Fréttablaðið - 05.06.2014, Síða 62

Fréttablaðið - 05.06.2014, Síða 62
5. júní 2014 FIMMTUDAGUR| MENNINGBÍÓ | 46 Hafðu samband og láttu sérfræðinga okkar aðstoða þig Hringhellu 2 221 Hafnarfjörður Hrísmýri 8 800 Selfoss Malarhöfða 10 110 Reykjavík Berghólabraut 9 230 Reykjanesbær Sími 4 400 400 www.steypustodin.is Steypustöðin býður upp á mikið úrval af fallegum hellum og mynstursteypu fyrir heimili, garða, göngustíga og bílaplön. 20 YFIR TEGUNDIR AF HELLUM Allar hellur Steypustöðvarinnar eru framleiddar samkvæmt viðurkenndum stöðlum. Disney-myndin Male- ficent fjallar um illu nornina Maleficent sem lagði þau álög á Þyrnirós að áður en sólin gengi til viðar á sextán ára afmæl- isdegi hennar myndi hún stinga sig á snældu og deyja. Í sögunni sem flestir þekkja er því hald- ið fram að ástæðan fyrir þessu illvirki nornarinn- ar sé að hún hafi móðg- ast þegar henni var ekki boðið að vera við skírn Þyrnirósar. Í þessari mynd kemur hins vegar í ljós að Maleficent hafði aðrar og veigameiri ástæður fyrir gjörðum sínum. Talið er að myndin verði einn af sumar- smellum þessa árs en þetta er fyrsta mynd Angelinu Jolie í fjögur ár; síðast lék hún í kvikmyndinni The Tourist árið 2010. Angelina hafði mikinn áhuga á að leika í myndinni strax frá byrjun, þar sem hún ólst upp við að horfa á Disney-myndir, sérstak- lega Þyrnirós frá árinu 1959. „Maleficent hefur verið í uppáhaldi hjá mér síðan ég var lítil stúlka. Ég var dauð- hrædd við hana en ég dróst líka að henni. Mig langaði að vita meira um hana. Hún bar með sér þokka og fágun en hún var líka grimm á yndislegan og magnaðan hátt,“ segir Angelina. Hún vildi einnig leika í myndinni fyrir börnin sín en dóttir hennar og Brads Pitt, Vivienne Jolie-Pitt, leikur unga Þyrnirós í myndinni. Angelina leikur ekki aðeins í myndinni heldur var með puttana í ýmsum málum, þar á meðal búningum og förðun sem var inn- blásin af söngkonunni Lady Gaga. Þá valdi hún söngkonuna Lönu Del Rey til að syngja titillag myndarinnar, Once Upon a Dream, en lagið kom út í lok janúar á þessu ári. Auk Angelinu fara Elle Fanning, Sharlto Copley, Lesley Manville, Brenton Thwaites, Sam Riley og Imelda Staunton með aðalhlut- verkin en leikstjóri er Robert Stromberg. liljakatrin@frettabladid.is BÍÓFRÉTTIR Evrópustofa og Bíó Paradís efna til Evrópskrar kvikmyndahátíðar í þessum mánuði sem lýkur 10. júní. Hátíðin ferðast um landið en myndirnar sem sýndar verða eru danska myndin Antboy, íslenska verð- launamyndin Málmhaus og belgíska myndin Broken Circle Breakdown. Hátíðin hefur verið haldin í tvígang í Reykjavík og á Akureyri og hefur vakið talsverða athygli. Í ár hefur blaðamaður frá breska dag- blaðinu The Guardian slegist í för með hátíðarhöldurum og fjallar um hana í sínum miðli. Enginn aðgangseyrir er á hátíðina en Antboy er sýnd klukkan 16.00, Málmhaus klukkan 18.00 og Broken Circle Breakdown klukkan 20.00. Hér fyrir neðan er dagskrá hátíðarinnar: 5. júní Blönduós 6. júní Húsavík 7. júní Vopnafjörður– sýningar hefjast fyrr, eða klukkan 13.00, 15.00 og 17.00 Sun. 8. júní Djúpivogur Mán. 9. júní Vík Þri. 10. júní Flúðir EVRÓPSK KVIKMYNDAHÁTÍÐ Ferðast um landið Á FERÐ UM LANDIÐ Málmhaus er sýnd á kvikmyndahátíðinni. Leikarinn Mark Wahlberg er 43 ára í dag Helstu myndir: Boogie Nights, Prisoners, The Fighter, Ted, 2 Guns AFMÆLISBARN DAGSINS The Fault in Our Stars, drama AÐAHLUTVERK: Shailene Woodley og Ansel Elgort 8,6/10 69/100 90/100 FRUMSÝNING Leikkonan Lupita Nyong’o hreppti hlutverk í nýju Star Wars-myndinni, Star Wars: Episode VII, í leik- stjórn J.J. Abrams. Óljóst er hvaða persónu hún leikur í myndinni. Tökur standa nú yfir og verður nýja Star Wars-myndin frumsýnd í desember á næsta ári. LUPITA Í STAR WARS Kvikmyndin París norðursins í leik- stjórn Hafsteins Gunnars Sigurðs- sonar verður sýnd á alþjóðlegu Karlovy Vary-kvikmynda- hátíðinni í Prag sem hefst þann 4. júlí og stendur til 12. júlí. Tökum á París norðurs- ins lauk í fyrra og fóru þær aðallega fram á Flateyri. PARÍS NORÐURSINS Í PRAG Alls hafa rúmlega 28 þúsund manns séð íslensku kvikmyndina Vonar- stræti eftir leikstjórann Baldvin Z. Vonarstræti hafði halað inn rúmlega 5,6 milljónir um síðustu helgi og skákar þar með stórmyndum á borð við A Million Ways to Die in the West, X-Men: Days of Future Past, Edge of Tomorrow og Godzilla. 28 ÞÚSUND MANNS Maleficent fór beint á toppinn í Bandaríkjunum um frumsýningarhelgina og þénaði 69,4 milljónir dollara, tæpa átta milljarða króna. Er þetta stærsta frumsýningarhelgi Angelinu Jolie til þessa sem og þriðja stærsta frumsýningarhelgi leikkonu í sögunni. Þá þénaði myndin 100,6 milljónir dollara, tæpan ellefu og hálfan milljarð króna, í 47 löndum fyrir utan Bandaríkin um frumsýningarhelgina. Það er þriðja stærsta frumsýningarhelgin í Evrópu á þessu ári og stærsta frumsýningarhelgi Angelinu á alþjóðamarkaði. ➜ Stærsta frumsýningarhelgi leikkonunnar Fyrsta mynd Angelinu í 4 ár Disney-myndin Malefi cent var frumsýnd á Íslandi í gær og búist er við því að hún verði einn af sumar- smellum þessa árs. Leikkonan Angelina Jolie er í aðalhlutverki en þetta er hennar fyrsta mynd í fj ögur ár. Maleficent hefur verið í uppáhaldi hjá mér síðan ég var lítil stúlka. Ég var dauðhrædd við hana en ég dróst líka að henni. Angelina Jolie 7,5/10 55/100 50/100

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.