Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.06.2014, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 26.06.2014, Qupperneq 34
KYNNING − AUGLÝSINGÞvottur og fataviðerðir FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 20144 NÝTTU TÍMANN ÞAR TIL FLUTT VERÐUR Ertu að fara að flytja? Það getur verið ágætt að vera skipulagður og byrja strax að pakka eftir að kaupsamningur hefur verið samþykktur. Oft eru þrír mánuðir til afhendingar svo mjög gott er að nýta tímann sem best. Fyrst er hægt að fara í gegnum fataskápana. Ef þú flytur um sumar er gott að taka allar vetrar- flíkur og -skó og pakka ofan í kassa. Öfugt ef flutt er að vetri til. Um leið er hægt að flokka föt sem enginn notar lengur og senda í fatasöfnun. Það er virkilega þægilegt, þegar flutningar nálgast, að vera búinn að þessu. Ágætt er að þvo fötin ef þess þarf og raða þeim fallega í lokaða kassa, þá er ekkert mál að taka þau upp og nota þegar veður fer aftur kólnandi. Sparistell og aðra muni sem notaðir eru sjaldan er einnig gott að þvo og setja í kassa. Þá er hægt að þrífa skúffur og skápa um leið. AÐ ÞRÍFA STRAUJÁRN Það er áríðandi að hafa strau- járnið alltaf hreint áður en það er notað. Annars geta óhrein- indi borist í flíkurnar þegar þær eru straujaðar. Þegar keypt er nýtt straujárn er mikilvægt að lesa leiðbeiningar um meðferð frá framleiðenda til að tryggja rétta notkun og að járnið endist lengur. Alltaf á að þrífa járnið kalt. Það getur verið hættulegt að reyna að þurrka heitt straujárn. Ágætt ráð er að nota gluggaúða á járnið og þurrka síðan yfir það með rökum hreinum klút. Einnig virkar edik ágætlega. Ef efni hefur fest við straujárnið er ágætt ráð að hita það örlítið en skrúbba síðan yfir plötuna með dagblaði. Látið síðan kólna áður en þurrkað er yfir með rökum klút. Til að þrífa holur í járnplötunni er best að nota bómullarklút og rúðuúða. Aldrei nota beitt verkfæri sem getur rispað á straujárnið. Til að þrífa vatnshólf straujárns- ins er gott að setja helming edik á móti vatni og setja í hólfið. Hitið járnið og látið gufa smá stund, úðið vatninu síðan úr eins og þegar straujað er. Slökkvið á járninu og losið eftir- stöðvar ediksvatnsins úr hólfinu. Setjið síðan vatn aftur í járnið og gerið það sama aftur til að hreinsa edikið úr hólfinu. Aðra hluta straujárnsins, handfang og yfirborð, er hægt að þrífa með rúðuúða og hreinum klút. AÐ FESTA TÖLU 1. Þræddu nál með um það bil 30 cm löngum tvinna. Gerðu hnút á endann. Saumaðu eitt spor þar sem talan á að vera og svo annað þvert yfir svo eftir standi lítill kross. 2. Stingdu nálinni upp í gegnum efnið, í eitt af fjórum „hólfunum“ sem kross- inn myndar og í gegnum eitt gatið á tölunni. Stingdu nálinni svo niður gegnum gatið ská á móti og í gegnum efnið. Gerðu eins gegnum hin götin í tölunni og endurtaktu leikinn þrisvar. Passaðu að láta lofta örlítið undir töluna. 3. Stingdu nálinni upp í gegnum efnið en ekki gegnum töluna heldur vefðu þræðinum nokkra hringi undir tölunni. 4 Stingdu nálinni nokkrum sinnum gegnum vafninginn undir tölunni og klipptu hann að lokum þétt við vafninginn. 5. Hnepptu að þér. www.wsquire.com Meiri kraftur í duftinu . * Nýtt þéttara Ariel. Minnkaðu magnið. *20% meiri virkni í hverju grammi miðað við annað Ariel þvottaduft.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.