Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.08.2014, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 14.08.2014, Qupperneq 10
14. ágúst 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 10 HJÓLA- OG SPORTVÖRUVERSLUNIN · FAXAFENI 7 SÍMI 5 200 200 · GAP.IS ALLT AÐ 50%AFSLÁTTUR „Fiskistofa hefur heimild til að grípa inn í og stöðva veiðar. En það er mjög íþyngjandi aðgerð og sú leið sem hefur verið farin er að vinna með veiðifélögunum á hverjum stað,“ segir Guðni Magnús Eiríks- son, sviðsstjóri lax- og silungsveiði- sviðs Fiskistofu, aðspurður hvort hugsanlegt sé að stofnunin bregðist við lítilli laxveiði í einstökum ám með því að fyrirskipa veiðibann. Undanfarnar vikur hefur orðið ljóst að göngur í allmargar lax- veiðiár hafa brugðist. Helst er þetta áþreifanlegt í ám á Suðvest- ur- og Vesturlandi. Fáliðaður smá- lax og rýr sýnir að sjávarvist laxins í fyrrasumar og vetur hefur verið honum mjög harðdræg á einhverj- um ætistöðvum. Meginhlutverk lax- og silungs- veiðisviðs Fiskistofu er að stuðla að sjálfbærri nýtingu laxfiska í ám og vötnum og vernda búsvæði þeirra í samvinnu við eigendur veiðiréttar og veiðifélög, en þessu úrræði Fiski- stofu hefur ekki verið beitt eftir því sem næst verður komist en það er byggt á 24. grein laga nr. 61/2006 um lax og silungsveiði. Þar er að finna heimild Fiskistofu til að friða lax og silung á ákveðnu svæði að fenginni umsögn Veiðimálastofnunar. „Ég hef fylgst með þessu; áhyggj- um manna af stöðu mála í fleiri ám. En það er erfitt í framkvæmd að grípa inn í með friðun. En ef útlit væri fyrir að menn væru að valda skaða á fiskistofnunum þá kæmi það til greina,“ segir Guðni Magn- ús en segir að Fiskistofu hafi ekki borist neitt formlegt erindi vegna fiskleysis. Áhyggjur Einar Ole Pedersen, formaður Veiðifélags Langár, hefur þung- ar áhyggjur af stöðunni í Langá, en ekki síður af laxleysinu víða um land og framtíð greinarinnar í heild. Hann furðar sig á því að til þess bærar stofnanir hafi ekki þegar gert gangskör að því að hefja rannsóknir. Hvað Langá varðar sérstaklega segir Einar að veið- in í Langá í sumar sé öllum mikið áhyggjuefni. Spurður um maðka- hollið fræga sem mætir til veiða 20. ágúst segir hann að maðka- veiðin hafi hafist í Langá á þess- um tíma í fjöldamörg ár. Veiðifyr- irkomulagið í Langá hafi margoft verið rætt, bæði innan félagsins en ekki síður við forsvarsmenn SVFR sem leigutaka árinnar. Engin niður- staða hafi fengist, en eins og þekkt sé hafi menn misjafnar skoðanir á veiðifyrirkomulagi í íslenskum ám – hvort veiða eigi yfirhöfuð á maðk eða leyfa einungis fluguveiði. Veiðiálagið ekki of mikið Einar segir að fiskifræðingar hafi gert fjölmargar rannsóknir í Langá og niðurstöðurnar jafnan sam- hljóða. „Þeir hafa yfirleitt sagt að veiðiálagið í Langá sé í samræmi við stöðu stofnsins í ánni, og reynd- ar sagt að veiðiálagið mætti vera meira en hefur verið síðustu árin. Veiðimönnum hefur ekki þótt dag- kvótinn nógu rúmur, eða þessir tíu laxar á stöng á dag,“ segir Einar og bætir við að þrátt fyrir að ekki veiðist nema sárafáir laxar á hverj- um degi þessa dagana þá sé töluvert af laxi í ánni engu að síður sam- kvæmt fiskateljurunum. „Fyrir um viku voru 800 laxar gengnir í gegn- um teljarann í Skugga. En það er miklu minna af fiski en verið hefur og hann er verr haldinn en hefur verið. Árið 2012 var hátíð miðað við þetta ástand. Þetta er fáheyrð fæð veiddra laxa eins og víða ann- ars staðar. En það sem gerir Langá svona tölulega verri en margar aðrar er að í ánni er lítið af stórlaxi, sem hefur verið að halda uppi töl- unum hér um slóðir.“ Almennt veiðibann þyrfti til „Fiskistofa getur tekið svona mál upp að eigin frumkvæði en núna eru menn með áhyggjur um allt land þannig að ég sé ekki hvernig ætti að grípa inn í veiði í einni sérstakri á öðruvísi en þetta yrði gert almennt á svæðinu, t.d. sunnan- og vestan- lands. Það væri útilokað að taka eina á út,“ segir Guðni Magnús og bendir á að veiðibanni myndu fylgja ýmis álitamál og líklega skaðabótamál. Hann sér því ekki að það sé raun- hæft fyrir Fiskistofu að beita sér í sumar, en „auðvitað eftir sumarið fara menn ofan í saumana á þessu og athuga hvað hægt er að gera. Þegar lögunum var breytt árið 2006 þá kölluðu veiðifélögin eftir meira sjálfræði varðandi nýtinguna í samráði við Fiskistofu. Þannig að ábyrgðin liggur mikið hjá félögun- um að nýta þessar auðlindir með sjálfbærum hætti og koma í veg fyrir slys,“ segir Guðni Magnús. Veiðibann í laxleysi vart talið fært Stóráin Langá hefur aldrei í sögu sinni gefið eins litla veiði og í sumar. Kallað er eftir rannsóknum á sjávarvist laxins og jafnvel veiðibanni. Efast er um veiðifyrirkomulag í Langá og það sagt ógna stofninum. Fiskistofa telur veiðibann illgerlegt og vísar á ábyrgð veiðifélagsins. Vötn og veiði, fréttavefur um stangveiði, gerði laxleysið að umtalsefni um helgina. Þar var vikið sérstaklega að veiði í Langá, sem hefur kannski feng- ið þyngst á kjaftinn þegar litið er yfir sviðið. Þar er áhyggjum lýst af því þegar maðkaveiði byrjar að nýju eftir nokkurra vikna fluguveiðitíma. Spurt er einfaldlega hvort stofn Langár þoli álagið sem því fylgir, en laxamokið í Langá þegar maðkur er aftur notaður sem agn er alþekkt. Hver stöng má drepa 10 laxa á dag, en veitt er á 12 dagstangir. Á þriðjudagskvöld höfðu veiðst 249 laxar en tæplega 1.700 á sama tíma í fyrra. Hörmungarárið 2012 voru 620 laxar komnir á land. Í framhaldi af greininni í Vötnum og veiði hefur risið lífleg umræða milli áhugamanna um stangveiði á samfélagsmiðlum þar sem er spurt hvort ekki eigi að grípa inn í veiðina í Langá, og hvar ábyrgðin liggi þegar svo illa árar– hjá Fiskistofu, Veiðifélagi Langár eða leigutakanum sem í tilfelli Langár er Stangaveiðifélag Reykjavíkur. Veiðimenn hafa þungar áhyggjur FOSSINN SKUGGI Í LANGÁ Um fossinn höfðu gengið um 800 laxar fyrir viku. Veiðin er um 250 laxar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Svavar Hávarðsson svavar@frettabladid.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.