Fréttablaðið - 26.07.2014, Page 41
Í Haribos Black & White er girnilegur, mjúkur lakkrís sem
hentar stórvel í allan bakstur, enda verður hann ekki harður
sem grjót þegar baksturinn kólnar, heldur helst áfram mjúkur
og bragðgóður.
LAKKRÍSMÚFFUR
HRÁEFNI
2 egg
200 g af sykri
2 ½ dl súrmjólk
8 msk olía
2 tsk vanillusykur
2 tsk lyftiduft
250 g hveiti
100 g af Haribo Black & White,
skorið í litla bita, nota einungis
lakkrísbitana
Dugar í u.þ.b. 20 múffur.
LEIÐBEININGAR
Þeyttu saman egg og sykur og bættu við vanillusykri, olíu og súrmjólk. Bættu
næst við hveiti og lyftidufti og hrærðu öllu vel saman. Klipptu lakkrísinn niður
í litla bita og settu út í deigið. Blandaðu öllu saman svo að dreifist vel úr
lakkrísnum. Fylltu síðan tuttugu múffuform (að ¾ hlutum hvert) með deiginu
og bakaðu við 200 gráður í u.þ.b. tíu mínútur.
Þegar gyllt og girnileg skorpa tekur að myndast á múffunum og þær klessast
ekki lengur við tannstöngul sé honum stungið létt í miðjuna, eru þær
mátulega bakaðar. Taktu þær út og leyfðu þeim að kólna í nokkrar mínútur.
Ekki spillir fyrir að húða þær með glassúr að eigin vali.
UPPSKRIFT