Fréttablaðið - 10.07.2014, Page 1

Fréttablaðið - 10.07.2014, Page 1
EFNAHAGSMÁL Byggingakrönum á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað um rúmlega helming frá árinu 2010 samkvæmt talningu sem Frétta- blaðið gerði. Þröstur Lýðsson, framkvæmda- stjóri hjá Merkúr sem flytur inn og selur byggingakrana, segir að innflutningur á krönum hafi auk- ist mikið á síðustu misserum. „Það er þannig með þessa sjálfreisandi krana að þeir halda sér svakalega í verðgildi. Hingað kom nýr krani árið 2005 sem var svo seldur aftur úr landi árið 2009 og kom aftur inn árið 2014 á næstum sömu krónutölu í öll skiptin.“ Seðlabankinn hefur reiknað út að fylgni sé á milli fjölda bygginga- krana á landinu og aukinnar fjár- festingar á íbúðamarkaði. Fjölgun byggingakrana hefur þótt benda til þess að efnahagurinn sé að rétta úr sér. Þröstur vill þó meina að fara eigi sér hægt svo hér verði ekki ofþensla og bólumyndun. - ssb / sjá síðu 16 FRÉTTIR S alcura DermaSpray inniheldur einstaka náttúrulega formúlu sem styður viðgerðarferli húðarinnar, kemst djúpt ofan í húðina og nærir hana innan frá og út. DermaSpray er þægilegt í notkun, hefur kláðastillandi áhrif, minnk- ar bólgur og roða. Úðaformið tryggir minni hættu á sýkingum, engan núning og minni óþægindi þegar borið er á húðina. Salcura Zeoderm-húðkrem græðir og nærir efstu lög húðar-innar þegar þau eru þurr og/eða sködduð. Það inniheldur kraft-mikið HEFUR ÞÚ REYNT ALLT? GENGUR VEL KYNNIR Salcura DermaSpray er 100% náttúrulegt meðferðar- úrræði í úðaformi sem getur veitt langvarandi bata við m.a. þurrki í húð, exemi og sóríasis. Frábær árangur, auðvelt í notkun og engar aukaverkanir. GÓÐ REYNSLA „Ég hef verið að glíma við slæman þurrk á höndunum í allan v t FYRIR ALLA SEM ÞJÁST AF: • Exemi • Sóríasis • Rósroða • Kláða í húð • Útbrotum • Þurri húð • Ofsakláða LAUGAVEGSHLAUPAlls eru 357 hlauparar skráðir til keppni í Laugavegshlaupinu sem fer fram í átjánda sinn um helgina. Aldrei hafa fleiri hlaupið en nú. Ís-lenskir þátttakendur eru 216 en erlendir 141. Dranella stretch gallabuxur Útsöluverð TÆKIFÆRISGJAFIRTILBOÐ - mikið af frábærum boðumtil Laugaveg i 178 - S ím i : 568 9955 Hnífaparatöskur – 12 manna 14 tegundirVerð frá kr. 24.990 ÚTSALA! ÚTSALA! Skipholti 29b • S. 551 0770 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Fimmtudagur 22 SÉRBLAÐ Fólk Sími: 512 5000 10. júlí 2014 160. tölublað 14. árgangur kranar voru á höfuðborgar- svæðinu þegar Fréttablaðið taldi þá á dögunum. 144 SKOÐUN Unnur Brá Kon- ráðsdóttir skrifar um gjald- eyrishöft og frelsi. 24 MENNING Shakespeare‘s Globe Theatre sýnir Hamlet í Hörpu eitt kvöld. 36 LÍFIÐ Þátttaka í handritasam- keppni Doris Film og Wift fór fram úr björtustu vonum. 54 SPORT Illskiljanleg ákvörð- un IHF um að hleypa Þýska- landi á HM vekur undrun. 48 Opið allan sólarhringinn í Engihjalla, Vesturbergi og Arnarbakka Loksins fáanlegar í kiljuStefán Máni Handhafi íslensku glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropinn 2007, 2013 og 2014 SKIPIÐ Metsölubókin sem hefur verið ófáanleg alltof lengi MYRKRAVÉL Nú loks fáanleg í kilju FACEBOOK: NAME IT ICELAND INSTAGRAM: @NAMEITICELAND FÓTBOLTI Argentína mætir Þýska- landi í úrslitaleik HM í Brasilíu á sunnudagskvöld. Það varð ljóst eftir sigur Argentínumanna á Hollendingum í undanúrslitum í gær. Vítaspyrnukeppni þurfti til að knýja fram úrslit eftir 120 markalausar mínútur en Sergio Romero, markvörður Argentínu, varði tvívegis í henni og var hetja sinna manna. - esá / sjá síðu 48 HM í Brasilíu: Argentína í úrslitaleikinn HETJAN Sergio Romero varði tvisvar í vítaspyrnukeppninni. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Suður- nesjum tók fyrir nokkrum dögum í notkun neyðarhnapp fyrir fólk sem er í hættu á að verða fórnar- lamb ofbeldis. Hnappurinn hefur verið notaður erlendis í heimilis- ofbeldismálum þegar hætta er á að brotamaður brjóti nálgunarbann. Aðeins einn notandi er með slík- an hnapp enn sem komið er hér á landi. Samið hefur verið við fyrir- tæki í öryggisþjónustu sem leigir lögreglunni hnappinn. Notandinn verður þó vaktaður fari hann út fyrir umdæmið. Gögnin um mál hans fara inn í Fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra og eru því aðgengileg í öðrum umdæmum. Það kemur svo til kasta viðkom- andi lögregluumdæmis ef notand- inn sér sig knúinn til að nota neyð- arhnappinn fjarri heimkynnum sínum. „Þetta er náttúrlega bara á fyrstu metrunum en við teljum að þetta sé leiðin sem samfélagið eigi að fara í þessum málum,“ segir Skúli Jónsson aðstoðaryfirlög- regluþjónn. Fjöldi heimilisofbeldismála sem koma til kasta lögreglunnar á Suð- urnesjum hefur þrefaldast á þrem- ur árum. - jse/ sjá síðu 6 Lögreglan vaktar fórnarlamb ofbeldis Fjöldi heimilisofbeldismála sem koma til kasta lögreglunnar á Suðurnesjum hefur þrefaldast á þremur árum. Brugðist er við með því að nota neyðarhnapp fyrir fólk í áhættuhópi. Fyrsti notandinn fékk hnapp fyrir fáeinum dögum. TÓNLIST Hljómsveitin Gus Gus er þessa dagana að undirbúa tón- leikaferðalag með haustinu til að fylgja eftir hinni nýútkomnu plötu Mexíkó. Einn af forsprökk- um sveitarinnar, Stephan Stephen- sen, einnig þekktur sem President Bongo, fer ekki með í ferðalagið. „Hann ætlar að taka sér frí að minnsta kosti fram að jólum,“ segir Þorsteinn Stephensen, umboðsmað- ur Gus Gus og bróðir Stephans. Tónlistarmaðurinn Magnús Guðmundsson, Maggi Legó, fyllir upp í skarðið á tónleikaferðalag- inu. - bþ / sjá síðu 54 Gus Gus í tónleikaferðalag: Forsetinn fer ekki með TÓNLEIKAFERÐ FRAM UNDAN Maggi Legó fyllir skarðið. MYND// ARI MAGG Byggingakranar spretta nú upp eins og gorkúlur um allt höfuðborgarsvæðið: Innflutningur á krönum hafinn Bolungarvík 10° SSV 3 Akureyri 13° SSV 3 Egilsstaðir 17° S 3 Kirkjubæjarkl. 11° SA 2 Reykjavík 13° SA 6 Bjartast A-til Í dag hvessir af suðaustri og fer að rigna um og eftir hádegi S- og V-til. Yfirleitt hægur vindur og bjart með köflum norðaustanlands. 4 … við teljum að þetta sé leiðin sem samfélagið eigi að fara í þessum málum. Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurnesjum Heimilisofb eldismál sem komu til kasta lögreglunnar á Suðurnesjum. 2013 56 2010 18 LÖNG RÖÐ Miðar á leik KR og Celtic, sem fer fram í næstu viku, fóru í sölu á hádegi í gær. Löng röð myndaðist á fyrsta klukku- tímanum en 1.550 miðar voru í boði. Jónas Kristinsson, framkvæmdastjóri KR, segir aðeins 200 miða eft ir og fara þeir í sölu í hádeginu í dag. „Þetta er eins og við viljum hafa það,“ segir Jónas um stemninguna vegna leiksins. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Dræm laxveiði Laxveiði í net í Þjórsá hefur dregist saman um þriðjung milli ára. 2 Segjast sviptir valdi Sveitar- stjórnarmenn eru ósáttir við hug- myndir iðnaðarráðherra að nýjum raforkulögum. 8 Innlend framleiðsla ónóg Fjölmörg dæmi eru um að flytja þurfi inn landbúnaðarafurðir þegar innlend framleiðsla þrýtur. 12 Aðstoða pör Íslenskar konur hafa hannað smáforrit sem hjálpar pörum að ganga í gegnum glasa- meðferð. 18

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.