Fréttablaðið - 26.06.2014, Síða 2

Fréttablaðið - 26.06.2014, Síða 2
26. júní 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 SPURNING DAGSINS Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400 Opið laugardaga til kl. 16 Niðurfellanleg hliðarborð 3 brennarar úr ryðfríu stáli STJÓRNSÝSLA Ástæða þess að hin tíu ára gamla Harriet Cardew fær ekki endurnýjað vegabréf má rekja til breytinga á verklagi Þjóðskrár Íslands. Þetta segir Sólveig Guðmunds- dóttir, sviðsstjóri Þjóðskrársviðs hjá Þjóðskrá Íslands. Foreldrum Harrietar var í fyrra- dag tilkynnt af Þjóðskrá að hún fengi ekki endurnýjað vegabréf vegna þess að nafn hennar væri ekki samþykkt af mannanafna- nefnd. Þeir segja ákvörðunina ekki standast lög og að börnum þeirra sé mismunað. Tvö börn þeirra eru fædd erlendis og eru þar með gilt nafn en tvö önnur eru fædd hér á landi. Mannanafnanefnd hefur ekki samþykkt nöfn þeirra, Harriet og Duncan, sem fædd eru hér á landi og bera þau nöfnin Stúlka og Dreng- ur Cardew í Þjóðskrá. „Árið 2010 sameinuðust Þjóð- skrá og Fasteignaskrá ríkisins. Við þá sameiningu fórum við yfir alla verkferla, bæði í sambandi við vegabréfaútgáfu og mannanöfn. Í kjölfar þeirrar skoðunar sáum við að lögin eru afar skýr í þessum efnum og skerptum á verklagi í samræmi við lög. Fyrir þann tíma höfðu verið gefin út vegabréf, and- stætt lögum,“ segir Sólveig. Stofn- unin sé aðeins að vinna eftir þeim lögum sem henni eru sett. Þjóðskrá eigi ekki að gera neitt annað en fara eftir þeim lögum og reglum sem um hana gilda. „Ég get ekki tjáð mig um einstök málefni sem koma inn á okkar borð en lagabókstafur- inn er nokkuð skýr. Í honum segir að við getum einungis útgefið per- sónuskilríki og vegabréf til þeirra sem hafa gilt eiginnafn eða milli- nafn. Ef mannanafnanefnd hefur ekki samþykkt einhver ákveðin nöfn þá er í sjálfu sér ekkert sem við hjá Þjóðskrá getum gert. Við breytum ekki lögum, við förum aðeins eftir þeim.“ Þegar hún er spurð að því hvort lagabókstafurinn sé ekki úreltur og barn síns tíma segist hún ekki vilja leggja mat á það. „Aðalat- riðið er það að við förum að þeim lögum sem okkur er skylt að fara eftir. Frá okkar bæjardyrum séð snýst þetta aðeins um það. Ég get svo ekki fyrir mitt leyti lagt mat á hvort lögin séu orðin úrelt, enda er það ekki mitt að skera úr um það,“ segir Sólveig. sveinn@frettabladid.is Vegabréf voru gefin út án lagaheimildar Gefin voru út vegabréf af Þjóðskrá andstætt gildandi lögum. Árið 2010 var farið yfir verkferla varðandi útgáfu persónuskilríkja og vegabréfa og kom í ljós að ein- staklingar höfðu fengið vegabréf án þess að lagaheimild væri fyrir útgáfunni. Óttarr Proppé, þingmaður Bjartrar framtíðar, lagði á síðasta þingi fram frumvarp um breytingu á lögum um manna- nafnanefnd. Breytingin byggðist á því að mannanafnanefnd hætti að gefa út lista með samþykktum nöfnum. „Íslendingar eiga foreldra af mismunandi uppruna. Frum- varpið var til þess gert að koma til móts við þann raunveru- leika sem við búum við. Mér finnst þetta tiltekna mál sýna fram á mikilvægi þess að lögunum sé breytt. Auðvitað er hægt að breyta lögunum á annan hátt en frumvarpið gerði ráð fyrir. Þetta var hins vegar hreinlegasta útfærslan á breytingunum. Við fundum einnig fyrir miklum jákvæðum viðbrögðum við frumvarpinu bæði innan sem utan þings,“ segir Óttarr. SEGIR MIKILVÆGT AÐ BREYTA LÖGUNUM HYGGJAST KÆRA ÚRSKURÐINN Foreldrar Harrietar munu í dag leggja fram kæru til innanríkisráðuneytisins vegna úrskurðar Þjóðskrár. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL NÍGERÍA Hryðjuverkasamtökin Boko Haram eru talin bera ábyrgð á sprengjuárás í Abuja, höfuðborg Nígeríu, í gær. Sprengjan sprakk við verslunarmiðstöð og heyrðist sprengingin í margra kílómetra fjarlægð. Lögreglan í Nígeríu segir minnst 21 látinn og 17 særða eftir árásina. Boko Haram hafa undanfarna mánuði fremur beitt sér að árásum í austurhluta Nígeríu, nokkur hundruð kílómetra frá Abuja. - ih Minnst 21 látinn eftir hryðjuverkaárás í höfuðborg Nígeríu: Boko Haram sprengdu í Abuja SPRENGJUÁRÁS Minnst 21 er látinn eftir sprengjuárás fyrir utan verslunarmiðstöð í Abuja, höfuðborg Nígeríu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Kristín, er rafmagnað andrúmsloft í Eyjafirði? „Já, við erum alltaf í stuði.“ Kristín Halldórsdóttir er mjólkurbússtjóri MS á Akureyri. Fyrirtækið hefur þurft að keyra steinolíutanka til að framleiða vörur því framboð á raforku í Eyjafirði er ekki nægjanlega mikið. UMHVERFISMÁL Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, óttast ekki að hátt verðlag innan ferðaþjónustunnar hafi áhrif á komu erlendra ferðamanna hingað til lands. Hún segir það vera neytenda en ekki ríkisins að sýna ferðaþjónustufyrirtækjum aðhald. „Það er ekkert sem hið opin- bera getur gert eða í raun á að gera. Ég held að fæst okkar myndu vilja hafa verðlagsráð ríkisins til að gefa út gjaldskrár hvort sem það er í ferðaþjónustu eða öðrum atvinnugreinum,“ segir Ragnheiður. - jme Ekki áhrif á fjölda ferðalanga: Ríkið getur ekkert aðhafst STJÓRNMÁL Árlegur fundur Nor- rænu ráðherranefndarinnar um fiskveiðar og fiskeldi, landbúnað, matvæli og skógrækt stendur nú yfir á Selfossi. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra, stýrir fundinum. Meðal þess sem er til umfjöllunar eru loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á frumframleiðslugreinar og hvernig lífhagkerfin svo sem í sjávarútvegi og landbúnaði geta brugðist við þeim og hagnýtt sér þær. Þá verða rædd vandamál vegna lyfjaónæmra baktería og deilur um síld og makríl. - jme Norrænir ráðherrar á fundi: Ræða deilur um síld og makríl STJÓRNSÝSLA Ríkisendurskoðun segir að ekki hafi verið rétt staðið að úthlutun 205 milljóna sem for- sætisráðherra veitti í styrki í fyrra. Styrkirnir hafi ekki verið auglýst- ir og fjárheimildir frá Alþingi hafi vantað. Um er að ræða fé sem tekið var af tveimur safnliðum í fjárlögum og forsætisráðherra veitti til 24 verk- efna í desember. „Samkvæmt til- kynningu Alþingis frá árinu 2011 skal ekki úthluta styrkjum af safnlið- um til verkefna sem falla undir slíka sjóði,“ segir Ríkisendurskoðun sem segir þetta eiga við um flest verk- efnin. Meðhöndlun forsætisráðu- neytisins á þessum fjárlagaliðum sé „ruglingsleg og villandi og ekki til þess fallin að auðvelda þingheimi að átta sig á stöðu mála“. Ríkisendurskoðun segir að eftir að ráðherranefnd um atvinnumál hafi lagst af hafi forsætisráðuneytið ekki getað ráðstafað 175 milljónum sem heyrðu undir þann lið nema með heimild frá Alþingi. Í svari ráðuneyt- isins til Ríkisendurskoðunar segir að þótt ráðherranefndar um atvinnumál sé getið í athugasemdum við fjár- lagaliðinn sé ekki hægt að líta svo á að liðurinn hafi „verið eyrnamerktur nefndinni með bindandi hætti“. Forsætisráðuneytið svarar Ríkis- endurskoðun fullum hálsi í tilkynn- ingu og hafnar því að ekki hafi verið staðið rétt að málum. „Úttektin stað- festir að forsætisráðuneytið fór að lögum við úthlutun styrkja bæði í tíð fyrri ríkisstjórnar, þegar ráð- herranefnd um atvinnumál var starf- andi, og þegar eftirstöðvum þeirrar fjárheimildar sem ráðherranefndin hafði áður haft aðkomu að var úthlut- að í desember 2013,“ segir í athuga- semdum ráðuneytisins. - gar / jme Ríkisendurskoðun segir forsætisráðherra hafa veitt styrki án heimildar: Segist hafa farið að lögum SIGMUNDUR DAVÍÐ GUNNLAUGSSON Veitti 24 styrki til minjaverndar án þess að auglýsa eftir umsækjendum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL SPÁNN Dómsmál yfir Kristínu Spánarprinsessu mun halda áfram fyrir spænskum dómstólum. Kristín er systir Felipes Spánarkonungs sem krýndur var í síðustu viku. Breska blaðið The Guardian greinir frá. Málið kemur sér afar illa fyrir hinn nýja konung sem lofaði við krýninguna að hafa heiðarleika og gegnsæi að leiðarljósi í nýju starfi. Dómsmálið er talið ein af ástæðunum fyrir því að Juan Carlos afsalaði sér völdum sem konungur Spánar eftir tæplega fjörutíu ára valdasetu. Spænskir saksóknarar eru einnig á eftir eiginmanni Kristínar, fyrrverandi handbolta- kappanum Iñaki Urdangarin. Hjónin eru grun- uð um skjalafals, fjárdrátt og peningaþvætti. Urdangarin rak góðgerðarsamtökin Nóos sem sáu um ráðgjöf auk þess að skipuleggja íþróttaviðburði og ráðstefnur. Hjónin eru grunuð um að hafa notað sam- tökin og sambönd sín gegnum konungsfjöl- skylduna til að tryggja samninga við opinbera aðila og ofrukka fyrir þjónustu. Urdangarin og samverkamaður hans, Diego Torres, eiga svo að hafa komið fé þaðan til einkarekinna fyrir- tækja og í skattaskjól. Lögfræðingar hjónanna neita sök og segja þau ekki hafa brotið lög. -ih Systir Spánarkonungs og eiginmaður hennar eru grunuð um peningaþvætti, fjárdrátt og skjalafals: Kristín Spánarprinsessa fyrir dómstóla KONUNGUR Í VANDA Dómsmálið kemur sér afar illa fyrir spænsku konungsfjölskylduna og Felipe Spánarkon- ung. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.