Fréttablaðið - 26.06.2014, Síða 28

Fréttablaðið - 26.06.2014, Síða 28
FÓLK|TÍSKA FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512 5447 Þótt veðrið á höfuðborgarsvæðinu hafi verið blautt undanfarið þá er alltaf tilefni til að klæðast fallegum sumarkjól. Vinsælustu tískuhönnuðir heimsins sýndu alls kyns sumarkjóla þegar þeir kynntu sumartískuna 2014. Svo virðist sem maxíkjólar séu að koma á markaðinn og verða að öllum líkindum enn vinsælli þegar vetrar. Kjól- arnir eru þunnir og þægilegir. Hnésíddin virðist sömuleiðis mjög vinsæl um þessar mundir. Margir kjósa að vera í ljósum litum á sumrin en sterka liti og pastelliti má sjá víða. Það er því mikið frjálsræði í sumartískunni sem margir fagna. SUMARKJÓLAR FRÁ TÍSKUHÚSUNUM FRJÁLSLEG TÍSKA Kjólar eru mikið í tísku þetta sumarið. Þeir hafa sjaldan verið jafn fjölbreyttir, stuttir, hnésíðir eða gólfsíðir. Efni, mynstur og litir eru margs konar. Sumir velja sér einlita kjóla en aðrir vilja heldur blómamynstur. FALLEGUR FRÁ DONNA KARAN Sítt og frjálslegt. BLÓMLEGT FRÁ TOMMY HILFIGER Stuttur, þægilegur og blómlegur kjóll. SPARILEGUR FRÁ DIOR Fallegur kjóll en óvenjulegur í sniði sem Dior sýndi í París. SMART FRÁ VICTORIU BECKHAM Ákaflega fallegur, stuttur kjóll frá Victoriu. SUMARLEGUR FRÁ CHLOE Hvítir, frjálslegir kjólar eru alltaf klæðilegir. CHLOE TÍSKUHÚS Fallegur og klassískur kjóll sem hentar vel í margs kyns veislur. Þeir sem hafa brennandi áhuga á tísku og njóta einnig borgar- ferða ættu að skoða listann yfir helstu tískuborgir heims sem vefsíðan veryfirstto.com setti saman. PARÍS Tískuvika er haldin tvisvar á ári í París og laðar að sér heims- þekkta hönnuði. Gönguferð niður Champs-Elysées ætti að kitla alla sem hafa snefil af tískuáhuga. NEW YORK Fjölbreytt menning og tíska stóra eplisins gerir New York að einni tískulegustu borg heims. MÍLANÓ Hin ítalska borg býður ekki aðeins upp á glæsilegan arki- tektúr og frábæran mat. Hér er nánast hægt að baða sig upp úr tísku enda eru hér höfuðstöðvar tískumerkjanna Armani, Valen- tino, Gucci, Versace og Prada. LONDON Þessi svala höfuðborg býr yfir fjölda afar fjölbreyttra verslana. Þar má finna allt frá hátísku til H&M og allt þar á milli. BARCELONA Borg súrrealismans býður upp á allt það sem sannir tísku- vitar óska sér. Iðandi mannlíf á Römblunni, mat, arkitektúr og ekki síst tísku af öllu tagi. TÓKÝÓ Borgin er miðdepill asískrar tísku. Götutíska Tókýó er heims- þekkt en hátískan vinnur einnig á. Ginza-hverfið þykir fullkomið til verslunarferða. AMSTERDAM Miðborg Amsterdam er vaxandi tískumiðstöð. Þar má finna yfir hundrað tískuhönnuði og borgin hýsir einnig hina árlegu Amster- dam International tískuviku. HELSTU TÍSKUBORGIR Opið virka daga kl . 11–18. Opið laugardaga k l. 10–15. Kí ki ð á m yn di r o g ve rð á F ac eb oo k Laugavegi 178 (Bolholtsmegin) | Sími 555 1516 g bláar Svartar o uxur.gallab dd. 7/8 sí st á skálm.Rennilás neð og stretch.Háar í mittið 4 - 48.Stærð 3 900 kr.Verð 15.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.