Fréttablaðið - 26.07.2014, Side 10
26. júlí 2014 LAUGARDAGURSKOÐUN
D
ruslugangan verður haldin í fjórða sinn í dag.
Gengið verður frá Hallgrímskirkju klukkan tvö
en einnig verður gengið á Akureyri, Ísafirði og í
Vestmannaeyjum. Að lokinni göngu verða haldnir
tónleikar í miðbæ Reykjavíkur. Druslugangan er
þarft framtak sem á rætur sínar að rekja til Toronto og var
fyrst haldin þar í borg 3. apríl 2011. Tilefnið var að í janúar
það ár lét lögreglustjóri nokkur í Toronto, Michael Sangui-
netti að nafni, hafa það eftir sér að hann vissi vel að hann
ætti kannski ekki að segja þetta en gerði það samt: „Konur
ættu að forðast að klæða sig eins og druslur til þess að verða
ekki fórnarlömb.“
Eins og gefur að skilja þá
vöktu þessi ummæli hörð við-
brögð og að sögn Maríu Lilju
Þrastardóttur, eins af skipu-
leggjendum göngunnar hér á
landi, fundu konur í Kanada
sig knúnar til að mótmæla
þessu harðlega. María Lilja segir jafnframt að sama orðræða
hafi komið upp hér á landi eins og frægt er orðið. Í Íslandi í
dag í vikunni sagðist hún einnig ánægð með að gangan fari
stækkandi ár frá ári enda snertir málefnið okkur öll.
Reykjavíkurborg er í ár styrktaraðili göngunnar og er það
vel. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagðist í Íslandi í dag
í vikunnu alltaf hafa verið mikill stuðningsmaður göng-
unnar því honum „finnst svo heilbrigt að færa ábyrgðina frá
fórnarlömbum kynferðisofbeldis yfir til geranda“. Taka má
undir þessi orð því alltof lengi hafa fórnarlömb kynferðis-
ofbeldis þurft að sitja ein uppi með ábyrgðina. En skömmin
er ekki þeirra. Skömmin er þeirra sem fremja ofbeldið
og reyndar er skömmin okkar líka. Sem samfélags þá og
hvernig við tökum á ofbeldinu.
Í ár er réttarkerfið nokkurs konar þema göngunnar.
Sem er gott því við sem samfélag höfum lengi brugðist
fórnarlömbum kynferðisofbeldis. Þegar kemur að þessum
málaflokki er engu líkara en að okkur sé hreinlega ekki
treystandi. Við vitum það öll en einhverra hluta vegna
eigum við í stökustu erfiðleikum með að snúa þessu við og
standa betur með fórnarlömbum kynferðisofbeldis. Frétta-
blaðið gerði úttekt á sínum tíma sem sýndi að á þriggja ára
tímabildi komu 1.374 kynferðisbrotamál til kasta lögregl-
unnar. Aðeins var ákært í 71 máli af þessum 1.374. Þessi
tölfræði ætti að hryggja okkur öll og gera orðlaus. Hvað
þá sú staðreynd að í 29 af þessu 71 máli var sýknað. Það
merkir sýknuhlutfall upp á fjörutíu prósent. Sem er í engu
samhengi við önnur mál sem koma fyrir dómstóla en þar er
dæmt í níu af hverjum tíu málum.
Við skulum hugsa þetta í Druslugöngunni í dag. Hugsa
um þá staðreynd að á hverjum degi kemur einhver, systir
okkar eða bróðir, frændi eða frænka, og tilkynnir eða kærir
kynferðisbrot til lögreglu á Íslandi. Á örfáum árum er um
þúsundir fórnarlamba að ræða. Og þetta er okkar fólk,
vinir okkar og vinkonur, og kannski við sjálf. Rétt um fimm
prósent okkar munu sjá fram á að sá eða sú sem braut á
okkur fari fyrir dómstóla. Miðað við sakfellingarhlutfallið
geta í heildina aðeins þrjú prósent átt von á að nauðgara
sínum sé refsað.
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson
ÚTGEFANDI: Kristín Þorsteinsdóttir RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá
blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og
í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Álfrún Pálsdóttir alfrun@
frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@
frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
Mikael
Torfason
mikael@frettabladid.is
SPOTTIÐ
AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR
Í dag skulum við öll vera druslur:
3%
Valdakerfi hvers samfé-lags byggist að miklu leyti á stjórnmálaflokkum og hagsmunasamtökum. Skoð-
anakannanir og kosningaúrslit síð-
ustu ára sýna að pólitískt mynstur
er að breytast. Þetta kemur fram í
tvennu: Ný styrkleikahlutföll milli
hefðbundnu stjórnmálaflokkanna
eru að festast í ákveðnu fari og
tengsl þeirra og hagsmunasamtaka
hafa að ákveðnu marki raknað upp.
Lifandi tengsl stjórnmála og hags-
munasamtaka þurfa ekki að vera
slæm. Þvert á móti geta þau verið
mikilvæg forsenda fyrir nægjan-
lega djúpri og víðsýnni málefnalegri
umræðu í samfélaginu. Þessi tengsl
eru því aðeins hættuleg þegar þau
leiða til þess að ákvarðanir á vett-
vangi stjórnmál-
anna mótast af
afmörkuðum og
þröngum hags-
munum.
Alþýðu-
bandalagið var
á sinni tíð eins
og margir sósí-
alistaflokkar
eins konar menntamannaútgáfa
af verkalýðshreyfingunni. En VG
hefur aðeins varðveitt tengsl við til-
tekna hópa opinberra starfsmanna
en lagt rækt við umhverfisverndar-
sinna. Alþýðuflokkurinn varðveitti
lengi lifandi samstarf við almennu
verkalýðsfélögin. Þau virðast hins
vegar vera lausari í reipunum í
Samfylkingunni.
Styrkur Sjálfstæðisflokksins
byggðist lengi á traustum tengslum
við allar greinar atvinnulífsins og
verulegum ítökum í almennu verka-
lýðsfélögunum. Núna eru hagsmuna-
tengslin einkum við útvegsmenn og
bændur. Framsóknar flokkurinn
hafði einnig tengsl við breiddina í
atvinnulífinu í gegnum samvinnu-
félögin en þau eru nú einskorðuð
við bændur og að einhverju marki
útveginn.
Þannig hafa hagsmunatengsl
allra gömlu flokkanna þrengst án
þess að annað hafi komið í staðinn.
Nýir flokkar sem sprottið hafa upp
síðustu áratugi hafa yfirleitt snúist
um einstaklinga eða þröng málefna-
svið. Kvennalistinn er þar þó undan-
skilinn.
Breytt valdakerfi
Þeir fjórir flokkar sem í ára-tugi hafa verið hryggjar-stykkið í pólitíkinni eiga
hver um sig rætur í hugmynda-
fræði sem eðlilega hafði áhrif á
hagsmunatengsl þeirra. Og svo
þarf að taka með í reikninginn að
með vaxandi almennri vel megun
er hugmyndabaráttan eðlilega
ekki jafn skörp og einu sinni var.
Sjálfstæðisflokkurinn er að fest-
ast í þeirri stöðu að vera um það
bil þriðjungi minni en hann var
fyrrum. VG er einnig um þriðj-
ungi minni en Alþýðubandalagið
var. Samfylkingin er aftur á móti
lítið eitt stærri en Alþýðuflokkur-
inn. Mesta breytingin er á stöðu
Framsóknar. Hún er meir en helm-
ingi minni en gamli Framsóknar-
flokkurinn.
Kosningasigur Framsóknar í
alþingiskosningunum fyrir ári
gekk mjög hratt til baka í skoð-
anakönnunum. Það tap var síðan
staðfest í borgarstjórnarkosning-
unum þó að samanburður við fyrri
borgarstjórnarkosningar gæfi
aðra mynd.
Þetta eru meiri umskipti en
nöfnin á flokkunum fyrr og nú
gefa til kynna. Breytingarnar
hafa ekki aðeins raskað valdakerf-
inu heldur sýnast þær einnig hafa
veruleg áhrif á það hvernig flokk-
arnir nálgast pólitísk viðfangs-
efni. Nýir flokkar hafa svo komið
og flestir farið.
Breytt flokkakerfi hefur einnig
opnað pólitískt tómarúm að því er
varðar utanríkisstefnu landsins
og hugmyndir um samvinnu og
samstarf við aðrar þjóðir. Þar var
Sjálfstæðisflokkurinn áður kjöl-
festa. Hætt er við að það hafi meiri
langtímaáhrif en menn sjá í augna-
blikinu þegar kjölfestan hverfur
úr utanríkispólitíkinni.
Minni fl okkar og fl eiri
Ýmsir sjá kosti við marga og smáa flokka. En reynsla ann-arra þjóða bendir ótvírætt til
þess að slíku pólitísku mynstri fylgi
að jafnaði meiri lausung þó að ekk-
ert sé algilt í þessum efnum. Ábyrg
langtímasjónarmið víkja þá gjarnan
um leið og skammtíma popúlístísk
mál verða meira ríkjandi. Pólitíska
breytingin á Framsókn samfara
minnkun hennar er gott dæmi þar
um. Vinstri stjórnin hefði trúlega
ekki lent jafn þversum gagnvart
verkalýðshreyfingunni og atvinnu-
lífinu nema fyrir þá sök að tengslin
við gamla baklandið höfðu trosnað.
Þá verður að telja ólíklegt að Sjálf-
stæðisflokkurinn hefði keypt sam-
starfið við Framsókn jafn dýru
verði og raun bar vitni í fjár málum
og peningamálum ef hann hefði
haldið fyrra vægi.
Í stórum flokkum hugsa menn
frekar til þess að vinna í haginn
fyrir næsta kjörtímabil því að þeir
hafa meiri möguleika á að halda
áfram eða komast að síðar og svo
týnast þeir síður í stjórnarandstöðu.
Í minni flokkum er meir um að aðild
að ríkisstjórn í eitt kjörtímabil sé
tækifæri lífsins. Þá freistar popúl-
isminn.
Flokkakerfi breytast eðlilega með
nýjum aðstæðum. Það er jákvætt
og stundum nauðsynlegt til þess að
komast megi hjá stöðnun. En flokka-
kerfið er að því leyti líkt skipum að
það þarfnast kjölfestu. Það á líka
við á breytingatímum. Hættan við
þá gerjun sem nú á sér stað er helst
sú að báðir vængir stjórnmálanna
verði án kjölfestu.
Pólitík án kjölfestu
Þú færð iittala í Höllinni!
R E Y K J AV Í K | A K U R E Y R I