Fréttablaðið - 05.06.2014, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 05.06.2014, Blaðsíða 74
5. júní 2014 FIMMTUDAGUR| SPORT | 58 FÓTBOLTI Hækkandi miðaverð hefur gert það að verkum að sífellt er verið að stofna ný fótboltafélög fyrir hinn almenna stuðningsmann. Þessi félög eru yfirleitt í eigu stuðnings- mannanna í baráttu við áhrif kapít- alismans á fótbolta. Áhrif eigenda liðanna eru orðin ógnvægileg og geta þeir eftir geð- þótta tekið ákvarðanir um breyting- ar á heildinni sem sögufræg íþrótta- lið mynda. Nýlegt dæmi er hegðun Vincents Tan, eiganda Cardiff, sem breytti merki og einkennislitum liðsins úr bláu í rautt þrátt fyrir óánægju stuðningsmanna. Fimm deildir á níu árum Hugmyndin um að fótbolti sé íþrótt verkamannsins er sífellt að fjar- lægjast og eru leikvellir þess í stað að fyllast af VIP-stúkum. Stuðn- ingsmenn hafa í sumum löndum tekið til sinna ráða og ættu margir stuðningsmenn Manchester United að kannast við FC United – stofnað í andstöðu við núverandi eigendur félagsins, Glazer-fjölskylduna, og spilar klúbburinn í hinum uppruna- legu litum United, gulum og græn- um. Þá hafa einnig verið stofnaðir minni klúbbar út frá stærra félagi, ætlaðir til þess að leikmenn sem fá ekki tækifæri geti haldið áfram að spila saman fótbolta. Það þarf ekki að fara langt til þess að sjá dæmi um slíkt. Knattspyrnufélag Vesturbæjar, KV, var stofnað fyrir tíu árum en er að leika í fyrsta sinn í fyrstu deild. Aðeins einni deild fyrir neðan KR sem þeir leigja völl af og eru í góðu samstarfi við. Einnig eru til þau félög sem eru stofnuð í ljósi þess að félaginu var einfaldlega kippt úr sambandi. Þeir sem hafa fylgst með enska boltan- um í lengri tíma muna eflaust eftir klúbbnum Wimbledon sem Her- mann Hreiðarsson lék með í eitt tímabil. Félagið var stofnað 1889 en árið 2004 var félagið fært til Milton Keynes þar sem Milton Keynes Dons var stofnað. Í þeirra tilviki voru afrek Wimbledon einfald- lega þurrkuð út, þar á meðal sigur í enska bikarnum vorið 1988. Í því tilviki ákváðu stuðningsmenn Wimbledon að stofna nýtt félag, Wimble- don AFC og halda stuðningi sínum við það. Félagið hefur náð að vinna sig upp um fimm deildir á níu árum og situr nú í fjórðu deild enska fótboltans. Ekki einsdæmi Saga Wimbledon AFC er ekki eins- dæmi um félög sem voru stofnuð í ljósi ákvarðana eigenda. SV Austria Salzburg var stofnað árið 1933 með sameiningu tveggja liða og varð eina liðið í héraðinu. Lengi vel var árangurinn slakur og vannst fyrsti meistaratitillinn ekki fyrr en árið 1994, sama ár og liðið tapaði í úrslitum Evrópubikars- ins. Því fylgdu tveir meistaratitlar á næstkomandi þremur tímabilum, gullaldartímabili SV Austria Salz- burg. En Adam var ekki lengi í para- dís. Árið 2005 keypti orkudrykkja- fyrirtækið Red Bull félagið og voru miklar breytingar fram undan á félaginu sem íbúar Salzburg þekktu. Red Bull tilkynnti að breyt- inga væri að vænta. Nýjar treyj- ur, nýjar stuttbuxur, nýtt nafn, ný stjórn og nýtt þjálfaralið. Red Bull lagði áherslu á að hér væri verið að stofna lið með enga sögu á bak við sig. Forráðamenn Red Bull gengu jafnvel svo langt að skrifa það í sögu félagsins áður en austurríska knatt- spyrnusambandið skipaði þeim að bæta inn í fyrri sögu félagsins. Keyptu einfaldlega félagið Við stofnun félagsins var fyrrver- andi einkennislitur þess, fjólublár, tekinn úr öllu sem tengdist félaginu. Í stað þess að gera litlar breytingar breyttu þeir grunnstoðum félagsins. Þetta er hluti af markaðsherferð Red Bull þegar kemur að íþrótt- um. Í stað þess að auglýsa framan á búningum líkt og Coca Cola gerir er hugmynd fyrirtækisins að kaupa einfaldlega félagið og gera orku- drykkinn að einkennismerki þess. Er það auðsjáanlegt á leikvelli Red Bull Salzburg þar sem auglýs- ing orkudrykksins er það eina sem augun sjá. Undir nýjum merkjum hefur nýtt gullaldartímabil hafist í Salzburg. Á aðeins níu árum hefur félagið unnið deildina fimm sinnum og tvisvar unnið bikarkeppnina. Þá vann liðið stórsigur á Ajax í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í ár, samanlagt 6-1. Ekki verður Red Bull sakað um að ná ekki árangri eftir að hafa keypt félagið. Aðgerðir stuðningsmanna Að fordæmi klúbba líkt og AFC Wimbledon og FC United ákváðu stuðningsmenn Salzburg að stofna nýtt félag. Félagið var stofnað nokkrum mánuðum eftir myndun Red Bull Salzburg og var einkennis- merki liðsins augljóst. Liðið var skírt SV Austria Salzburg og einkennislitur þess fjólublár. Liðið byrjaði í kjallara austurrísku deildarkeppninnar, í sjöundu deild, og spilaði sinn fyrsta leik árið 2006. Í deild þar sem örfáir mættu á leiki var nýtt félag komið í myndina sem spil- aði á litlum velli sem tekur aðeins 1600 manns, en alltaf var uppselt. Óhætt er að segja að árangurinn hafi verið vonum framar. Liðið vann sig upp um fjórar deildir á fjórum árum og tapaði aðeins sjö leikjum á þeim tíma. Liðið situr í efsta sæti Regio- nalliga West, þriðju efstu deildar, eftir að hafa farið taplaust í gegn- um fyrstu 28 leiki tímabilsins. Liðið er nú í umspili um sæti í B-deild- inni og gæti ævintýrið verið að taka algjörleg nýja stefnu. Aðeins átta árum frá stofnun gæti félagið komist upp um fimmtu deildina á átta árum, upp í B-deild, og hafið atlögu að deildinni sem þeir þekktu á árum áður, sjálfri úrvalsdeildinni. Þar mun liðið svo berjast við gamlan vin, nú óvin, Red Bull Salzburg. kristinnpall@365.is Upprisa hjá liði fólksins í Salzburg Þegar orkudrykkjaframleiðandinn Red Bull keypti austurríska félagið Austria Salzburg og þurrkaði út sögu liðsins ofb auð mörgum stuðningsmönnum liðsins. Þeir fylgdu fordæmi liða á borð við FC United og og AFC Wimbledon og stofnuðu sitt eigið lið. ENGAN ORKUDRYKK Stuðningsmenn Austria Salzburg vildu styðja sitt lið. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY MEISTARAR Red Bull Salzburg stal liðinu þeirra og er nú besta liðið í landinu FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY STUÐNINGUR Fólkið elskar nýja félagið enda er það félagið þeirra. MYND/AUSTRIA SALZBURGMARK Uppgangur félagsins hefur verið merkilega hraður MYND/AUSTRIA SALZBURG HANDBOLTI „Við ákváðum að snúa bökum saman og reyna að búa til flott lið fyrir fólk- ið hérna,“ segir Hlynur Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Akureyrar handboltafélags í samtali við Fréttablaðið. Akureyringar hafa heldur betur látið til sín taka á félagaskiptamarkaðnum í sumar. Þeir voru búnir að klófesta Sverre Jakobs- son sem spilandi þjálfara og nú síðast í fyrradaga sömdu við liðið tveir silfurdreng- ir til viðbótar; Ingimundur Ingimundarson og markvörðurinn Hreiðar Levy Guðmunds- son. Peking-vörnin mætt til leiks fyrir norð- an. „Við vorum búnir að vinna lengi í Sverre en þetta með hina tvo er nýdottið inn á borð. Við vissum alltaf af Hreiðari en það var ekkert öruggt að hann kæm- ist heim. Það leystist svo fyrir örfáum dögum og Diddi dett- ur inn í þetta því þeir eru miklir félagar og vilja spila saman,“ segir Hlynur og fagnar því að loksins hafi hlutirnir aðeins fallið með landsbyggðarliði í leikmanna- málum. „Þetta datt svolítið fyrir okkur. Það er alltaf mjög erfitt að fá menn út á land. Svo halda þeir oft að það að spila úti á landi sé ávísun á ein- hverja gullkistu. Menn vilja oft fá miklu meira þegar þeir fara út á land,“ segir Hlynur. Eitthvað hlýtur þetta þó að kosta. „Það er dýrt að vera með lélegt lið,“ svarar framkvæmdastjórinn um hæl. „Það er miklu dýrara en að vera með gott lið. Þú þarft alltaf að standa undir ákveðnum kostnaði sama hversu gott liðið er. Þó gott lið sé aðeins dýrara þá færðu fleiri áhorfendur og meiri tekjur ef þú kemst lengra á Íslandsmótinu og þegar vel gengur vilja áhorfendur og stuðningsaðilar taka þátt í fjörinu,“ segir Hlynur. Akureyri endaði í sjötta sæti annað tíma- bilið í röð eftir að hafa komist í undanúrslit árið áður og lokaúrslitin 2011. „Við viljum vera með í toppbaráttunni en ekki berjast á botninum. Vonandi bætum við bara fleiri leikmönnum við. Við erum að vinna í liðinu okkar sem stendur,“ segir Hlynur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Akureyrar handboltafélags. - tom Peking-vörnin stendur vaktina á Akureyri næsta vetur Það er ekkert mikið ódýrara að vera með lélegt lið, segir framkvæmdastjóri Akureyrar, sem hefur fengið góðan liðsstyrk. HM stöðin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.