Fréttablaðið - 26.07.2014, Blaðsíða 30
Grillmatur og gæðavín LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 20142
„Ég ólst upp við vín-
gerð og æskuminn-
ingar mínar snúast
um spænsk vín. Ég
man ilminn í vín-
skemmunni okkar
og af tunnunum,
fullum af víni, og
þegar f jölsk yld-
an smakkaði vínin
h e i m a ,“ s e g i r
Gloria Collell, höf-
undurinn á bak
við Mia, nýja og
spennandi við-
bót við spænska
vínframleiðslu.
Glor ia ha n n-
aði vínið í sam-
vinnu við Freix-
enet, sérstaklega
fyrir konur.
„Ég tók eftir því að konur virtust
ekki falla fyrir spænskum vínum
því mörg þeirra þóttu gamal dags.
Í samstarfi mínu við Freixenet lagði
ég því til nýja nálgun til að búa til
líf legt og ferskt vín sem myndi
höfða til fólks um allan heim.
Mia-vínin eru ávaxtavín og unnin
þannig að spænska vínþrúgan njóti
sín sem best. Ég veit að þótt ég hafi
búið vínin til með konur í huga
líkar karlmönnum þau ekki síður.“
Hvað er það við spænsk vín sem
þér líkar?
„Fjölbreytileikinn í vínþrúg unum
sem eingöngu eru ræktaðar á
Spáni finnst mér frábær, eins og
Tempranillo- og Parellada-þrúg-
urnar. Við gerð Mia tókst mér að
sameina íberískar þrúgur og nú-
tíma víngerðartækni við þann stíl
og lífsþrótt sem einkennir Barce-
lona, mína heimaborg. „Barcelona
í flösku“ er frábær lýsing á Mia-vín-
unum.“
Hver var innblásturinn á bak við
merkingarnar á flöskunum?
„Orðið „mia“, sem þýðir mitt á
spænsku, var mikið notað meðan
á vinnsluferlinu stóð. Þróun þessa
víns var afar spennandi og hreint
ævintýri fyrir alla sem komu þar
að, Freixenet-fjölskylduna, vín-
ekrubændurna og okkur öll.
Okkur finnst við öll eiga vínið og
þess vegna fannst okkur Mia við-
eigandi nafn. Á miðanum er nafn-
ið mótað með mósaíkmunstri, sem
vísar til verka hins fræga arkitekts,
Gaudi. Þá er saga mín og undir-
skrift einnig á flöskunni, sem gerir
merkinguna persónulega.“
Handbragð konu
Mia-vínin eru ný og spennandi viðbót við spænska vínframleiðslu. Gloria
Collell er höfundurinn á bak við Mia en ástríða hennar fyrir víni og lífið í
Barcelona varð henni innblástur við gerð þess. Hún segir „Barcelona í
flösku“ lýsa Mia-vínunum best en hún bjó vínið til fyrir konur.
Mia-rauðvín: 12,5%
Silkimjúkt vín unnið úr Tempr-
anillo-vínþrúgum. Vínið ber ríkan
ávaxtakeim með þykku berja- og
plómubragði. Hentar vel með
pastaréttum eða eitt sér.
Mia-hvítvín: 11%
Ferskt og létt með ríkum ávaxta-
keim og votti af hunangi. Vínið er
blanda af spænskum vínþrúgum
og hentar vel sem fordrykkur eða
með grilluðum kjúklingi.
Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmaður auglýsinga: Kolbeinn Kolbeinsson, kkolbeins@365.is s. 512 5447 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal.