Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Fréttablaðið - 26.07.2014, Side 6

Fréttablaðið - 26.07.2014, Side 6
26. júlí 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 6 SVEITARSTJÓRNIR Rósa Guðbjartsdóttir, for- maður bæjarráðs í Hafnarfirði, segir ekki rétt að laun nýráðins bæjarstjóra verði 31,5 prósent- um hærri en laun forverans eins og fulltrúar minnihlutans bókuðu í bæjarráði á fimmtudag. Rósa segir hið rétta að heildarlaun bæjar- stjóra fari úr 1.250 þúsund krónum í 1.480 þús- und krónur. Samkvæmt því er hækkunin 18,4 prósent en ekki 31,5 prósent. „Þess ber að geta að eftir hrun voru einstakir liðir í launasamsetningu bæjarstjóra í Hafnar- firði lækkaðir umtalsvert og hefur lítið verið breytt til baka fyrr en nú,“ útskýrir Rósa. Þá gagnrýnir Rósa oddvita Samfylk ingarinnar, Gunnar Axel Axelsson, sem kvaðst hafa sagt sig úr valnefnd vegna ráðningar bæjarstjóra. Segir hann að fulltrúar meirihluta Sjálfstæðis- flokks og Bjartrar framtíðar hefðu ákveðið hver yrði ráðinn áður en formlegt mat hefði verið lagt á umsækjendur. „Fulltrúi minnihlutans tók fullan þátt í öllum undirbúningi ráðningarferilsins, meðal annars í viðtölum við umsækjendur, og gerði engar athugasemdir við feril málsins. Og er því leitt að hann kjósi að láta að því liggja að ekki hafi verið staðið faglega að verki þegar lokaákvörðun var tekin,“ segir Rósa Guð- bjartsdóttir. - gar Formaður bæjarráðs segir fulltrúa minnihlutans ofmeta launahækkun bæjarstjórans í Hafnarfirði: Segir launahækkun 18 en ekki 31 prósent RÓSA GUÐBJARTSDÓTTIR Segir tekið tillit til að nýr bæjarstjóri muni eins og kjörnir fulltrúar sitja fundi í ráðum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL SKIPULAGSMÁL Drög að lýsingu á skipulagsverkefninu „Deiliskipu- lag fyrir Geysissvæðið“ voru lögð fram á fundi byggðaráðs Bláskóga- byggðar á föstudag. Byggðaráðið vísaði drögunum til afgreiðslu hjá skipulagsfulltrúa og einnig til fulltrúa Bláskógabyggðar í vinnu við skipulagsmál Geysis- svæðisins. „Byggðaráð óskar eftir að afgreiðsla skipulagsnefndar liggi fyrir sem fyrst þannig að hægt verði að taka formlega afstöðu til lýsingarinnar á næsta fundi byggðaráðs.“ Þá var ákveðið að ganga frá samningi við Landmótun sf. um gerð deiliskipulagsins. - gar Drög að skipulagi við Geysi lögð fram í Bláskógabyggð: Byggðaráð vill hraða verkinu Á GEYSI Landmótun sf. annast gerð skipulags á svæðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SVÍÞJÓÐ Sænska innflytjenda- stofnunin gerir ráð fyrir 80-89 þúsundum hælisleitenda til Sví- þjóðar á árinu. Samkvæmt spá frá því í apríl var gert ráð fyrir 61 þúsundi hælisleitenda. Gert er ráð fyrir að fleiri börn og unglingar komi ein til lands- ins, eða allt að 6.500, en áður var gert ráð fyrir að fjöldinn yrði 4.400. Ráða á fleiri starfsmenn til stofnunarinnar vegna fjölda umsókna. - ibs Straumur til Svíþjóðar: 80 þúsund hælis- leitendur í ár DÝRALÍF Einn fiskur úr feng meist- aranemenda sem lögðu silunga- net í Arnarfirði í fyrradag, vakti athygli þeirra enda var hann með mikinn hnúð og og ófrýnilega tenntur. Þetta var um tveggja kílóa hnúðlax sem er upprunalega kominn úr Kyrrahafi. Ekki hefur hann þó lagt slíkar vegalengdir að baki því Rússar hófu sleppingar á hnúðlaxi í ám sínum á Kólaskaga og víðar við Hvítahaf í kringum 1960 og fljót- lega eftir það fór að bera á honum hér við land. Reyndar er hann ekki sjaldgæfari en svo að hann er hér árlegur fengur að sögn Guðna Guðbergssonar, sviðsstjóra hjá Veiðimálastofnun. „Já, eins dæmin eru alltaf að gerast,“ bætir hann við í gamansömum tóni. Reyndar er það einungis hæng- urinn sem er svona auðþekkjan- legur en hrygnunni má auðveld- lega rugla saman við sjóbleikju. „Það eru oftast ekki nema gleggstu menn sem þekkja hana frá,“ segir Guðni. Hann segir enga ástæðu til að hafa miklar áhyggjur þótt slíkur flækingur finnist við íslenska ósa. „Það þarf náttúru- lega vissan fjölda til og svo þurfa þeir að getað viðhaldið sér. Ég þekki engin dæmi þess að þetta hafi tekist hjá þeim þannig að það séu einhverjir stofnar í ánum en það er ekkert útilokað að það geti gerst.“ Bleiklaxinn, sem er annað nafn yfir hnúðlax, hefur þann háttinn á að seiðin fara úr ám einungis tveimur vikum eftir að hafa klakist út og eru því ekki nema um 2,5 eða 3 sentímetrar þegar þau synda út í haf en okkar lax er á milli tíu til fjórtán sentímetrar þegar hann leggur í hann. Bleik- laxaseiðin eru því auðveld bráð. Ekki er heldur hentuga fæðu fyrir þau að finna. Þetta er meðal þeirra þátta sem standa vexti hans fyrir þrifum hérlendis. Dyntir náttúrunnar gefa vísind- unum stundum lagt nef og fiska verður vart sem ekki eru taldir lifa hér. „Ég veit til þess að grá- röndungar hafa veiðst hérna, ég hef séð eina þrjá í gegnum tíðina,“ segir Guðni en heimkynni slíkra fiska eru í Biskajaflóa við Spán og Frakkland. Hnúðlaxinn í Arnarfirði veiddu tveir nemendur, þau Niklas Kar- bowski og Chelsey M. Landry, en þau stunda meistaranám í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskóla- setur Vestfjarða. Fjarðalax hjálp- ar til við söfnun gagna og segir Jón Örn Pálsson, þróunarstjóri fyrir- tækisins, þetta sýna að laxinn flakki víða og kannski meira en menn telja fyrst þessi var á sundi í botni Arnar- fjarðar. jse@frettabladid.is Árlegt einsdæmi gerðist í Arnarfirði Hnúðlax kom í silunganet sem nemendur lögðu í Arnarfirði skammt frá kvíum Fjarðalax. Ekki mikið áhyggjuefni, segir sviðsstjóri hjá Veiðimálastofnun. Hnúðlax er upprunalega úr Kyrrahafi en sést hér á hverju ári fyrir tilstuðlan Rússa. NEMENDURNIR MEÐ NÝSTÁRLEGAN FENG Hér eru þau Chelsey M. Landry og Niklas Karbowski með hinn kynlega lax. MYND/FJARÐALAX Já, einsdæmin eru alltaf að gerast. Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri hjá Veiðimálastofnun. BRETLAND Breska efnahagsbrotadeildin (SFO) hefur fallist á að greiða breska kaupsýslumanninum Vincent Tchenguiz þrjár milljónir punda, tæplega sex hundruð milljónir íslenskra króna, í bætur vegna ólögmætrar handtöku í tengslum við rannsókn SFO á falli Kaup- þings á Bretlandi. Þar að auki hyggst SFO greiða lögfræðikostnað Tchenguiz sem er að minnsta kosti þrjár milljónir punda. BBC greinir frá. David Green, forstjóri SFO, bað Tchenguiz afsök- unar á framkomu SFO í hans garð. Green harmar þau mistök sem gerð voru vegna rannsóknarinnar og voru harðlega gagnrýnd af breskum dómstólum í júlí 2012. Green bætti við: „Ég er ánægður með að okkur skyldi hafa tekist að leysa þetta mál án aðkomu dómstóla.“ Rannsókn SFO laut einkum að gríðarlega háum lán- veitingum bankans til bræðranna Roberts og Vincents Tchenguiz, fáeinum dögum fyrir fall bankanna. Báðir neituðu bræðurnir að hafa gerst brotlegir við lög. Rannsókninni var hætt í október 2012, meðal annars vegna mistaka í rannsókninni auk þess sem talið var að ekki væru nægar sannanir fyrir því að saknæmt athæfi hefði átt sér stað. Enn er óleyst deila Roberts Tchenguiz, bróður Vin- cents, og SFO sem einnig hefur farið fram á háar skaðabætur vegna rannsóknarinnar. -ih/sks SFO harmar mistök sem gerð voru í rannsókn á falli Kaupþings á Bretlandi: Tchenguiz fær háar skaðabætur SKAÐINN BÆTTUR Vincent Tchenguiz var handtekinn árið 2011 tengslum við rannsókn á falli Kaupþings. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.