Fréttablaðið - 21.07.2014, Blaðsíða 12
21. júlí 2014 MÁNUDAGUR| TÍMAMÓT | 12
Friðarboðberinn Sri Chinmoy hélt
fyrirlestur í Háskóla Íslands þann
21. júlí 1974, í fyrstu Íslandsför
sinni. Sérstök Sri Chinmoy-mið-
stöð hér á landi miðar upphaf sitt
við þennan dag og fagnar því 40 ára
afmæli í dag.
Alls kom þessi Íslandsvinur sex
sinnum hingað og leyfði landanum
að njóta þeirra afurða sem hann
hafði í sínum andans ranni. Þar er
af nógu að taka en auk þess að vera
lærifaðir í hugleiðslu og andlegum
fræðum var hann skáld, tónskáld,
tónlistarmaður og aflraunamaður
hinn mesti. Eflaust muna margir
eftir því er hann hóf Steingrím heit-
inn Hermannsson, þáverandi for-
sætisráðherra, á loft í upphafi Frið-
arhlaups árið 1989.
Hann var þó ekki eini íslenski
stjórnmálamaðurinn sem Chinmoy
lyfti því hann þakkaði þingmönnum
sem tilnefnt höfðu hann til friðar-
verðlauna Nóbels með því að lyfta
þeim sem komu og hittu hann á
Hótel Borg árið 2003. Hafði hann
þennan háttinn á víða um heim og
lyfti meðal annarra Nelson Mand-
ela og frjálsíþróttastjörnunni Carl
Lewis.
Hann setti mark sitt á lífið hér
heima en auk miðstöðvarinnar sem
haft hefur nóg fyrir stafni undan-
farna áratugi þá eru hér til dæmis
hljóðfæraverslun og kaffihús sem
litu dagsins ljós fyrir tilstuðlan hans.
Torfi Leósson kynntist Chinmoy
þegar hann var lítill polli en hann
er nú virkur í starfsemi miðstöðvar-
innar. „Chinmoy var mjög alþýð-
legur og mikið fyrir góðan húmor,“
segir Torfi. „Þegar hann kom á
kaffihúsið til okkar á Klapparstígn-
um þá skapaðist þar afslöppuð, ja,
mér liggur við að segja fjölskyldu-
stemning.“
Hann segir enn fremur að læri-
faðirinn hafi verið mjög uppörvandi.
„Hann sannfærði mann um að ekk-
ert væri ómögulegt og að hægt væri
að ná markmiðum sínum án þess að
stressa sig. Þetta stress er eiginlega
falskur vinur, manni finnst maður
áorka miklu með því en það er tál-
sýn.“
Í tilefni dagsins verða haldnir tón-
leikar í Fríkirkjunni í kvöld klukkan
átta. Þar mun hljómsveitin Mount-
ain Silence spila fyrir gesti. Með-
limirnir ættu að þekkja fjallanna
ró því þeir koma frá Alpafjöllum og
hafa 30 ára reynslu af því að spila
tónlist sem vænleg er í hugleiðslu.
Verður þar tónlist Chinmoys í aðal-
hlutverki.
Einnig munu félagar úr Sri
Chinmoy-miðstöðinni á Íslandi spila
og leika en svo verða leiknar upp-
tökur af hljómleikum Sri Chinmoy
sjálfs. Einnig eru hugleiðslunám-
skeið í boði hjá miðstöðinni um þess-
ar mundir og eins og allt sem gert
er í nafni Chimnoy er það ókeypis.
jse@frettabladid.is
TÍMAMÓT
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli
og útfarir má senda á netfangið
timamot@365.is.
Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma 512 5000.
Hann sannfærði mann
um að ekkert væri ómögu-
legt og að hægt væri að ná
markmiðum sínum án þess
að stressa sig.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma, langamma og langalangamma,
ELÍSA MARGRÉT JÓNSDÓTTIR
hjúkrunarheimilinu Skjóli,
Kleppsvegi 64,
áður Bólstaðarhlíð 40, Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 14. júlí.
Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju
þriðjudaginn 22. júlí kl. 13.00.
Ingibjörg Sigurjónsdóttir Guðmundur Sigurpálsson
Ásthildur Sigurjónsdóttir Jón Stefánsson
barnabörn, langömmubörn og langalangömmubarn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
MAGNÚS STEFÁNSSON
Hlíðarhúsum 3,
áður Garðsenda 13,
sem lést föstudaginn 11. júlí, verður
jarðsunginn frá Grafarvogskirkju,
þriðjudaginn 22. júlí kl. 13.00.
Jóna Kristbjörg Jónsdóttir
Guðrún Magnúsdóttir Helgi Hermann Hannesson
Guðjón Magnússon Unnur V. Ingólfsdóttir
Stefán Magnússon Lone Madsen
Sólveig Magnúsdóttir Halldór Árnason
barnabörn og barnabarnabörn.
Okkar ástkæra
SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR
Langholtsvegi 78,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni
þriðjudaginn 22. júlí kl. 15.00. Þeim sem
vilja minnast hennar er bent á Minningarsjóð
líknardeildar og heimahlynningar
Landspítalans.
Gunnar Bernhard
Ragna G. Gould Richard Gould
Guðmundur Geir Gunnarsson Ingibjörg Snorradóttir
Gylfi Gunnarsson Dóra Bjarnadóttir
Edda Gunnarsdóttir Sveinn Ásgeir Baldursson
Gunnar Gunnarsson Bergljót Ylfa Pétursdóttir
og fjölskyldur.
Eiginmaður minn, faðir okkar,
sonur, bróðir og mágur,
AXEL PÁLMASON
hagfræðingur hjá
Alþjóðagjaldeyrissjóðnum,
lést á George Washington University
Hospital í Washington 10. júlí sl.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju
fimmtudaginn 24. júlí kl. 13.
Tammy Jean Ganey
Elsa Sandra Axelsdóttir
Charles Pálmi Axelsson
Elsa Þórhildur Axelsdóttir
Helga Jóna Pálmadóttir Sveinn Aðalsteinsson
Gissur Pálmason
Davíð Pálmason Svava Guðjónsdóttir
Óli Pétur Pálmason Jóna María Ásmundsdóttir
Þorbjörg Pálmadóttir Andrés Ívarsson
Pálína Pálmadóttir Ingólfur Pétursson
og fjölskyldur
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
PÁLL JÓNSSON
Gránufélagsgötu 37, Akureyri,
lést á dvalarheimilinu Lögmannshlíð
17. júlí. Útför hans fer fram frá Akureyrar-
kirkju mánudaginn 28. júlí kl. 13.30.
Sigurgeir Pálsson Jórunn Agnarsdóttir
Rósa Pálsdóttir Pálmi Vilhjálmsson
Anna Kristín Pálsdóttir Jón Frímann Ólafsson
afa- og langafabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
SIGURBJÖRT JÚLÍANA
GUNNARSDÓTTIR
Kjarrheiði 13, Hveragerði,
lést föstudaginn 11. júlí. Útförin fer fram
frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 23. júlí
kl. 15.00.
Örn Sigurðsson
Sigrún Margrét Arnardóttir Geir Gunnarsson
Bjarndís Arnardóttir
Örn Arnarson
börn og barnabörn.
Elskuleg móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
VILBORG GUÐNÝ JÓNSDÓTTIR
sem lést að Hjúkrunarheimilinu Ási í
Hveragerði, sunnudaginn 13. júlí, verður
jarðsungin frá Hveragerðiskirkju föstudaginn
25. júlí kl. 14.00.
Jón Waage Edda G. Garðarsdóttir
Erla Waage
Auður Waage Kjartan Lárusson
Baldur Waage Þórdís U. Þórðardóttir
Freyr Waage Nina Holm
barnabörn og barnabarnabörn.
Lyft i ráðherrum en þó
aðallega andanum
Miðstöð Sri Chinmoy heldur upp á fj örutíu ára afmæli sitt í dag. Lærifaðirinn kom sex
sinnum hingað til lands og setti mark sitt á það. Þess má enn víða sjá merki.
LÆRISVEINAR CHINMOYS Torfi Leósson, Andrés Ramón Sangitamiya, Laufey Sigrún
Haraldsdóttir og Eymundur Kjeld. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
EFTIRMINNILEGT ATVIK Chinmoy lyftir
Steingrími Hermannssyni árið 1989.