Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Fréttablaðið - 26.07.2014, Side 20

Fréttablaðið - 26.07.2014, Side 20
26. júlí 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 20 heyrnartól og búa til tónlist, en þá var þetta ekki normið. Við gáfum aldrei út disk, bara þessar tvær kassettur sem voru ekki í miklum gæðum og megnið af efninu á þeim er á diskinum Gott bít. Spólurnar sem við tókum upphaflega upp á eru glataðar og bara þessar kassettur til að vinna með. Það var því ekkert hægt að hljóðblanda upp á nýtt, það eina sem hægt var að gera var að þurrka út mesta suðið sem var á kassettunum. Við eigum núna alveg heilan helling af suði sem við gefum kannski út síðar.“ Á geisladisknum Góðu bíti má finna lög af kassettunum Musique élémentaire og Það brakar í herra K frá 1981 og auk þess hljóð ritanir frá 1982 sem sumar voru gefnar út á safnkassettunni Rúllustiganum en aðrar hafa aldrei verið gefnar út áður. Allar upptökurnar eru „læf“, ýmist frá tónleikum 1981 eða gerðar í æfingahúsnæði. Hljómsveitin starfaði í nokkur ár áður en meðlimirnir héldu hver í sína áttina, en kjarninn hefur þó haldið saman. Þór og fleiri úr hópnum voru til dæmis á meðal stofnenda Smekkleysu 1986 og hafa verið viðloðandi hana síðan. Þór segir Fan Houtens Kókó hins vegar aldrei hafa verið lagða formlega niður og það geti alveg komið til mála að koma saman aftur og halda útgáfutónleika. „Það hefur verið rætt, en miðað við að það tók tíu ár að koma þessum diski út þá gæti alveg orðið nokkur bið á því.“ Stjórnar upptökum sonarins Eftir að Fan Houtens Kókó leyst- ist upp starfaði Þór með ýmsum LJÓÐABÆKUR 1983 Dauðaljóðin 1984 Á vængjum hrokans 1985 23 hundar 1986 Taktu bensín elskan SYKURMOLARNIR 1986-1992 DISKAR: 1987 Life‘s too good 1989 Here today, tomorrow last week 1991 Stick around for joy UNUN 1993-1998 DISKAR: 1994 æ SÓLÓDISKAR OG SAMVINNU 2005 loud & clear Too DVD með Tamás Komoróczky 2006 Dauðaskammtur með Degi Sigurðarsyni 2007 Mina Rakastan Sinua Elvis með Diddu og hljómsveit 2011 Leiðin til Kópaskers með Hnotubrjótunum KVIKMYNDA- TÓNLIST 2002 Möhöguleikar Heimildarmynd um Sigurð Guðmundsson. Leikstjóri Ari Alexander Ergis Magnússon 2003 Ég er arabi Leikstjórar Ari Alexander Ergis Magnússon og Sigurður Guðmundsson 2005 Allir litir hafsins eru kaldir Sjónvarpssería. Leikstjóri Anna Th. Rögnvaldsdóttir 2005 Gargandi snilld Heimildarmynd um íslenska samtímatónlist. Leikstjóri Ari Alexander Ergis Magnússon 2007 Syndir feðranna Heimildarmynd um Breiðavík. Leikstjóri Ari Alexander Ergis Magnússon 2011 Petit Cosmonaut Stuttmynd. Leikstjóri Ari Alexander Ergis Magnússon Þór Eldon hefur komið víða við á ferlinum, gefið út ljóðabækur, leikið í frægum hljóm-sveitum, unnið sem pródúsent hjá Smekk- leysu og samið kvikmyndatónlist, svo nokkuð sé nefnt. Upphafið að þessu öllu má rekja til hóps ung- linga í Breiðholti sem sótti fyrir- myndir til frönsku súrrealist- anna. Hvernig fengu unglingar í Breiðholtinu þennan ofuráhuga á súrrealistum, áratugum eftir að þeir voru í sviðsljósinu? „Við lásum mikið, sérstaklega af ljóðum, og það voru til nokkur ljóðasöfn á íslensku þar sem ljóð súrrealistanna voru þýdd. Smám saman fórum við að lesa þessi skáld á ensku, vorum ekki mjög sleipir í frönskunni, og þannig þróaðist þetta bara eðlilega – að því er okkur fannst allavega.“ Medúsuhópurinn varð til í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti þar sem allir meðlimirnir voru við nám. Sjón hafði gefið út sína fyrstu ljóðabók 15 ára en Þór seg- ist hafa verið svo seinþroska að hann hafi verið orðinn tvítugur þegar hans fyrsta bók, Dauða- ljóðin, kom út. „Sigurjón hafði náttúrlega áhrif á okkur hina með því að gefa út þessa bók, en við höfðum allir mikinn áhuga á súrr- ealismanum og fannst það full- komlega eðlilegt. Þetta var okkar áhugasvið.“ Bjargað frá íþróttunum Hljómsveitin með hið sérstæða nafn Fan Houtens Kókó var upp- haflega stofnuð til að setja tón- listar bakgrunn við ljóðin á upplestrum. Þór segir engan með- limanna, nema Einar Melax, hafa kunnað neitt á hljóðfæri en það hafi ekki verið nein fyrirstaða. „Einar var menntaður tónlistar- maður og hann bjargaði mér frá íþróttabölinu. Ég hafði verið mikið á skíðum og hefði getað farið þá skelfilegu leið að verða skíða- maður. Vendipunkturinn varð þegar Einar sagði mér frá því að hann vissi um rafmagnsgítar til sölu á góðu verði. Þetta var gítar sem Kristinn H. Árnason, sem nú er klassískur gítarleikari, hafði keypt af Valgeiri Guðjónssyni og var að losa sig við. Ég sló til og lærði síðan á gítarinn, selló og smá á píanó. Reyndar fór ég líka í fiðlunám, en það stóð stutt. Það þótti mér alveg ógeðslega leiðin- legt. En ég sem sagt hætti að stunda skíðin til að geta hangið með strákunum, spilað, samið ljóð og rætt um bókmenntir og tónlist.“ Hróður Fan Houtens Kókó breiddist út og þar kom að þeir fengu boð um að spila á tón leikum með helstu pönkhljómsveitum landsins. „Það voru tónleikar í Kópavogsbíói með Fræbbblunum og Utangarðsmönnum og fleiri hljómsveitum. Við vorum reyndar alls ekki pönkhljómsveit en við vorum með nokkur erlend lög sem við gátum selt sem pönk svo við fengum að vera með. Við vorum aldrei með trommara og tónlistin dálítið draumkennd þannig að við pössuðum svo sem ekkert sérlega vel inn í prógrammið, en þetta var mjög skemmtilegt.“ Nördar með heyrnartól Spurður hvort þeir hafi ekki bara verið á undan sinni samtíð dregur Þór við sig svarið. „Ég veit það nú ekki, en við fundum ekki mikinn samhljóm með því sem var mest áberandi á þeim tíma. Ekki það að við hefðum eitthvað á móti pönk- inu, alls ekki, við vorum bara annars staðar. Við vorum aldrei bílskúrsband, æfðum bara í her- bergjum hver annars, allir með heyrnartól því við máttum ekki vera með hávaða. Við vorum bara nördar með heyrnartól sem þótti mjög hallærislegt, en er auð vitað það sem fólk er að gera í dag. Núna þykir það alveg eðlilegt að sitja heima við tölvuna með Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is ÉG ER BARA Í MÍNU EIGIN LIÐI ÞÓR ELDON „Við vorum reyndar alls ekki pönkhljómsveit en við vorum með nokkur erlend lög sem við gátum selt sem pönk svo við fengum að vera með.“ FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI STIKLAÐ Á STÓRU Í FERLI ÞÓRS ELDON Þór Eldon var einn stofnenda Medúsuhópsins og meðlimur í hinni goðsagna- kenndu hljóm- sveit Fan Houtens Kókó. Nú er kominn út hljóm- diskur með efni sveitarinnar, þrjá- tíu árum eftir að hún leystist upp.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.