Fréttablaðið - 21.07.2014, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 21.07.2014, Blaðsíða 10
21. júlí 2014 MÁNUDAGURSKOÐUN HALLDÓR ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun - um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Er það ekki svolítið sérkennilegt að svo mikil umræða sem raun ber vitni verði um hvað Juncker, nýr forseti framkvæmda stjórnar ESB, sagði í ræðu sinni í vikunni sem leið? Bið fólk að athuga að ég segi og skrifa um hvað hann sagði en ekki það sem hann sagði. Hann sagði ekkert um að ESB mundi hætta samningaviðræðum um aðild að samstarfinu. Hann sagði einmitt að samningaviðræðum sem eru í gangi yrði haldið áfram (… ongoing negotiations will continue …). Auðvitað er þó ólíklegt að framkvæmdastjórnin eyði miklum tíma á samningafundum ef hún er ein á fundun- um eins og blasir við í samningaviðræð- um við okkur. Eins og við öll vitum ætlar ríkisstjórnin ekki að gera út neinn mann- skap til að sitja slíka fundi af okkar hálfu. Evrópusambandið ætlar hins vegar ekki að taka ómakið af utanríkisráðherr- anum og ríkisstjórninni að slíta þann þráð sem þegar hefur verið spunninn í aðildar- viðræðum. Það er engu sjálfhætt í þeim efnum eins og Gunnar Bragi lætur liggja að. Ríkisstjórnin hefur hins vegar sagt að þráðurinn verði ekki tekinn aftur upp nema að undangenginni þjóðaratkvæða- greiðslu. Kannski er umræðan eins og hún er vegna þess að undanfarið hefur færst í vöxt að stjórnmálamenn gefi yfirlýsing- ar sem þeir vilja síðan lítið kannast við, eða að minnsta kosti túlka á annan veg en orðanna hljóðan. Á Austurvelli voru yfir- lýsingar stjórnmálamanna spilaðar viku eftir viku til að rifja upp hvað sagt var í kosningabaráttinni fyrir meira en ári. En það var reyndar áður en okkur var til- kynnt að ummæli í kosningabaráttu væru bara til þess brúks, og hefðu ella enga þýðingu. Gjaldeyrishöft hafa nú verið hér á landi í bráðum sex ár. Það er áríðandi að sem mestur friður verði um hvernig þau verða afnumin, þó ólíklegt megi telja að um það náist fullkomin sátt. Þess vegna er áríðandi að ekki verði klippt á línuna til Evrópusambandsins nema að áætlun liggi fyrir um afnám haftanna. Við getum haft mismunandi skoðanir á aðild að Evrópu- sambandinu, en það má ekki fækka leið- unum sem hugsanlegar eru til afnáms haftanna. Hvað sagði Juncker? Innskot í Fréttablaðið skilar árangri! MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Fréttablaðið er mest lesna dagblaðið landsins með glæsilegt forskot á keppinautana. Meðallestur Fréttablaðsins í aldurshópnum 25-54 ára er 73% á höfuðborgarsvæðinu.* Við bendum auglýsendum á að notfæra sér forskotið þegar þeir velja dreifingarleið fyrir fjölpóst sinn. Við dreifum sex daga vikunnar til heimila á stærsta markaðssvæði landsins. Kannaðu dreifileiðir og verð í síma 512 5448 eða í tölvupóstfangi fjolpostur@frettabladid.is *P re nt m ið la kö nn un C ap ac en t o kt ób er –d es em be r 2 01 2 – hö fu ðb or ga rs væ ði 2 5- 54 á ra HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN Í FRÉTTABLAÐINU EVRÓPUMÁL Valgerður Bjarnadóttir alþingismaður ➜ Hann sagði ekkert um að ESB mundi hætta samningavið- ræðum um aðild að samstarfi nu. Hann sagði einmitt að samninga- viðræðum sem eru í gangi yrði haldið áfram. Vínveitingastaðurinn IKEA Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, vill að fólk geti keypt vín með steikinni í matvöruverslunum. Það er að mörgu leyti umhugsunarvert að einkaaðilum sé treystandi fyrir því að selja áfengi á matsölustöðum og vínveitingastöðum en ekki í versl- unum. Á stöðum eins og í IKEA er þetta kannski skrýtnast. Eigendur verslunarinnar geta selt léttvín og bjór á afmörkuðu svæði á matsölustað sem rekinn er inni í versluninni. En ef þeir stilltu vörunni upp í hillurekka í sömu verslun við hlið matsölustaðar- ins er hætta á að það yrði að lögreglumáli. Rangt forgangsraðað Þórey Þórðardóttir, fram- kvæmdastóri Landssamtaka lífeyris- sjóða, minnti á það í fréttum RÚV um helgina að mikilvægt væri að endur- skoða fjárfestingarheimildir lífeyrissjóð- anna. Þannig brást hún við ummælum forsætisráðherra sem vill að lífeyris- sjóðir fjárfesti meira í nýsköpun. Eitt af mikilvægustu stjórnarfrumvörpum sem lagt var fram á síðasta þingi var frum- varp til að heimila lífeyrissjóðum að fjárfesta á svokölluðum First North- markaði í Kauphöllinni. Þannig gætu lítil nýsköpunarfyrirtæki sótt sér fjármagn á markaði, stækkað og dafnað. Slík lög skapa því hvata til fjárfestinga í nýsköpun. Illu heilli var for- gangs- röðun stjórnarmeirihlutans á Alþingi þannig að málið hlaut ekki afgreiðslu. Ímyndarvandinn Þeir eru margir sem hafa látið veðrið á Íslandi í sumar fara í taugarnar á sér. Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Press- unnar, er einn þeirra. „Íslenska sumarið á við alvarlegan ímyndarvanda að etja,“ segir hann á Facebook. Það má reyndar líka velta því fyrir sér hvort veðurfarið á Íslandi kunni að valda ímyndarvanda fyrir íslenska ferða- þjónustu. Eða hvort rokið og rigningin sé hreinlega á meðal þess sem erlendir gestir okkar ásælist. jonhakon@frettabladid.is M argir hafa fordæmt málflutning framsóknarmanna í Reykjavík um múslíma í síðustu sveitarstjórnar- kosningum. Það er ljóst að þessar efasemdir ná einnig inn í raðir flokksins. Fjölmargir frammá- menn hafa sagt sig úr flokknum og gerð var heiðarleg tilraun til að fordæma þennan málflutning á síðasta miðstjórnarfundi en hún var barin niður. Til að bæta gráu ofan á svart þá á forsætisráðherra, samkvæmt fréttaflutningi frá fund- inum, að hafa verið fremstur í flokki þeirra sem vildu standa vörð um þennan málflutning. Í síðasta mánuði kvað Mann- réttindadómstóll Evrópu upp dóm í máli S.A.S. gegn Frakk- landi. Málið hefur verið kallað blæju bannsmálið og snerist um lögmæti banns franskra stjórnvalda við að hylja andlit á almannafæri. Þar komst dóm- stóllinn með naumum meiri- hluta að þeirri niðurstöðu að bannið stæðist ákvæði mannrétt- indasáttmálans. Í niðurstöðunni er einnig fjallað um umræðu sem skapaðist í frönsku þjóðfélagi (reyndar um allan heim) og lýst sérstaklega yfir áhyggjum af því að í aðdraganda lagasetningar- innar hafi umræða í Frakklandi oft og tíðum markast af haturs- fullum ummælum í garð múslíma. Dómstóllinn sagði að þegar ríki réðist í lagasetningu af þessu tagi þá tæki það þá áhættu að festa í sessi neikvæðar staðalímyndir af minnihlutahópum. Slíkt gæti hvatt einhverja íbúa landsins til að tjá fordómafullar skoð- anir á þeim þegar ríki hefðu, þvert á móti, skýlausa skyldu til að boða umburðarlyndi. Dómstóllinn ítrekaði að ummæli sem fælu í sér almennar og afdráttarlausar árásir á trúarhóp eða þjóðarbrot gengju gegn grunngildum Mannréttindasáttmálans um umburð- arlyndi, félagslegan frið og jafnræði og féllu ekki undir tjáningar- frelsi í skilningi hans. Þegar oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík hóf umræðu um fyrirhugaða mosku, setti hana í samhengi við nauðungarhjóna- bönd, leyfði eigin Facebook-síðu að vera gróðrarstía mannhaturs í ummælakerfi og bætti um betur og „lækaði“ fordómafullar færslur frá öðrum, þá var hann, vægt til orða tekið, ekki að boða umburðarlyndi í íslensku þjóðfélagi. Þvert á móti var oddvitinn að kynda undir neikvæðum staðalímyndum af múslím um og óhætt er að segja að útspil hans hafi fleytt af stað hatursfullri umræðu sem var nánast öll byggð á ótrúlegri fáfræði og fordómum. Það er jafnvel hægt að ganga svo langt að segja að þetta útspil hafi falið í sér árás á múslímska minnihlutann hér á landi. Oddvitinn getur ekki á nokkurn hátt skýlt sér á bak við tjáningarfrelsi eins og ítrekaðar fullyrðingar framsóknarmanna um „þöggun“ gáfu til kynna. Allt slík tal er, eins og margoft hefur komið fram í dómum Mannréttindadómstólsins, ekkert annað en gróf tilraun til að mis- nota mannréttindi. Enginn, hvorki oddviti Framsóknar né nokkur annar, hefur þau mannréttindi að leyfast að meiða aðra. Ábyrgð formanns flokksins er sömuleiðis mikil, sérstaklega í ljósi þess að hann er einnig forsætisráðherra. Með því að neita að fordæma málflutning oddvitans og hindra persónulega að hann sé fordæmdur af flokknum er hann í raun að bregðast þeirri skýlausu skyldu sinni, sem einn æðsti embættismaður hér á landi, að boða umburðarlyndi gagnvart öllum þegnum landsins. Ríkjum ber skylda til að boða umburðarlyndi: Mega ekki meiða Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.