Fréttablaðið - 14.08.2014, Page 8

Fréttablaðið - 14.08.2014, Page 8
14. ágúst 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 8 HEILBRIGÐISMÁL Frá því ebólu- veirunnar varð fyrst vart árið 1976 hefur hún kostað um 2.600 manns lífið, þar af meira en þús- und manns á þessu ári. Faraldurinn í ár hefur því lagt mun fleiri að velli en fyrri faraldr- ar, en veiran hefur skotið upp koll- inum reglulega þá fjóra áratugi sem hún hefur verið að herja á fólk. Til þessa hefur hún verið bundin við nokkur Afríkuríki, en sjaldn- ast hafa liðið meira en tvö eða þrjú ár á milli faraldra. Stundum hefur hún farið á kreik árlega eða jafn- vel nokkrum sinnum sama árið. Samkvæmt nýjustu tölum frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni, WHO, höfðu á þriðjudaginn var alls 1.848 manns smitast af veirunni frá því faraldurinn í ár hófst og 1.013 þeirra látist. Tugir nýrra smita greinast á hverjum degi í Gíneu, Líberíu, Síerra Leóne og Nígeríu. Ebóluveiran virðist því ekk- ert vera að gefa eftir, og nú hafa smitaðir einstaklingar verið sendir til lækninga í Bandaríkj- unum og á Spáni. Margir óttast því að hún eigi eftir að breiðast út um heimsbyggð- ina og valda verulegum usla, enda leggur hún iðulega að velli meira en helming þeirra sem smitast. Þær áhyggjur eru þó kannski ekki alveg á rökum reistar, því þótt ebólan sé ein skeinuhættasta veira sögunnar þá smitast hún ekki auðveldlega milli manna. Til þess að smitast af ebólu þurfa menn að komast í beina snertingu við blóð, svita, tár eða aðra líkamsvessa úr smituðum manni. Ekki þarf beina snertingu við smitaðan einstakling, heldur nægir að komast í snertingu við vessa úr honum sem borist hafa á húsgögn eða aðra hluti. Þess vegna eru það einkum nánir ættingjar og heilbrigðis- starfsfólk sem hefur smitast. Veiran smitast ekki milli manna með andrúmsloftinu eins og kvef og flensa geta gert. Hins vegar er engin lækning til, þannig að smit- ist menn á annað borð þá er ekkert annað til ráða en að fara á sjúkra- hús þar sem hlúð er að sjúklingn- um, ekki síst með því að gæta þess að gefa honum nógu mikinn vökva. Gagnrýnt hefur verið að til þessa hafa einungis tveir Banda- ríkjamenn og einn Spánverji, sem sendir voru til lækninga á Vestur- löndum, fengið að njóta góðs af til- raunalyfjum eða mótefnum gegn veirunni. Íbúar Afríkuríkjanna fjögurra hafa ekki átt þess kost að fá slík lyf eða mótefni. Þetta eru líka tilraunalyf sem hafa enn ekki verið fullprófuð og þykja því ekki örugg. Alþjóða- heilbrigðisstofnunin hefur engu að síður gefið grænt ljós á notkun þeirra andspænis þessum faraldri. Í gær skýrðu kanadísk yfirvöld svo frá því að þau hefðu ákveðið að senda allt að þúsund skammta af tilraunabóluefni til Afríku. Þetta tiltekna bóluefni hefur aldrei verið reynt á mönnum en gefið góða raun í tilraunum á dýrum. Læknar hafa samt hikað við að nota tilraunaefni á fólk, jafn- vel þótt dauðinn sé næsta vís verði ekkert að gert. Þannig tóku læknar í Senegal ákvörðun um að láta lækni frá Síerra Leóne, sem smitast hafði af ebólu, ekki fá til- raunalyf sem þó stóð til boða. Þeir segjast engan veginn geta treyst því að lyfið muni ekki hafa skaðleg áhrif á sjúklinginn, þar sem engar tilraunir séu fyrir hendi sem geti staðfest árangurinn. gudsteinn@frettabladid.is Ebólufaraldrar í Afríku Hluthafafundur N1 hf. Stjórn N1 hf. boðar til hluthafafundar miðvikudaginn 20. ágúst 2014, klukkan 16:00 á aðalskrifstofu félagsins, Dalvegi 10–14, Kópavogi. Dagskrá fundarins: 1. Breyting á samþykktum – varamenn. 2. Kosning eins aðalstjórnarmanns í stjórn félagsins og tveggja varamanna. 3. Önnur mál löglega upp borin. Nánar um dagskrá fundarins: Rétt áður en aðalfundur N1 hf. hófst, fimmtudaginn 27. mars 2014, dró einn frambjóðenda til aðalstjórnar til baka framboð sitt. Sjálfkjörið var til stjórnar og varastjórnar að öðru leyti. Þar sem allir frestir um framboð til stjórnar voru liðnir þegar afturköllun framboðsins barst var ekki hægt að bregðast við breyttum aðstæðum á þeirri stundu. Stjórn N1 hf. hefur nú ákveðið að boða til hluthafafundar þar sem kjör eins stjórnarmanns í aðalstjórn verður á dagskrá til að tryggja að aðalstjórn verði fullskipuð fram að næsta aðalfundi félagsins. Á sama tíma leggur stjórn N1 til þá breytingu á samþykktum félagsins að fellt verði á brott ákvæði um kjör tveggja varastjórnarmanna skv. 1. málslið 17. gr. gildandi samþykkta félagsins. Frá síðasta aðalfundi hafa báðir kjörnir varastjórnarmenn sagt af sér. Í stað þess að leggja til kjör nýrra varamanna í stjórn leggur stjórnin til að ákvæðið um varamenn verði fellt niður. Tillagan um að fella niður ákvæði í samþykktum um varamenn tekur ekki gildi fyrr en í fyrsta lagi við samþykkt hennar, þannig að gera þarf ráð fyrir dagskrárliðnum framboð til varastjórnar með fyrirvara um samþykkt hennar, en í því tilviki falla framboð til varastjórnar niður. Aðrar upplýsingar: Öll skjöl og tillögur sem lögð verða fyrir hluthafafundinn verður að finna á vefsíðu félagsins www.n1.is/fjarfestatengsl. Hluthöfum stendur einnig til boða að nálgast skjölin í höfuðstöðvum félagsins, Dalvegi 10-14, Kópavogi, virka daga milli kl. 09:00–16:00. Samkvæmt 63. gr. a. hlutafélagalaga nr. 2/1995 ber að tilkynna um framboð til stjórnar skriflega með minnst fimm sólarhringa fyrirvara fyrir hluthafafundinn, eða fyrir kl. 16:00 föstudaginn 15. ágúst 2014. Framboðum skal skila á skrifstofu N1 hf., Dalvegi 10–14 í Kópavogi eða á netfangið hluthafar@n1.is. Upplýsingar um frambjóðendur til stjórnar verða birtar eigi síðar en tveimur dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent frá klukkan 15:30 þann dag sem hluthafafundurinn verður haldinn. Stjórn N1 hf. 318* 88% 284 53% 1 100% 34 65% 52 60% 1 0% 315 81% 65 92% 425 53% 65 82% 59 75% 178 89% 17 41% 12 83% 264 71% 149 25% 32 44% 1 100% 31 67% 57 51% Tegundir ebóluveirunnar Saírveiran Súdanveiran Taískógarveiran Bundibugyo-veiran * Fjöldi smitaðra % Dánarhlutfall A-KongóFílabeinsströndinUganda Súdan V- KongóGabon 1976 1976 1977 1979 1994 1994 1995 1996 2000 2001- 2002 2001- 2002 2003 2004 2005 2007 2007 2008 2011 2012 2012 Ebólan hefur ekkert gefið eftir Meira en þúsund manns hafa látist af völdum ebóluveirunnar á þessu ári, en undanfarna fjóra áratugi höfðu reglulegir faraldrar saman- lagt kostað 1.600 manns lífið. Læknar hika við að nota tilraunalyf á fólk, þrátt fyrir að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hafi gefið grænt ljós. STJÓRNMÁL „Ég hef áhyggjur af því að Pútín horfi víðar en til Úkraínu. Markmið Rússa er augljóslega að koma í veg fyrir frekari samruna Austur-Evrópulandanna við Vest- urlönd í Evrópu. Þeir vilja festa rússnesk áhrif í nágrannalöndum sínum í sessi,“ sagði Anders Fogh Rasmussen á blaðamannafundi í ráðherrabústaðnum við Tjarnar- götu í gær. Hann er staddur hér á landi í sinni síðustu heimsókn sem framkvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsins (NATO). Fogh Rasmussen átti fund með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra og ræddi meðal annars stöðuna í Úkraínu. „Ég held að leiðtogar í Kreml séu meðvitað- ir um það að minnsta tilraun til að ógna aðildarríkjum okkar muni vekja mjög hörð viðbrögð frá okkar hlið. Tilvist NATO, ein og sér, mun koma í veg fyrir árás Rússa á aðild- arríki,“ sagði hann. Á fundinum greindi Fogh Rasm- ussen meðal annars frá þrískipt- um aðgerðum bandalagsins til varnar gegn auknum afskiptum Rússa á Eystrasaltssvæðinu og í Austur-Evrópu. Í fyrsta lagi hefur lofthelgisgæsla verið aukin til muna í Eystrasaltslöndunum. Jafn- framt hafa flotar á Eystrasaltinu og Svartahafi verið búnir undir að bregðast hratt við hættuástandi. Í öðru lagi mun NATO auka sam- vinnu sína við Úkraínu til að styrkja og nútímavæða herafla landsins. Í þriðja lagi hefur samvinnu við Rúss- land verið slitið. Enn er opið fyrir pólitíska samræðu á milli Rússlands og NATO en að öðru leyti hefur samskiptum verið slitið. Sú ákvörð- un var tekin í apríl á þessu ári. Fogh Rasmussen lagði áherslu á það á fundinum að Ísland tæki full- an þátt í aðgerðum bandalagsins gegn Rússlandi. „Á þessum óvissutímum þörfn- umst við Atlantshafsbandalagsins meira en nokkru sinni. Ég treysti á stuðning Íslands til að skýra línurn- ar og gera bandalagið traustara og sveigjanlegra,“ sagði Fogh Rasmus- sen. snaeros@frettabladid.is Óttast Rússa Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlants- hafsbandalagsins, segir að bandalagið muni svara af fullri hörku ógni Rússland aðildarríkjum þess. LOKAHEIMSÓKNIN Anders Fogh Rasmussen sló á létta strengi með forsætisráð- herra í upphafi fundar í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.