Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Fréttablaðið - 26.07.2014, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 26.07.2014, Blaðsíða 30
Grillmatur og gæðavín LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 20142 „Ég ólst upp við vín- gerð og æskuminn- ingar mínar snúast um spænsk vín. Ég man ilminn í vín- skemmunni okkar og af tunnunum, fullum af víni, og þegar f jölsk yld- an smakkaði vínin h e i m a ,“ s e g i r Gloria Collell, höf- undurinn á bak við Mia, nýja og spennandi við- bót við spænska vínframleiðslu. Glor ia ha n n- aði vínið í sam- vinnu við Freix- enet, sérstaklega fyrir konur. „Ég tók eftir því að konur virtust ekki falla fyrir spænskum vínum því mörg þeirra þóttu gamal dags. Í samstarfi mínu við Freixenet lagði ég því til nýja nálgun til að búa til líf legt og ferskt vín sem myndi höfða til fólks um allan heim. Mia-vínin eru ávaxtavín og unnin þannig að spænska vínþrúgan njóti sín sem best. Ég veit að þótt ég hafi búið vínin til með konur í huga líkar karlmönnum þau ekki síður.“ Hvað er það við spænsk vín sem þér líkar? „Fjölbreytileikinn í vínþrúg unum sem eingöngu eru ræktaðar á Spáni finnst mér frábær, eins og Tempranillo- og Parellada-þrúg- urnar. Við gerð Mia tókst mér að sameina íberískar þrúgur og nú- tíma víngerðartækni við þann stíl og lífsþrótt sem einkennir Barce- lona, mína heimaborg. „Barcelona í flösku“ er frábær lýsing á Mia-vín- unum.“ Hver var innblásturinn á bak við merkingarnar á flöskunum? „Orðið „mia“, sem þýðir mitt á spænsku, var mikið notað meðan á vinnsluferlinu stóð. Þróun þessa víns var afar spennandi og hreint ævintýri fyrir alla sem komu þar að, Freixenet-fjölskylduna, vín- ekrubændurna og okkur öll. Okkur finnst við öll eiga vínið og þess vegna fannst okkur Mia við- eigandi nafn. Á miðanum er nafn- ið mótað með mósaíkmunstri, sem vísar til verka hins fræga arkitekts, Gaudi. Þá er saga mín og undir- skrift einnig á flöskunni, sem gerir merkinguna persónulega.“ Handbragð konu Mia-vínin eru ný og spennandi viðbót við spænska vínframleiðslu. Gloria Collell er höfundurinn á bak við Mia en ástríða hennar fyrir víni og lífið í Barcelona varð henni innblástur við gerð þess. Hún segir „Barcelona í flösku“ lýsa Mia-vínunum best en hún bjó vínið til fyrir konur. Mia-rauðvín: 12,5% Silkimjúkt vín unnið úr Tempr- anillo-vínþrúgum. Vínið ber ríkan ávaxtakeim með þykku berja- og plómubragði. Hentar vel með pastaréttum eða eitt sér. Mia-hvítvín: 11% Ferskt og létt með ríkum ávaxta- keim og votti af hunangi. Vínið er blanda af spænskum vínþrúgum og hentar vel sem fordrykkur eða með grilluðum kjúklingi. Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmaður auglýsinga: Kolbeinn Kolbeinsson, kkolbeins@365.is s. 512 5447 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.