Fréttablaðið - 26.06.2014, Qupperneq 18
26. júní 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR NEYTENDUR | 18
Verstu kaup Agnesar Björg-
vinsdóttur, söngkonu hljóm-
sveitanna Þoku og Harmónía-
Sjarmónía, er sérsaumaður
kjóll sem hún fékk á ferðalagi
sínu í Asíu.
„Kjóllinn átti að vera
einhvers konar hátísku-
flík með skikkju en
í staðinn varð þetta
eins og grímubún-
ingur,“ útskýrir Agnes.
„Þarna var ég búin að
vera í margar vikur
á bakpokaferðalagi
með vinkonum
mínum um alla
Asíu. Ég fattaði samt
ekki að kjóllinn væri
hrikalegur fyrr en ég
kom heim og mátaði
hann í réttu samhengi, sem sagt ekki
við sandala.“
Bestu kaupin eru aftur á móti
hinn ástkæri iPhone. „Því miður,
eins ömurlegt og það nú er.
Hann fór beint á krítarkortið
og hefur þjónað mér vel.
Ég get til dæmis átt í
samskiptum við kærast-
ann sem er í útlöndum.
Svo er ég bara svo
mikill neytandi.“ - ssb
NEYTANDINN Agnes Björgvinsdóttir
Sérsaumaður kjóll verstu kaupin
AGNES BJÖRGVINS-
DÓTTIR Það reynd-
ust vond kaup að láta
sérsauma á sig kjól
á bakpokaferðalagi
í Asíu.
Ákveðið hefur verið að innkalla
Jeep Grand Cherokee-bifreiðar
frá árunum 2002 til 2003 vegna
þess að loftpúði í þeim gæti
sprungið skyndilega.
Neytendastofa vekur athygli
á þessari innköllum á heimasíðu
sinni. Ekkert bílaumboð hér á
landi er með umboð fyrir þessar
tilteknu bifreiðar. Eigendur bif-
reiða af þessari tegund eru aftur
á móti beðnir um að hafa sam-
band við Bíljöfur til þess að fá
nánari upplýsingar.
Það er Rapex, eftirlitsstjórn-
vald ESB og EES, sem stendur
fyrir innkölluninni. - ssb
Loftpúðarnir gætu sprungið:
Innkalla jeppa
vegna loftpúða
Einstaklingur sem tekur 2.500
krónur fyrir þrif á klukkustund
er að fá greitt undir lágmarks-
launum í landinu fyrir vinnu
sína. Þetta kemur fram á heima-
síðu Starfsgreinasambandsins.
Í grein sem Drífa Snædal,
framkvæmdastýra sambandsins,
skrifar kemur fram að ef þrifin
eru gefin upp séu laun einstak-
lings á klukkustund einungis
rúmar 1.600 krónur. Drífa segist
í greininni hafa tilfinningu fyrir
því að hér á landi þrífist svartur
markaður þar sem hlægilega lág
laun eru greidd ræstingafólki.
- ssb
Segir svarta vinnu ólöglega:
2.500 fyrir þrif
undir lágmarki
Það er ekki hægt að
gefa vottun svo framleið-
andi haldi henni til
eilífðar. Það þarf að vera
endurtekin skoðun og
endurtekið eftirlit eins og
er í lífrænum búskap.
Ólafur Dýrmundsson, ráðunautur
Hágæða flísalím og fúga
Neytendur athugið! Múrbúðin selur al lar vörur s ínar á lágmarksverði fyr ir a l la , a l l taf . Gerið verð- og gæðasamanburð!
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Weber.tec 822 Rakakvoða
8 kg kr. 7.995
24 kg kr. 20.990
Weber.xerm.
850 BlueCom-
fort C2TE
kr. 2.890
Weber.xerm.
BlueComfort
852 C2TE S1
kr. 4.090
Reykjavík Kletthálsi 7. Opið má-fö kl. 8-18, laug. 10-16
Reykjanesbær Fuglavík 18. Opið má-fö kl. 9-12 & 13-18
Látið fagmenn vinna verkin!
Weber.xerm.
BlueComfort
CE /TE S1
Xtra Flex
kr. 5.390
Weber.Fug 870
Fúga 1-6 mm
CG1 5 kg
kr. 1.790
Weber.Fug 880
Silicone
EC.1. plus
310 ml.
kr. 1.290
DEITERMANN
TECHNOLOGY INSIDE
„Það er villandi fyrir neytendur
að tala um vistvænan landbúnað.
Neytendur rugla saman vistvænu
og lífrænu og það er grundvallar-
munur þarna á,“ segir Jóhannes
Gunnarsson, formaður Neytenda-
samtakanna.
Vottunin Vistvæn
landbúnaðarafurð
sem nokkrir mat-
vælaframleið-
endur nota hefur
enga raunverulega
þýðingu lengur. Um
er að ræða vottun sem
komið var á fót með reglugerð um
vistvænan landbúnað árið 1998
en ekkert eftirlit hefur verið með
henni um langa hríð.
„Því miður er mér kunnugt um
að einhverjir framleiðendur, sér-
staklega í græn-
meti, hafa verið
að nota þetta
merki án þess
að hafa feng-
ið viðurkenn-
ingu. Þetta er
ekki í lagi og
ekki eins og við
hjá Bændasam-
tökunum viljum
hafa þetta,“
segir dr. Ólafur
Dýrmundsson,
ráðunautur í líf-
rænni ræktun
hjá Bændasam-
tökum Íslands.
„Eftirlitið
með þessu er í
molum,“ segir
Ólafur. „Þetta er
því miður mun-
aðarlaust kerfi.
Það er ekki hægt
að gefa vottun
svo framleiðandi
haldi henni til
eilífðar. Það þarf
að vera endur-
tekin skoðun og
endurtekið eftir-
lit eins og er í líf-
rænum búskap.“
Reglugerðin
kveður meðal
annars á um að
ekki megi nota meira en 180 kg
af köfnunarefni á hvern hektara
við ræktun grænmetis. „Þetta er
í grófum dráttum bara venjuleg-
ur landbúnaður og ekkert annað,“
segir Stefán Gíslason umhverfis-
stjórnunarfræðingur.
„Þarna var eiginlega stolið
orðinu vistvænt vil ég meina, það
hefur enga sérstaka umhverfis-
skírskotun. Þetta er bara spurning
um gæðastjórnun sem ég held að
sé ekki mjög vel fylgt eftir.“ Hann
segir að kröfur reglugerðarinnar
snúi fyrst og fremst að því sem
fólk telji almennt til sjálfsagðra
landbúnaðarhátta, svo sem að
bændur haldi skýrslur um aðföng.
Stefán segir jafnframt að merk-
ingin vistvænt geti reynst villandi
fyrir neytendur. „Að einhverju
leyti tengir neytandinn þetta við
grænt og umhverfisvænt. Ef það
er rétt hjá mér er þetta hálfgerður
grænþvottur. Það fær fólk til að
halda að varan sé næstum því líf-
ræn sem hvetur fólk til að kaupa
þetta.“
Undir þetta tekur Jóhannes
Gunnarsson, formaður Neytenda-
samtakanna. „Við höfum alltaf
verið á móti þessari stimplun.
Stundum er þetta kallaður gæða-
stýrður landbúnaður en að mínu
mati eiga þetta bara að vera lág-
markskröfur um venjulegan land-
búnað.“ snaeros@frettabladid.is
Vistvæn vottun án
eftirlits og villandi
Vottunin Vistvæn landbúnaðarafurð sem matvælaframleiðendur merkja vörur
sínar með er villandi að mati formanns Neytendasamtakanna. Ekkert eftirlit er
með vottuninni og dæmi um að framleiðendur án vottunar noti merkinguna.
HANAR Á BEIT Þessir hanar virðast hafa það gott í Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi.
Ekki er víst að aðbúnaðurinn sé jafngóður á öllum kjúklingabúum sem stæra sig af
vistvænni vottun. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
„Þetta er hundfúlt fyrir okkur.
Það er verið að gefa í skyn að
einhver gæði séu á bak við
þetta eða aðrar kröfur heldur
en í hefðbundnum landbúnaði,“
segir Þórður Halldórsson, for-
maður VOR, félags bænda í
lífrænum búskap. „Ég held að
það séu bara nánast allir sem
geta sem nota þetta. Þetta krefst
engra breytinga en fer vel í
augað. Ég veit að margir trúa því
að þessi merking hafi eitthvað
með lífrænt að gera.“
➜ „Hundfúlt“ fyrir
lífræna bændur
ÓLAFUR
DÝRMUNDSSON
ráðunautur
JÓHANNES
GUNNARSSON
formaður Neyt-
endasamtakanna
STEFÁN GÍSLA-
SON umhverfis-
stjórnunarfræð-
ingur