Fréttablaðið - 05.06.2014, Blaðsíða 58
5. júní 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING | 42
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
FIMMTUDAGUR 05. JÚNÍ 2014
Leiklist
19.30 SAGA er frábær brúðuleiksýning fyrir fullorðna sem enginn ætti að láta fram
hjá sér fara. Hún verður sýnd í Kassanum í Þjóðleikhúsinu í kvöld sem partur af
Listahátíð. Sýningin var sýnd Off-Broadway í New York í fyrra þar sem hún hlaut
hin þekktu Drama Desk-verðlaun. Hún hefur nú þegar einnig verið sýnd um allan
Noreg og stefnt er á fjölda annarra landa á næstunni enda hefur okkur þegar verið
boðið með hana til Slóveníu, Króatíu, Englands og Skotlands.
Fræðsla
13.00 Í dag klukkan 13.00 til 16.00 í Odda 101. Ísland, Evrópusambandið og lofts-
lagsbreytingar. Opinn fundur á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og
Evrópustofu í samstarfi við Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands. Á þessu
málþingi verður fjallað um stefnu Evrópusambandsins í loftslagsmálum og hvernig
hún hefur áhrif á Íslandi í gegnum EES-samninginn. Stendur sambandið sig nægi-
lega vel í baráttunni gegn hlýnun jarðar? Á Íslandi er losun gróðurhúsalofttegunda
á hvern íbúa með því mesta sem gerist í heiminum. Hvað eru íslensk stjórnvöld að
gera til að draga úr þessari losun? Hvaða tækifæri eru til nýsköpunar í viðskipta-
geiranum á Íslandi? Þarf að breyta viðhorfum hérlendis?
Sýningar
16.00 Önnur sýningaropnun sumarsins verður nú í dag klukkan 16.00 en þá verður
opnuð ný grunnsýning Árbæjarsafns sem ber nafnið NEYZLAN REYKJAVÍK Á 20.
ÖLD. Sumarstarf Árbæjarsafns er nú hafið og verður safnið opið alla daga í sumar
frá klukkan 10 til 17.
16.00 Í dag klukkan 16.00 verður opnuð sýning um franska landkönnuðinn Yves
Joseph de Kerguelen í Landsbókasafni Íslands Háskólabókasafni. Á sýningunni
er rakin saga fyrsta vísindaleiðangurs Frakka til Íslands. Sá leiðangur er talinn
marka upphaf vináttu Frakka og Íslendinga. Sýningin rekur ferðir Yves Joseph de
Kerguelen til Íslands 1767 og 1768.
17.00 Fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði er opið lengur í Listasafni Íslands og
fimmtudagsbarinn er opinn auk þess sem listamaður eða hópur listamanna sýnir
vídeóverk í samstarfi við vídeólistahátíðina 700IS Hreindýraland. Að þessu sinnu
mun listamaðurinn Ásdís Sif Gunnarsdóttir sýna verkið Surrounded by the purest
Blue, I welcome you. Sýningin hefst klukkan 17 og verður „happy hour“ á barnum
til klukkan 19.
17.00 Þórdís Erla Zoëga opnar sýninguna Party in space á The Coocoo’s Nest í dag.
Myndirnar sem hún sýnir eru unnar með vatnslitum, bleki og penna og einnig sýnir
hún klippimyndir. Á sýningunni er gleðin við völd en litagleði og rýmispælingar ein-
kenna myndirnar.
17.00 Í dag klukkan 17.00 verður opnuð sýning á verkum Borghildar Óskars-
dóttur myndlistarmanns í Artóteki. Sýningin nefnist ÞRÁÐUR Á LANDI og er á
1. hæð Borgarbókasafns Reykjavíkur, Tryggvagötu 15. Á opnuninni mun Hlynur
Helgason, lektor í listfræði við Háskóla Íslands, segja frá sýningunni og list Borg-
hildar. Sýningin er á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík.
17.30 Flugrákir, Lokaverk Listahátíðar, og ver-
öldin var sungin fram. Flugrákir, nýtt verk eftir
Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur verður lokaverk
Listahátíðar Reykjavíkur 2014. Verkið verður
flutt í dag klukkan 17.30. Áhorfendum er
bent á að safnast saman við Sólfarið á
Sæbrautinni.
Tónlist
19.30 Kammertónlistarhátíðin Podium
festival fer fram í Reykjavík dagana 5. til 8.
júní, í Norræna húsinu, Hörpu og á Kexi hosteli.
Tónlistarfólkið kemur að þessu sinni frá Austur-
ríki, Þýskalandi, Noregi og Íslandi. Hátíðartónskáld
í ár er Halldór Smárason en hann er nýútskrifaður frá
Manhattan School of Music. Nýtt verk úr smiðju hans verður frumflutt á opnunar-
tónleikum hátíðarinnar í Noræna húsinu í kvöld klukkan 19.30.
20.00 Einfarar í Kaldalóni Hörpu í kvöld klukkan 20.00. Fram koma: Mixophrygian,
M Band, Ljósvaki, EinarIndra. Frítt inn.
22.00 Magnús Einarsson heldur tónleika á Ob-La-Dí-Ob-La-Da,Frakkastíg 8. Í kvöld
klukkan 22.00.
23.00 Tónleikar klukkan 23.00 á Gauknum í kvöld. Þar koma fram hljómsveit-
irnar Casio Fatso, Caterpillarman og MC Bjór og Bland.
Leiðsögn
20.00 Í sumar verður boðið upp á menningargöngur með leiðsögn um svæðið
umhverfis miðbæ Hafnarfjarðar öll fimmtudagskvöld klukkan 20. Gengið er frá
Hafnarborg eða Pakkhúsi Byggðasafns Hafnarfjarðar. Hver ganga tekur um klukku-
stund, þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. Fyrsta gangan verður farin í kvöld, en
þá mun Sigurður Hallgrímsson fyrrverandi hafnsögumaður leiða gesti um svæði
Hafnarfjarðarhafnar og segja frá uppbyggingu og sögu hafnarinnar. Gangan hefst
klukkan 20 við Pakkhús Byggðasafnsins.
Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is
og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is.
*
Vegna framkvæmda eru farþegar
hvattir til að mæta tímanlega
MÆTTU FYRR
Í FRÍIÐ
Vegna endurbóta við farangursflokkunarkerfið í Flugstöð Leifs Eiríks-
sonar má búast við miklu álagi við innritun til 1. júlí. Um leið og við
biðjumst velvirðingar á óþægindunum hvetjum við farþega til að
mæta tímanlega í flugstöðina fyrir brottför. Innritun í morgunflug
hefst nú kl. 4.30.
Mætum snemma og
styttum biðraðirnar.
Góða ferð!
Mættu fyrir klukkan 5.00 á völlinn
og fáðu afslátt af langtímastæðum
KEF Parking við flugstöðina
Gildir til 15. júní