Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Fréttablaðið - 26.07.2014, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 26.07.2014, Blaðsíða 34
| ATVINNA | Yfirlæknir á legudeild geðdeildar Laus er til umsóknar 100 % staða yfirlæknis í geðlækningum við geðdeild Sjúkrahússins á Akureyri og veitist staðan frá 1. október 2014. Verkefni og ábyrgð: Dagleg stjórnun og fagleg stefnumótun á legudeild geðdeildar, í samvinnu við forstöðulækni. Þjónusta við sjúklinga legudeildar, þátttaka í bráðaþjónustu, ennfrem- ur samvinna við aðrar deildir sjúkrahússins og stofnanir á Norður- og Austurlandi. Stöðunni fylgja bakvaktir í geðlækn- ingum, þátttaka í kennslu heilbrigðisstétta, þjálfun aðstoðar- og deildarlækna auk þátttöku í rannsóknarvinnu. Hæfniskröfur: Umsækjandi skal hafa fullgild réttindi í geðlækningum. Auk fræðilegrar þekkingar og reynslu er lögð áhersla á hæfileika á sviði samskipta, samvinnu og sjálfstæðra vinnubragða. Við leitum að geðlækni með víðtæka menntun og reynslu í almennum geðlækningum ásamt reynslu við stjórnun. Umsóknarfrestur er til og með 1. september 2014. Sérfræðingur í geðlækningum Laus er til umsóknar 100% staða sérfræðings í geðlækningum við geðdeild Sjúkrahússins á Akureyri og veitist staðan frá 1. september n.k. eða eftir samkomulagi. Verkefni og ábyrgð: Þjónusta við sjúklinga legudeildar, þátt- taka í bráðaþjónustu, ennfremur samvinna við aðrar deildir sjúkrahússins og stofnanir á Norður- og Austurlandi. Stöðunni fylgja bakvaktir í geðlækningum, þátttaka í kennslu heilbrigðis- stétta, þjálfun aðstoðar- og deildarlækna auk þátttöku í rannsóknarvinnu. Hæfniskröfur: Umsækjandi skal hafa fullgild réttindi í geð- lækningum. Við ráðningu verður lögð áhersla á faglega þekk- ingu auk hæfileika á sviði samskipta, samvinnu og sjálfstæðra vinnubragða. Umsóknarfrestur um stöðuna er til og með 15. ágúst 2014. Sjúkrahúsið á Akureyri er kennslusjúkrahús, sem veitir almenna og sérhæfða heilbrigðisþjónustu. Áhersla er lögð á bráðaþjónustu og helstu sérgreinameðferðir. Geðdeild Sjúkrahússins á Akureyri er eina geðdeildin utan höfuðborgarsvæðisins. Þar eru sex stöður lækna. Deildin þjónar aðallega íbúum Norður- og Austurlands 18 ára og eldri. Deildin skiptist í legudeild og dag- og göngudeild með fjölbreyttum verkefnum. Góð samvinna er við aðrar sjúkrahússdeildir, heilsugæslustöðvar, félagsþjónustu sveitarfélaga, geðsvið Landspítalans og stofnanir SÁÁ fyrir fíknisjúklinga. Næsti yfirmaður er Sigmundur Sigfússon forstöðulæknir geðdeildar sem gefur nánari upplýsingar um stöðuna í tölvupósti sigmundur@fsa.is ásamt staðgengli Sigmundar Árna Jóhannessyni í síma 4630100 og í tölvupósti arnijo@fsa.is og Gróa B. Jóhannesdóttir framkvæmdastjóri lyflækningasviðs í síma 4630100 og tölvupósti groaj@fsa.is. Starfskjör fara eftir kjarasamningi Fjármálaráðherra og Læknafélags Íslands. Umsóknum skal skilað á umsóknareyðublaði Embættis landlæknis um læknisstöður, sem fæst á vef sjúkrahússins www.fsa.is til Þóru Ákadóttur starfsmannastjóra sjúkrahússins eða á netfang thora@fsa.is. Umsóknum skulu fylgja ítarlegar upplýsingar um nám og starfsferil ásamt upplýsingum um fræðilegar rannsóknir, rit- og kennslustörf og staðfest afrit af fylgigögnum. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Gildi Sjúkrahússins á Akureyri eru ÖRYGGI – SAMVINNA – FRAMSÆKNI. Við ráðningar í störf er tekið mið af jafnréttisstefnu sjúkrahússins, sem er reyklaus vinnustaður. Okkur vantar kröftuga og skemmtilega einstaklinga til starfa á kaffihúsum Kaffitárs í Reykjavík. Störfin: Kaffibarþjónar í fullt starf og helgarstörf. Starfssvið: Störfin felast í framreiðslu á kaffidrykkjum, veitingum og sölu á úrvalskaffi og kaffivörum. Hæfniskröfur: Við leitum að kraftmiklum, brosmildum einstaklingum með áhuga á þjónustu og sölu og brennandi ástríðu fyrir kaffi. Starfsmenn munu fá starfsþjálfun og kennslu í fagi kaffibarþjónsins. Umsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Kaffitárs, www.kaffitar.is. Umsóknarfrestur er til 8. ágúst. Frekari upplýsingar veitir Lilja Pétursdóttir í síma 420-2722. Kaffitár framleiðir og selur einungis úrvalskaffi. Við leggjum áherslu á gæði og ferskleika. Við erum skemmtileg, alúðleg, umhverfisvæn, litaglöð og líka röff og töff. Við setjum fólk í fyrirrúm og opnum hjarta okkar til að koma boðskap Kaffitárs til skila og tengjast viðskiptavinum okkar traustum böndum. Við kaupum kaffi án krókaleiða til að stuðla að því að við fáum besta kaffi sem völ er á og að bændurnir fái sanngjarnt verð fyrir vöru sína. @ Sölufulltrúi Útgáfufyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir sölu- fulltrúum í fullt starf. Um er að ræða sölu- og kynninga- starf fyrir fjöldan allan af ýmis konar ritum sem fyrirtækið gefur út, sjá heimasíðuna www.sagaz.is Krefjandi starf í skemmtilegu umhverfi. Reynsla af sölu- og kynningarmálum æskileg en ekki skilyrði. Athugið tekjur eru árangurstengdar en tekjumöguleikar miklir! Umsóknir skulu sendar á netfangið umsokn@sagaz.is fyrir 1. ágúst nk. Miklir tekjumöguleikar fyrir duglegt fólk Grunnskólinn á Hólmavík Við Grunn- og tónskólann á Hólmavík eru lausar stöður tónlistarkennara skólaárið 2014-2015 • Meðal kennslugreina við tónskólann er píanó, blásturshljóðfæri, gítar, bassagítar og söngur. Einnig kennsla í forskólahópi. Um er að ræða kennslu á grunn- og miðstigi. Leitað er eftir einstaklingum með góða skipulagshæfileika og mikla hæfni í mannlegum samskiptum. Starfið er fjölþætt, færni á fleiri en eitt hljóðfæri er mikilvægur eiginleiki og reynsla af tónlistarkennslu er æskileg. Umsækjendur skulu hafa hreint sakavottorð. Laun eru samkvæmt kjarasamningum LN og KÍ. Umsóknarfrestur er til 8. ágúst 2014. Nánari upplýsingar veitir: Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir skólastjóri í síma 6963196, netfang skolastjori@strandabyggd.is Umsóknir með starfsferilsskrá og afrit prófskírteina ásamt upplýsingum um meðmælendur sendist Hrafnhildi Guðbjörnsdóttur á skolastjori@strandabyggd.is eða Grunnskólinn á Hólmavík, Skólabraut 20-22, 510 Hólmavík. Grunnskólinn á Hólmavík er samrekinn grunn- og tónskóli með um 70 nemendum í 1.–10. bekk þar sem lögð er áhersla á einstaklingsmiðað nám og samvinnu. Skólinn er Grænfánaskóli og er áhersla lögð á umhverfismennt og útinám. Við skólann starfar 20 manna samhentur hópur. Félagsmiðstöð ungmenna hefur aðstöðu í skólanum. Í Strandabyggð búa tæplega 520 manns þar af 380 manns í þéttbýliskjarnanum Hólmavík. Á staðnum er öll almenn þjónusta, góður leikskóli og glæsileg íþróttamiðstöð ásamt sundlaug með aðstöðu fyrir alla aldurshópa. Fjölbreyttir útivistarmöguleikar eru til staðar og náttúrufegurð mikil. Hólmavík er í einungis 233 km fjarlægð frá Reykjavík, sem er um 3 tíma akstur. 26. júlí 2014 LAUGARDAGUR2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.