Fréttablaðið - 21.07.2014, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 21.07.2014, Blaðsíða 38
21. júlí 2014 MÁNUDAGUR| LÍFIÐ | 22 „Við vildum bara gera eitthvað hresst svona á meðan það rignir endalaust á okkur,“ segir tónlist- armaðurinn Pétur Eggerz Péturs- son, en Pétur gaf nýverið út lagið Hendur upp í loft ásamt þeim Heiðari Inga Árnasyni og Þóru Maríu Rögnvaldsdóttur. Saman skipar tríóið hljómsveitina Allir og er Hendur upp í loft fyrsta lag sveitarinnar en um sannkallaðan sumarsmell er að ræða. Þau Pétur, Heiðar og Þóra María komu fyrst fram í sjón- varpsþáttunum Tossunum sem sýndir voru á Stöð 2 í fyrra en þar var rætt við ungt fólk sem ekki fann sig í hinu hefðbundna íslenska skólakerfi. Pétur er ánægður með nýja lagið en hann segir þörf á jákvæðari tónlist frá íslensku tónlistarfólki. „Íslenska senan er oft á tíðum frekar niðurdrepandi. Við vild- um breiða út jákvæðari boðskap og sýna að það þarf ekki að eiga endalausan pening til þess að vera hamingjusamur og töff. Það eiga allir að vera glaðir í eigin skinni,“ segir Pétur, og bætir við að sólin fari eflaust að láta sjá sig nú þegar sumarsmellurinn er kominn út. kristjana@frettabladid.is MÁNUDAGSLAGIÐ „Lagið Happy með Pharrell því það hjálpar manni að fá fram innri gleðina í þessari endalausu rigningu.“ Svava Johansen, athafnakona „Ég fór til Brussel í fyrra og lenti á svo rosalegum matarmarkaði á götuhátíð sem mér fannst svo skemmtilegur að ég varð að koma þessu á fót hérna heima,“ segir Ólafur Örn Ólafsson sem blæs til matarhátíðar næsta laugardag í Fógetagarðinum. „Hugmyndin er þannig að fólk geti komið, sest niður og fengið sér vín í glas og smakkað mis- munandi mat,“ segir Ólafur en það verða tólf veitingastaðir sem koma og gera svokallaða götu- útgáfu af sínum réttum. „Mér finnst dálítið skemmtilegt að hafa toppendann eins og Grillið og Kol og síðan Momo Ramen og þá staði sem gera svona götumat vanalega,“ segir matgæðing- urinn. „Það er svolítið atriði að hafa alla flóruna af veitingastöð- um og allir að gera götuútgáfu af matnum, eins og fínu staðirnir þurfa að nota sérstaka tækni til þess að gera sælkeraréttina, og það verður spennandi að sjá hvað kemur út úr því.“ Matarhátíðin fer fram næsta laugardag á milli klukkan 13 og 18 og stefnir Ólafur að því að halda matarhátíðir alla laugar- daga út sumarið. „Síðan verð- ur breytilegt hvaða staðir verða hverju sinni, sumir verða stutt en aðrir allan tímann en örugglega ekki alltaf með sama matinn,“ segir Ólafur. „Matreiðslumenn eru svo kreatív stétt.“ - bþ Götuútgáfa af vinsælum réttum Matgæðingurinn Ólafur Örn Ólafsson blæs til matarhátíðar næsta laugardag en hann segir mikilvægt að hafa alla fl óruna af veitingastöðum að gera sitt. MIKLIR MATGÆÐINGAR Gerður Einars- dóttir og Ólafur Örn. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Það þarf mikið til að drepa lífs- andann í mér, já, hamingjan hún eltir mig hvert sem ég fer. Ég er glaður maður og verð ég alltaf, hamingjusamur og þarf ekki að kvarta. Pollýanna, Pétur Pan, lífið er gott svo nýttu það. Eitt ský á himni og ég ætla að læra að elska það. Ég dýrka hvað það eru margir í bænum, sumar, sól, fullt af hönum og hænum. Vont skap og hroki, þetta er ekki arfgengt, og góða skapið þarf ekki að vera staðgreitt. Sumir þurfa risastóra felgu til að gleðja sig, en ég þarf bara að brosa kallinn minn, ertu að skynja mig? Set hendurnar upp í loft Því lífið er svo fokking gott Aaúúúú aaaa Bara það að vera til Er það eina sem ég vil Aaaúúú aaaa Hendur upp í loft „Mér standa allar dyr opnar en það er bara peningaleysi sem stendur í vegi fyrir mér,“ segir lettneski dansnemandinn Klāvs Liepinš en hann stundar nám í Listaháskóla Íslands og stefnir að því að útskrif- ast af dansbraut skólans árið 2016. Klāvs hefur átt í erfiðleikum með að fá námslán frá heimalandi sínu og vinnur því á næturnar til þess að eiga fyrir uppihaldskostnaði. „Ég starfa sem dansari, danshöf- undur og vinn sem barþjónn þar sem ég reyni að taka eins margar vaktir og ég get en launin duga bara fyrir leigu og mat,“ segir Klāvs sem á því ekki nóg fyrir skólagjöldunum í Listaháskólann. „Ég hef bara verið á Íslandi í eitt ár en Lista háskólinn hefur breytt mér og danstækninni svo mikið á stórkostlegan hátt,“ segir ungi dansarinn sem hóf dans- feril sinn 19 ára gamall og hefur síðan stundað nám í þremur skól- um en áður en hann kom til Íslands stundaði hann dansnám við Lista- háskóla Lettlands. „Ég get ekki lifað án þess að dansa og mig langar svo mikið til þess að halda áfram að læra hér.“ Klāvs er virkilega áhugasam- ur um dansinn en auk þess semur hann tónlist og hefur verið í sam- starfi við marga ólíka listamenn og vinnur mikið að svonefndum vídeó- verkum þar sem hann semur dans- inn fyrir verkið og tónlistina undir. Hann fór af stað með hópsöfnun á netinu til þess að geta haldið áfram námi sínu í Listaháskólanum og geta áhugasamir kynnt sér hinn efnilega Klāvs á heimasíðunni http://www. go fundme.com/dontlettakeawayhis- future. - bþ Efndi til hópsöfnunar fyrir náminu Klāvs Liepiņš er ungur og efnilegur dansari frá Lettlandi sem stundar dansnám við Listaháskólann en á ekki fyrir skólagjöldum þrátt fyrir að vinna á næturnar. LIFIR FYRIR DANSINN Klāvs segir dansnámið á Íslandi hafa bætt sig til muna. MYND/ÚR EINKASAFNI Sömdu sumarsmell í skugga rigningar Pétur Eggerz Pétursson, Þóra María Rögnvaldsdóttir og Heiðar Ingi Árnason skipa hljómsveitina Allir en sveitin sendi nýverið frá sér sitt fyrsta lag. NEIKVÆÐNI BORGAR SIG EKKI Þau Pétur og Þóra María eru jákvæð að eðlisfari. Á myndina vantar Heiðar Inga en hann var staddur úti á landi þegar ljósmyndara bar að garði. FRÉTTABLAÐIÐ/ ARNÞÓR BIRKISSON Íslenska senan er oft á tíðum frekar niðurdrepandi. Við vildum breiða út jákvæðari boðskap og sýna að það þarf ekki að eiga endalausan pening til þess að vera hamingjusamur og töff. Pétur Eggerz Pétursson

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.