Fréttablaðið - 21.07.2014, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 21.07.2014, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 21. júlí 2014 | SKOÐUN | 11 Halldór Halldórsson @dnadori 21. júlí 2014 Ef ég væri borgarstjóri væri mitt fyrsta verk að rífa niður útveggina í Fjölskyldu- og húsdýragarð- inum og bjóða öllum að hafa gaman. Með vissu millibili ranka sjálf- stæðismenn við sér og muna að þeir eru flokkur sem aðhyllist frelsi í viðskiptum. Í kjölfarið leggja þeir alltaf fram frumvarp um að heimilt verði að selja vín í matvöruverslunum. Og við rjúkum upp til handa og fóta, voða spennt, og förum að ræða frumvarpið fram og til baka, eins og til standi að greiða ein- hvern tímann atkvæði um það. Og nú, á miðju sumri, þegar Alþingi er í sumardvala, er þetta vínsölu- spursmál rætt af mikilli ákefð. Af hverju erum við að tala um það núna? Það er til þess að við tölum ekki um annað. Allt hitt Við tölum þá ekki á meðan um það hvernig sjálfstæðismenn hafa svikið eitt helsta kosninga- loforð sitt um þjóðaratkvæða- greiðslu um áframhaldandi aðild- arviðræður að ESB. Flokkurinn klofnaði fyrir vikið – frjálslynt fólk, sem vill hafa áhrif á líf sitt sjálft, streymdi úr flokknum, sem bregst þá við með allsherjar átaki í vínspursmálinu; og býður líka upp á ameríska stórmarkaði, svo sem eins og í sárabætur fyrir það að fá aldrei að vita hvað hugsan- leg Evrópu sambandsaðild kann að þýða fyrir lífskjör almennings. Á meðan við rökræðum vín- spursmálið fjálglega gæti líka farið svo að við gleymdum því að sjálfstæðismenn standa nú um mundir í því að leggja niður heil- brigðisstofnanir víða um land. Það er byggðastefna í verki. Þótt fram- sóknarmenn ætli að skipa Hafn- firðingum að flytja til Akureyrar, vilji þeir halda vinnu sinni, þá er þetta eiginlega miklu afdrifaríkari byggðastefna en slíkur flutningur, rétt eins og kvótakerfið (sem allir stóru flokkarnir fjórir bera reynd- ar ábyrgð á) hefur eytt grónum byggðum. Á meðan við ímyndum okkur að sjálfstæðismenn berjist fyrir ský- lausum rétti okkar til vínkaupa hvar og hvenær sem okkur lystir – og þyrstir – er ekki ósennilegt að við gleymum því að nýlega tók for- maður flokksins upp á því greiða Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni milljónir af opinberu fé til þess að hann geti lagst í rannsóknir á hug- myndum sínum um orsakir Hruns- ins; en eins og hvert mannsbarn gæti sagt Bjarna Benediktssyni telur Hannes að Hrunið hafi alls ekki og ekki í nokkrum skilningi verið Davíð Oddssyni að kenna. Við gætum líka hugsanlega gleymt að fylgjast með því hvern- ig sjálfstæðismenn eru nú í óða önn að reka bankastjóra Seðla- bankans fyrir þá ósvinnu að kæra Samherja fyrir brot á gjaldeyris- lögum, en við því hefur þetta sjávarútvegsfyrirtæki brugðist með því að kæra dómara og láta eins og það sé yfirleitt svívirða að málið komi fyrir dómstóla enda sé Samherji yfir landslög hafinn. Til virðist standa að ráða í Seðla- bankann annaðhvort einn kunn- asta brauðmolasinna landsins og öfgafullan andstæðing velferðar- samfélagsins – eða hagfræðing sem kunnur hefur orðið fyrir að skrifa skýrslu um prýðilega stöðu íslensku bankanna árið 2007. Og á meðan við þráttum fram og til baka um þessi vínkaupaspurs- mál gæti okkur jafnvel yfirsést hvernig sjálfstæðismenn halda hlífiskildi yfir pólitískum aðstoð- armanni innanríkisráðherra sem eftir öllum sólarmerkjum að dæma sendi á sínum tíma völdum fjöl- miðlum trúnaðarupplýsingar um erlendan hælisleitanda og skáldaði upp ávirðingar þegar upplýsing- arnar sjálfar reyndust ekki nógu krassandi til að útmála þennan mann sem illmenni sem ekki ætti skilið eðlilega landvist hér í ríki réttlátra. Sjálfstæðismenn ráða. Sjálf- stæðismenn stjórna. Þeir nota völd eins og fólk sem er vant því að hafa hlutina eftir sínu höfði; og það sé hin náttúrulega skipan hlut- anna að þeir hafi völdin. Valda- flokkurinn yfir Íslandi sem aðhyll- ist frjálsræði að því marki að þeir stjórni því. En vínspursmálið? En vínspursmálið? Hvað um það? Þetta er álitamál. Áfengi er hreint ekki eins og hver önnur matvara – að minnsta kosti ekki hér á landi. Það er vímugjafi. Og alkóhólismi hefur verið þjóðarböl á Íslandi um aldir og naumast til sú fjölskylda sem ósnortin er af honum. Skiptir það engu máli? Eigum við að láta okkur standa á sama um það? Eða eigum við sem samfélag að segja sem svo: áfengi hefur haft svo afgerandi áhrif á líf margra lands- manna – og samfélagið í heild – að rétt er að hver og einn sem aflar sér þess þurfi að gera sér sérstaka ferð til þess; þurfi að hafa örlítið fyrir því að nálgast það; þurfi að hugsa sig um. Það fólk sem vill geta drukkið hvítvínsglas með matnum og eitt á eftir í kvöldsól- inni – og ekki meir – verður þá að una því að geta ekki kippt flösku með sér í stórmarkaðnum heldur verður að rölta í ríkið. Er það erf- itt? Þar taka á móti manni sérþjálf- aðir sölumenn sem hjálpa manni að velja vín sem hentar hverju sinni, í stað þess að innkaupastjór- ar Baugs eða annarra einokunar- risa kaupi ofan í okkur öll tvær, þrjár tegundir að sínum geðþótta. AF NETINU Skrýtnir dagar og skrýtið loft slag Er þetta íslenskt loftslag? Varla. Molluhiti, rigning og mikill raki. Dálítið þrúgandi. Þegar ég var krakki rigndi alltaf heil ósköp á sumrin. En rigningin var köld og það blés. Nú er rigning og logn. Hafið í kringum Ísland er víst mjög hlýtt. Maður sér að gróður vex með eindæmum vel. Laxveiði gengur illa, löxum fækkar semsagt en uglum fer fjölgandi. Ég held mikið upp á uglur– en ég er vanur að sjá þær að nætur- þeli í Grikklandi. Lundinn er hins vegar að deyja út sunnan- og vestanlands, en lifir ennþá norðanlands. Samt eru búðirnar í Reykjavík fullar af lunda. Mér skilst reyndar að mikið af honum sé framleitt í Kína. Selst sem íslenskt. http://www.eyjan.pressan.is/silfuregils Egill Helgason TÍSTIÐ Enn er ekki búið að sálga Íbúðalánasjóði þrátt fyrir fagnaðarlæti suður í Brüssel yfir framkomn- um hugmyndum í ríkis- stjórn um breytingar á sjóðnum. Oda Helen Slet- nes, forseti Eftirlitsstofn- unar EFTA (ESA), lýsir því nú yfir, samkvæmt fréttum fjölmiðla, að nú verði hætt að rannsaka hvort sjóðurinn standist markaðsvæðingarkröf- ur ESB því fyrirsjáanlegt sé að dregið verði úr félagslegu hlut- verki sjóðsins. Hinn félagslegi þráður í Íbúða- lánasjóði hefur sem kunnugt er í bland verið sá að tryggja lán- veitingar á landinu öllu og jafna áhættu sína með því að hafa á hendi bæði hin tryggari veð sem og hin ótryggari. Velferðarráðherra hefur kynnt hugmyndir að breytingum á lögum um Íbúðalánasjóð. Sagt er að stuðst verði við „danska kerf- ið“. Á kynningarfundum var þó jafnan tekið skýrt fram að ýmis- legt sem mörg okkar tóku sem jákvæðast í „danska kerfinu“, svo sem möguleikar á tímabund- inni frystingu afborgana, á ekki að gilda í hinu íslenska kerfi sam- kvæmt þeim tillögum sem þingflokkum voru kynntar í vor. Skírskotanir í danskt húsnæðiskerfi voru ann- ars á óljósum forsendum. Hitt þarf líka að kanna hverjir kostir hins danska kerfis raunverulega eru með tilliti til þess hve auðvelt er að eignast hús- næði. Sýnist mér þar sitt- hvað orðum aukið. Þetta þarf að leiða rækilega í ljós áður en hrapað er að breytingum. Alþingi á síðasta orðið Fögnuðurinn í Brüssel lýtur að því að íslensk stjórnvöld skuli ætla að vísa lántökum vegna allra eigna sem eru meira en fjörutíu millj- óna króna virði til bankanna. Þetta myndi stórlega veikja Íbúðalána- sjóð. Styrkur hans er í því fólginn að hafa á hendi sem flest traust veð. Menn kann að ráma í að þegar bankarnir gerðu aðför að Íbúða- lánasjóði á árunum fyrir hrun, þá vildu þeir að hann héldi sinni stöðu gagnvart tekjulægsta hluta þjóð- arinnar og „köldum svæðum“, þ.e. svæðum á landsbyggðinni þar sem fasteignaviðskipti gengju treg- lega og eignirnar fyrir vikið lágt metnar. Inn á slík „ótrygg“ svæði vildu bankarnir sem minnst koma. Og það sem meira er, þangað fóru þeir ekki! Styrkur Íbúðalánasjóðs hefur sem áður segir verið í því fólginn að hafa undir sínum handarjaðri bæði hin tryggari veð sem og hin ótryggari. Oda Helen Sletnes, forseti Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA), gefur sér að nú sé búið að hverfa frá þessu fyrirkomulagi og fagnar ákaft. Í mínum huga er þetta ótímabær fögnuður og sann- ast sagna ekkert sérlega geðfelld- ur og minnir á hve takmarkaða virðingu Evrópusambandið ber fyrir lýðræðislegum vilja þegar hagsmunir markaðsfyrirtækja eru annars vegar. En málið er sem betur fer ekki útkljáð. Lögum hefur enn ekki verið breytt. Íbúðalánasjóður er enn á lífi þótt Evrópusambandið og þær stofnanir sem kalla má skilgetin afkvæmi þess, vilji hann feigan. Alþingi á síðasta orðið. Enn ekki búið að slátra Íbúðalánasjóði ALICIA Svefnsófi B 163 D 83 H 78 cm. Dýnustærð 147x197 cm. Slitsterkt áklæði. Litir: Rautt, svart, grænt, og blómamunstur. 119.990 FULLT VERÐ: 139.990 SVEFNSÓFAR Í HÖLLINNI H Ú S G AG N A H Ö L L I N E I T T S Í M A N Ú M E R 5 5 8 1 1 0 0 MELBOURNE SVEFNSÓFI MEÐ TUNGU 169.990 FULLT VERÐ: 199.990 MELBOURNE Svefnsófi Stærð: 243x170 H:70 cm. Slitsterkt áklæði. Litir: Svargrár, grænn og rauður. Vinstri og hægri tunga. Rúmfata- geymsla í tungu. ÁTTU VON Á GESTUM! SVEFNSÓFAR Í ÚRVALI ÍBÚÐALÁNA- SJÓÐUR Ögmundur Jónasson alþingismaður ➜ Íbúðalánasjóður er enn á lífi þótt Evrópusambandið og þær stofnanir sem kalla má skilgetin afkvæmi þess, vilji hann feigan. Alþingi á síðasta orðið. ➜ Við gætum líka hugsan- lega gleymt að fylgjast með því hvernig sjálfstæðismenn eru nú í óða önn að reka bankastjóra Seðlabankans fyrir þá ósvinnu að kæra Samherja fyrir brot á gjald- eyrislögum. Vínspursmálið Í DAG Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur Una Sighvatsdóttir @ungasighvats 20. júlí 2014 Borgaði 500 kr fyrir glas af Bónus appelsínusafa í dag. Ferskur appelsínusafi hefði kostað 1000 kr. Er það alveg normal verðlagning?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.