Fréttablaðið - 26.07.2014, Side 27

Fréttablaðið - 26.07.2014, Side 27
 | FÓLK | 3 Mikið úrval fjölbreyttra salatrétta og ljúffengar sal-atdressingar eru uppistaðan á nýjum og glæsi-legum veitingastað sem var opnaður nýlega við Suðurlandsbraut 4 í Reykjavík. Staðurinn, sem ber heitið Fresco, er bjartur og fallegur og gestir geta bæði notið veitinga í ró og næði og tekið matinn með í vinnuna eða heim. Ásgeir Ingi Einarsson, sem rekur Fresco ásamt föður sínum og bróður, segir tíu mismunandi salatrétti vera í boði og mikið vera lagt upp úr besta fáanlega hrá- efni. „Gestir geta bæði valið salöt hússins og sett saman eigin salatdiska. Einnig er hægt að setja salöt inn í vefjur fyrir þá sem vilja aðeins meiri fyllingu. Að öðru leyti eru þetta vel útilátnir skammtar enda hafa viðtökurnar verið mjög góðar þessar fyrstu vikur.“ Réttir hússins innihalda fjölbreytt úrval grænmetis, ávaxta, kjötmetis og fiskmetis. Fyrir utan hefðbundið innihald má nefna chili-baunir, bakaða papriku, fennel, ætiþistla, pikklaðan lauk og nachos-flögur auk úrvals fræja og berja. Boðið er upp á steiktan kjúkling, saffran- kjúkling, fajitas-júkling, BBQ-kjúkling, heitreyktan lax og roast beef. Grunn salatsins mynda fimm salattegundir; romaine, klettasalat, spínat, grænkál og bankabygg. Salat dressingarnar eru fjórtán talsins og eru allar lag- aðar á staðnum og ljúffengar. Fresco tekur tæplega 40 manns í sæti en margir gest- anna taka matinn með, ýmist í vinnuna eða heim eftir vinnu. „Hér í kringum okkar vinnur fjöldi manns sem hefur tekið okkur fagnandi. Auk þess erum við í alfara- leið fyrir marga sem vilja grípa hollan og góðan mat á leiðinni heim. Það er einföld, holl og þægileg lausn fyrir upptekið fólk.“ Sem fyrr segir voru þeir feðgar búnir að ganga með hugmyndina lengi í maganum. „Svona staðir hafa gengið vel í New York og Boston þar sem við höfum oft dvalið. Um áramótin ákváðum við að kýla á þetta og settum hugmyndavinnu af stað með Hákoni Má Örvarssyni mat- reiðslumeistara sem hannaði matseðilinn og salatdress- ingarnar að mestu leyti.“ Þeir sem enn eru svangir að mat loknum geta gætt sér á ljúffengum jógúrtís með ávöxtum. Fresco er opinn alla daga vikunnar milli kl. 11 og 21. Allar nánari upplýsingar má finna á Facebook undir Fresco. FERSKT SALAT Í FALLEGU UMHVERFI FRESCO KYNNIR Nýlega var nýr veitingastaður sem sérhæfir sig í hollum og góðum salatréttum opnaður á Suðurlandsbraut. Gestir geta bæði valið salöt hússins og sett saman rétti að eigin vild. Bæði er hægt að borða á staðnum og taka matinn með sér heim. VEL STAÐSETTUR Fresco er í alfaraleið fyrir þá sem vilja setjast inn eða grípa mat á leið heim. NOTALEGT Fresco er bjartur og fal- legur staður sem var opn- aður fyrir nokkrum vikum. BRAGÐGÓÐ HOLLUSTA Gestir Fresco geta valið úr tíu salat- réttum og fjórtán salatdressingum eða sett saman eigin salatrétt. PALM BEACH SALAT Inniheldur BBQ- kjúkling, epli, pikklaðan lauk, sætar kartöflur, cheddar-ost, þurrkuð trönuber og pekan-hnetur. FJÖLBREYTNI Gestir geta valið úrval af hnetum, fræjum og berjum í salötin. GÓÐ SAMVINNA Starfsfólk Fresco útbýr salöt úr besta mögulega hráefni sem völ er á. M Y N D IR/D A N ÍEL CAESAR-SALAT Inniheldur saffran- kjúkling, kirsuberja- tómata, parmesanost og brauðteninga.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.