Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Fréttablaðið - 26.07.2014, Page 70

Fréttablaðið - 26.07.2014, Page 70
26. júlí 2014 LAUGARDAGUR| LÍFIÐ | 42 Í RAÐIR RECORD RECORDS Reggíhljómsveitin AmabAdamA hefur gert samning við útgáfufyrir- tækið Record Records um að fyrsta breiðskífa hljómsveitarinnar, sem hefur þó enn ekki fengið nafn, muni koma út á vegum fyrirtækisins. Gert er ráð fyrir að platan líti dagsins ljós í haust og ríkir mikil eftirvænting á meðal unnenda sveitar- innar sem hefur fjölgað mikið eftir að sveitin sendi frá sér eitt vinsælasta og mest grípandi lag sumarsins, Hossa hossa. - glp GÁMASALA 25. - 29. JÚLÍ Í FAX AFENI 7 AÐEINS ÞESSA 5 DAGA! ALLT AÐ 50% AFSLÁTTUR Verslaðu núna- borgaðu seinna með Netgíró HJÓLA- OG SPORTVÖRUVERSLUNIN · FAXAFENI 7 SÍMI 5 200 200 · GAP.IS OPIÐ ALLA HELGINA! FULLUR GÁMUR AF MONGOOSE HJÓLUM SEM VIÐ ÞURFUM A Ð LOSNA VIÐ - STR AX! SÖLUMENN OKKA R VERÐA Í SAMNIN GSSTUÐI! OPIÐ Í DAG KL. 10 - 16 OG Á MORGUN KL. 1 2 - 16 FYRSTIR KOMA, FYRSTIR FÁ LEYNIPARTÍ Á DOLLY Íslenska útgáfufyrirtækið Borg blæs til partís á efri hæð Dolly í kvöld til að hita upp fyrir tveggja ára afmæli fyrirtækisins sem er í ágúst. Útgáfu- fyrirtækið hefur verið að gera það gott undanfarin tvö ár en aðstand- endur fyrirtækisins hafa verið duglegir við að halda partí sem skarta helstu plötusnúðum útgáfunnar en í partíinu í kvöld munu plötusnúðarnir sem standa að Borg, Housekell, Ómar og Jón, spila ásamt hinum breska plötusnúði TWIN // PEAKS. Vænta má stemningar ættaðrar beint frá klúbbum Lundúnaborgar. - bþ „Þau eru bara frábær, alveg æðis- leg,“ segir leikstjórinn Marteinn Þórsson um hljómsveitina Sam- aris en hann leikstýrði nýjasta tónlistarmyndbandi þeirra sem verður frumsýnt á mánudaginn. „Þau gerðu tónlistina fyrir mynd- ina mína XL og þá töluðum við um að ég myndi gera vídeó fyrir þau í staðinn,“ segir Marteinn. „Þetta er svipuð pæling og í XL, bara aðeins póetískari. Maður er líka að reyna að fanga sama tón og andrúmsloft og er í tónlistinni.“ Með aðalhlutverk í tónlistar- myndbandinu fara þau Ólafur Darri Ólafsson og María Birta en þau fóru einmitt með aðalhlutverk í XL. „Mig langaði að halda áfram með ljósmyndapælinguna sem ég og tökumaðurinn vorum með fyrir XL,“ segir leikstjórinn. „Lokapartísenan í myndinni var öll tekin sem ljósmyndir og tón- listar myndbandið er líka þannig.“ Marteinn segir samstarfið við Samaris hafa gengið einstaklega vel en lagið Brennur stjarna, sem tónlistarmyndbandið er við, er ein- mitt lokalagið í XL. „Það er miklu meiri tónlist frá þeim í myndinni en átti upphaf- lega að vera, hún blandast mjög vel við tónlistina hjá Önnu,“ segir Marteinn en Anna Þorvalds sá um tónlistina samhliða Samaris. „Á meðan Anna er kaldari og myrkari þá eru krakkarnir mun hýrri og angurværri þannig að þetta voru frábærar andstæður.“ Marteinn segist hafa heyrt fyrst tónlist Samaris á Rás 1 þegar þau voru nýbúin að vinna Músíktil- raunir og var leikstjórinn þá að vinna í handritinu að XL og fannst tónlistin passa vel við. „Við hittumst á Hressó og spjöll- uðum saman og svo þegar þau kom- ust að því að ég væri ekki einhver pervert þá leist þeim ágætlega á þetta,“ segir Marteinn og hlær. Tónlistarmyndbandið verður frum- sýnt á mánudaginn á vefsíðunni clashmusic.com. baldvin@365.is Fundu út að Marteinn var ekki pervert Hljómsveitin Samaris frumsýnir nýtt tónlistarmyndband á mánudaginn en Ólafur Darri Ólafsson og María Birta Bjarnadóttir fara með aðalhlutverkin. „Þetta var voða rólegur og þægi- legur tökudagur, enda mynd- bandið að mestu skotið heima hjá Marteini eða í kringum húsið hans. Þetta var ekki jafn stress- andi og þegar við vorum að mynda XL,“ segir María Birta um tökurnar. Minna stressuð en í XL Skálmöld Dimma Sólstafir Brain Police FRAM KOMA „Nú á að kýla á þetta, við erum allir svo reiðir yfir því að þetta gekk ekki upp að við höfum ákveðið að snúa bökum saman og kýla á þetta,“ segir Snæbjörn Ragnarsson, bassa- leikari Skálmaldar, en nokkrar af vinsælustu rokksveitum landsins sameinast á stórtónleikum í Voda- fonehöllinni í september en tónleik- arnir kallast Rokkjötnar 2014. Tónleikar undir sömu yfirskrift fóru fram árið 2012 og vöktu mikla lukku en því miður gekk ekki að halda tónleikana í fyrra. „Það er ekkert launungarmál að til þess að svona dæmi gangi upp verðum við að leggja til þrotlausa vinnu og í framhaldinu treysta á alla mögu- lega innkomu til þess að ná endum saman,“ segir Snæbjörn en hann lofar rosalegum tónleikum. „Við höfum pantað flottasta hljóðkerfi landsins, öll ljós landsins og svo verður flugeldsýning, við erum ekki að spila þetta seif enda er ekk- ert rokk í því að gera hlutina seif,“ segir Snæbjörn og hlær. Tónleikarnir sem fram fara 27. september hefjast klukkan 15.45, er það ekki fullsnemmt fyrir þungarokk? „Þetta er svo mikil og löng veisla að við verðum að byrja snemma, við leyfum líka öllum að koma, það er að segja ef krakkar eru í fylgd með forráðamönnum,“ segir Snæbjörn. Spurður út í hvort rokksveit- irnar ætli að rokka saman á svið- inu segir Snæbjörn það geta verið. „Menn hafa pískrað um það hver í sínu horninu að ákveðin bönd spili saman. Það er samt komin pínu kappsemi í sveitirnar, menn vilja vera bestir og flottastir, þetta verður smá rokkkeppni.“ Miðasala á tónleikana hefst á þriðjudaginn á midi.is. - glp Flugeldasýning á Hlíðarenda Nokkrar af vinsælustu rokksveitum landsins sameinast í Vodafonehöllinni. VAGG OG VELTA Snæbjörn Ragnars- son og félagar hans í Skálmöld ætla að rokka feitt í Vodafonehöllinni. MARÍA BIRTA OG ÓLAFUR DARRI Í myndbandinu má sjá brot af eldheitu og ofbeldisfullu sambandi aðalleikaranna. Beneath Strigaskór nr. 42 In Memoriam Melrakkar STILLA ÚR MYNDBANDI GÓÐIR DÓMAR Í ÁSTRALÍU Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti fær mjög góða dóma fyrir tónleika sína í áströlsku borginni Melbourne á þriðjudagskvöld. „Þrátt fyrir að hafa væntanlega þjáðst af mikilli flug- þreytu mættu Ásgeir og hljómsveit hans á sviðið og hreinlega negldu þetta. Veikleikamerkin voru engin og ekki heldur vandræðaleg hlé,“ skrifaði gagnrýnandinn. „Hljóðlátt sjálfstraust þeirra og hreinskilin fegurð tón- listarinnar sigldi þeim í gegnum kvöldið án þess að þurfa á einhverjum látum að halda. Þetta var lifandi tónlist eins einlæg og hún getur orðið.“ - fb „Ég veit það hljómar klisju- lega en ég hef komist að því að þú munt ekki falla fyrir réttu manneskj- unni fyrr en þér fer að líða vel í eigin skinni.“ EMMA WATSON

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.