Fréttablaðið - 26.06.2014, Page 6

Fréttablaðið - 26.06.2014, Page 6
26. júní 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 FJARSKIPTI Áframhald á dreifingu dagskrár RÚV um gervihnött er í uppnámi, en fjárveiting til verk- efnisins liggur ekki fyrir. Dreif- ing útvarps- og sjónvarpsdag- skrár til sjómanna, strjálbýlla svæða og þeirra sem nýta útsend- ingarnar erlendis fellur því niður að óbreyttu um mánaðamótin. Eyj ólfur Valdi mars son , yf ir- maður tækni mála hjá RÚV, stað- festir að ekkert sé í hendi ennþá um hvort útsendingunum verður fram haldið, en þær falla niður strax í næsta mánuði eftir því sem næst verður komist. Spurður um hversu margir not- endur reiði sig á þessa þjónustu segir Eyjólfur það óljóst. „En það er flotinn, sumarhúsaeigendur og jaðarbyggðir sem eru helstu notendurnir,“ segir Eyjólfur og staðfestir að engin önnur tækni sé raunhæf í staðinn sem tryggi útsendingarnar til þeirra þúsunda sem hafa nýtt sér þær. Kostnaðurinn við útsending- arnar mun vera allt að 70 millj- ónir en það fæst ekki staðfest nákvæmlega. Samkvæmt heimild- um Fréttablaðsins er hins vegar um árlegt hark að ræða að fjár- magna verkefnið, en atvinnuvega- nefnd Alþingis fundar sérstaklega um málið í dag. Til marks um vandræðin við fjármögnunina hefur Fréttablað- ið heimildir fyrir því að RÚV hafi farið þess á leit við LÍÚ að sam- bandið keypti þessa þjónustu að hluta. Var þar um verulega upp- hæð að ræða, eða 10 til 15 milljón- ir króna á ári. LÍÚ vísaði erindinu frá sér með því fororði að málið hlyti að vera á könnu ríkisins og dreifing á efni félli undir lögbund- ið hlutverk RÚV. Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, segir fundinn kallaðan saman ti l að skýra málið, en alls óljóst sé hver nið- urstaðan verður, enda sé ekki gert ráð fyrir verk- efninu á fjárlög- um. Til fundar- ins eru kallaðir fulltrúar RÚV, ráðuneyta og hagsmunaaðila. Spurður hvort lausn geti falist í að færa verkefnið frá ráðuneytinu og aftur til fjarskiptasjóðs segir Gunnar að þar sé ekki fjármagn til að mæta slíku. Verkefnið var fært frá sjóðnum vegna fjárskorts á sínum tíma, er skilningur Gunnars sem játar því að verkefnið sé mikil- vægt fyrir allstóran hóp fólks. svavar@frettabladid.is ÓVISSA Fjármögn- un gervihnatta- útsendinga er ekki á bókum RÚV heldur er það menntamálaráðu- neytið sem fóstrar verkefnið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Óvissa um áframhaldandi útsendingar um gervihnött Sjómenn, fólk í jaðarbyggðum, sumarhúsaeigendur og Íslendingar erlendis gætu orðið án útsendinga á dagskrá RÚV um mánaðamótin. Ríkið þarf að finna allt að 70 milljónir. RÚV leitaði til LÍÚ um kaup á þjónustunni. Útsendingar um gervihnött hófust veturinn 2007 og voru upphaflega á könnu fjarskiptasjóðs, sem stofnaður var tveimur árum fyrr og voru honum lagðir til 2,5 milljarðar af söluandvirði Landssíma Íslands. Var honum ætlað að standa straum af verkefnum innan fjarskiptaáætlunar, og útsendingar um gervihnött var eitt þeirra. Árið 2010 var verkefnið fært til menntamálaráðuneytisins og svo er enn. Í minnisblaði fjarskiptasjóðs frá 2009 segir að leysa verði verkefnið fljótt enda falli útsendingarnar niður muni það „… valda mikilli óánægju hjá þeim sem fjárfest hafa í búnaði og nýta sér þjónustuna, svo sem sjómönnum og íbúum á svæðum þar sem sjónvarpsskilyrði eru óviðunandi.“ Útsendingar um gervihnött hófust 2007 ÚKRAÍNA, AP Barack Obama Bandaríkjaforseti íhugar að beita Rússa harðari efnahagsþvingun- um vegna stöðunnar í Úkraínu. Þvinganirnar myndu hafa áhrif á mikinn hluta rússnesks efna- hagslífs. Leiðtogar Evrópuríkja eru taldir tregari til efnahags- þvingana nú því þeir segja Vlad- ímír Pútín, forseta Rússlands, hafa tekið skref í átt til friðar. Pútín lagði í gær frumvarp fyrir rússneska þingið um að heimild hersins til að grípa til hernaðaraðgerða í Úkraínu verði dregin til baka. Utanríkisráðherrar NATO- ríkja funduðu í Brussel í gær. Þar sagði Anders Fogh Rasmussen, aðalritari NATO: „Rússar þurfa að beita sér fyrir friði í Úkraínu og hætta stuðningi við uppreisn- armenn.“ Rasmussen bætti við að NATO hygðist senda Úkraínumönnum fé svo hægt yrði að styrkja varn- ir landsins. - ih NATO ætlar að senda Úkraínumönnum fé til að styrkja varnir landsins : Íhuga þvinganir gegn Rússum FUNDAÐ Í BRUSSEL Anders Fogh Rasmussen vill að Rússar hætti stuðn- ingi við uppreisnarmenn í Úkraínu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VIÐSKIPTI Iðnaðar- og viðskipta- ráðherra Kína, Zhang Mao, sem einnig fer með neytendamál, heim- sótti Ísland nýlega og átti fund með Hönnu Birnu Kristjánsdóttur inn- anríkisráðherra. Ræddu þau ýmsar hliðar neyt- endamála, lagaumhverfi, neyt- endavernd og tækifæri sem liggja í auknum viðskiptum ríkjanna. Kínverski ráðherrann kynnti meðal annars atvinnurekendum og fleirum stefnu og störf Kína á sviði neytendaverndar. - jme Ræddu aukin samskipti: Kínverskur ráð- herra í heimsókn 1. Hvað heitir íslenska stúlkan sem fær ekki vegabréf vegna nafns síns? 2. Hver er nýr formaður Velferðar- vaktarinnar? 3. Hver er seðlabankastjóri CCP? SVÖR: 1. Harriet. 2. Siv Friðleifsdóttir. 3. Eyjólfur Guðmundsson. BANDARÍKIN Landsframleiðsla Bandaríkjanna skrapp saman um 2,9 prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Samdrátturinn hefur ekki verið meiri frá árinu 2009. BBC greinir frá. Mestu munaði um að útgjöld til heilbrigðismála og útflutningur drógust saman. Stjórnvöld gera þó ráð fyrir að merki séu um að hagvöxtur taki við sér á ársfjórðungnum sem nú er að ljúka. - ih Hagkerfi BNA dregst saman: Mesti samdrátt- ur síðan 2009 ÍRAK Núrí al-Maliki, forsætis- ráðherra Íraks, hafnar kröfum Bandaríkjanna og fleiri þjóða um að komið verði á þjóðstjórn í Írak. Maliki segir enga ástæðu til að deila völdum þrátt fyrir sókn skæruliða í Írak. Kúrdar í norðurhluta Íraks hafa einnig tekið hugmyndum um þjóðstjórn fálega. Viðbrögð Íraka eru talin vera til merkis um þverrandi áhrif Bandaríkjanna í Mið-Austurlönd- um. BBC greinir frá. - ih Þverrandi áhrif BNA í Írak: Maliki vill ekki sjá þjóðstjórn ANDAR KÖLDU Maliki hafnaði tillögu Johns Kerry og Bandaríkjanna um þjóð- stjórn í Írak. FRÉTTABLAÐIÐ/AP JÓN GUNNARS- SON VEISTU SVARIÐ? Afríkusól frá Rúanda. Dökkir Afríkuskuggar eru mjúkir og yndislegir í þessu kaffi. Hentar í allar gerðir uppáhellingar. kaffitar.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.