐUR Fujitsu alkaline rafhlöðurnar eru öflugar, endast vel og eru auðvitað á góðu verði. Skútuvogi 1c · 104 Reykjavík · Sími 550 8500 · Fax 550 8510 · vv@vv.is · www.vv.is Fást í fjölda verslana um land allt. Dreifing á Íslandi: Sumarsýning Listasafnsins á Akureyri verður opnuð laugar- daginn 7. júní klukkan 15 og ber hún yfirskriftina Íslensk samtíð- arportrett – mannlýsingar á 21. öld. Á sýningunni gefur að líta hvernig 70 listamenn hafa glímt við hugmyndina um portrett frá síðustu aldamótum til dagsins í dag. Á þessari sýningu birtist áhorfendum samtíðarsýn 70 lista- manna sem hafa tekist á við hug- myndina í víðum skilningi og í áhugaverðu samspili ólíkra birt- ingarmynda fást svör. Þetta er í fyrsta sinn sem sett er upp sýning þar sem eingöngu íslensk portrettverk 21. aldarinn- ar eru til sýnis. Hópurinn er fjöl- breyttur og á meðal listamanna sem eiga verk á sýningunni má nefna Erró, Ragnar Kjartans- son, Kristínu Gunnlaugsdóttur, Hallgrím Helgason, Steinunni Þórarinsdóttur, Hugleik Dags- son, Aðalheiði S. Eysteinsdóttur, Baltasar Samper og Ólöfu Nor- dal. Af athyglisverðum verkum sem verða frumsýnd má nefna mynd af Vigdísi Finnbogadóttur eftir Stephen Lárus Stephen og skúlptúr af Sigurði Nordal eftir Gunnar Karlsson. Sýningin stendur til 17. ágúst og er opin alla daga nema mánu- daga frá klukkan 10 til 17. Aðgangur er ókeypis. - fsb Íslensk samtíðar- portrett á Akureyri Sjötíu listamenn eiga myndir á sumarsýningu Lista- safnsins á Akureyri sem opnuð verður á laugardaginn. ÍSLENSK SAMTÍÐARPORTRETT Meðal þeirra sem eiga verk á sýningunni er Ragnar Kjartansson. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.