Fréttablaðið - 14.08.2014, Síða 20

Fréttablaðið - 14.08.2014, Síða 20
14. ágúst 2014 FIMMTUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson ÚTGEFANDI: Kristín Þorsteinsdóttir RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Gerðaskóli í Garði auglýsir eftirfarandi stöður: Kennsla yngri barna – 100% starf Þroskaþjálfi – 100% starf Starfsmaður í síðdegisgæslu – 50% starf Bókavörður – 50% starf. Upplýsingar um störfin veitir Ágúst Ólason skólastjóri í símum 422-7020 og/eða 777-9904. Umsóknir skulu sendar á netfangið agust@gerdaskoli.is UTANRÍKISMÁL Brynhildur Pétursdóttir Þingmaður (Æ) Áhugalausar konur Utanríkisráðherrar telja margir að fyrr- verandi ráðherrar séu góður kostur þegar skipað er í sendiherrastöður. Þeir virðast líka telja að körlum sé betur treystandi til starfans en konum. Mótsagnakennd svör ráðherra Nýlega skipaði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra tvo nýja sendiherra; einn fyrrverandi ráðherra og einn núver- andi alþingismann. Karlkyns sendiherrar eru því orðnir 28 en konurnar sjö. Þegar ráðherra var spurður út í málið sagði hann annars vegar eitthvað á þá leið að hugsanlega væri starfið þess eðlis að konur sæktu ekki í það og hins vegar að hann hefði þrjú ár til að laga kynjahlut- fallið. Ég staldraði við þessi svör, þótti þau merkileg og mótsagnarkennd. Í einu orði segir ráðherra mikilvægt að fjölga konum í utanríkisþjónustunni og hann muni nýta þau þrjú ár sem eftir lifa kjör- tímabilsins til laga kynjahlutfallið en í hinu orðinu segir hann að konur sæki ekki í þessi störf. Konur ekki áhugalausari Hvernig ætlar ráðherra að fjölga konum í sendiherrastöðum ef hann finnur engar hæfar konur sem treysta sér í starf- ið? Hann er þegar búinn að skipa fjóra karla á einu ári, að eigin sögn af því að konur draga lappirnar. Hvað mun breyt- ast á næstu þremur árum? Þá skil ég ekki hvernig hægt er að draga þá álykt un að konur séu áhugalausari um störfin en karlar. Voru margar konur í utanríkis- ráðuneytinu sem gáfu verkefnið frá sér? Sé svo, voru þá aðrar hæfar konur sem haft var samband við líka áhugalausar? Er hægt að fá lista yfir þessar áhugalausu konur sem treysta sér ekki í þessi annars eftirsóttu störf? Hefði átt að viðurkenna Ég held að skortur á konum í utanríkis- þjónustunni haldi ekki vöku fyrir utan- ríkisráðherra og að hann hafi í sjálfu sér ekkert verið að hugsa út í kynjahlutföllin fyrr en gagnrýnin kom fram. Það hefði því verið hreinlegra ef ráðherra hefði bara viðurkennt það. Að láta að því liggja árið 2014 að íslenskar konur sækist ekki eftir sendiherrastöðum er nefnilega ekk- ert annað en móðgun. ➜ Hvernig ætlar ráðherra að fjölga konum í sendiherrastöðum ef hann fi nnur engar hæfar konur sem treysta sér í starfi ð? Mótmælti ekki Vigdís Hauksdóttir, formaður fjár- laganefndar Alþingis, sagði á Bylgjunni að eitt af gæluverkefnum ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur hefði verið að stofna embætti Umboðsmanns skuldara. Vigdís mótmælti ekki á þingi 2010 þegar embættið var stofnað með lögum, raunar tjáði Vigdís sig ekki um málið. Lög um Umboðsmann skuldara voru samþykkt með 45 atkvæðum á Alþingi, enginn greiddi atkvæði á móti því að embættið yrði stofnað. 18 þingmenn, þeirra á meðal Vigdís, voru fjarverandi þegar lögin voru samþykkt. Einhugur allra Af ummælum Vigdísar nú má ráða að það hafi verið ágreiningur í þinginu um stofnun embættis Umboðsmanns skuldara. Það var hins vegar ekki, menn voru sammála um að stofnun embættisins væri skref í rétta átt til hjálpar skuldugum heimildum. Margir núverandi stjórnarherra, sem þá voru í stjórnarandstöðu, töldu að það gengi þó alls ekki nógu langt, það yrði að gera meira fyrir skuldara. Þeirra á meðal voru Eygló Harðardóttir, sem nú er félagsmálaráðherra, og Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. Sjálfstæðismenn ákváðu að styðja málið, Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra var því sam- þykkur, sömuleiðis Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar, Ragn- heiður Ríkharðsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðismanna, og Unnur Brá Konráðsdóttir þingmaður. Skotið á Bjarna Árni Páll Árnason, formaður Sam- fylkingarinnar, skýtur föstum skotum á Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra á fésbókarsíðu sinni. Hann talar um vandræðagang við skipun Seðlabanka- stjóra. Árni Páll segir að Bjarni megni ekki að skipa hæfasta umsækjandann vegna haturs heiftúðugra einangrunar- afla innan flokks í hans garð. Alvöru foringi myndi bjóða þeim byrginn. Það eru raunar fleiri en Árni Páll sem eru farnir að velta því fyrir sér hvers vegna Bjarni taki ekki af skarið og tilkynni um hver hreppi hnossið. Dráttur gefur alls konar sögusögnum byr undir báða vængi. johanna@frettabladid.is E in af forsendum íslenzkrar landbúnaðarpólitíkur eins og hún hefur verið útfærð undanfarna áratugi er að Ísland sé, eigi að vera og verði um fyrirsjáanlega framtíð sjálfu sér nógt um þær landbúnaðarvörur sem á annað borð eru framleiddar í landinu. Stjórnvöld hafa litið á innflutning á kjöti og mjólkurvörum sem óþarfa sem hefur verið þröngvað upp á okkur með alþjóð- legum samningum. Sá innflutningur hefur verið gerður eins dýr og óhagkvæmur og hægt er, með tollum og uppboðum á tollkvóta, þannig að hann veiti innlendri framleiðslu enga raunverulega samkeppni. Ein meginrökin fyrir þessari stefnu er að hér þurfi að tryggja fæðuöryggi. Nú er farið að braka dálítið hátt í þessari meginforsendu tollverndarinnar. Undanfarin misseri hafa komið upp ýmis dæmi um að innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn. Fyrir jól þurfti til dæmis að flytja inn smjör í stórum stíl og innlend kjötframleiðsla er líka langt frá því að anna markaðnum. Fréttablaðið hefur undanfarna daga sagt fréttir af stórauknum innflutningi á kjötvörum. Þannig tífaldaðist innflutningur nautakjöts fyrstu sex mánuði þessa árs frá sama tímabili í fyrra. Í blaðinu í dag kemur fram að ef þróunin verður svipuð seinni hluta árs megi gera ráð fyrir að innflutningur á nautakjöti nemi um fimmtungi af markaðnum. Sambærilegt hlutfall fyrir svínakjöt er sjö prósent og fyrir alifuglakjöt tæplega tíu prósent. Það er eingöngu í lambakjöti sem innlend kjötframleiðsla annar eftir- spurn. Kerfið bregzt hins vegar þannig við að tollverndinni er áfram viðhaldið, jafnvel þótt skortur sé á innlendu vörunni. Í tilviki nautakjötsins að minnsta kosti leiðir það til hærra verðs til neytenda. Verðið á innlendu framleiðslunni hækkar vegna þess að framboðið er ekki nóg og svo stillir atvinnuvegaráðuneytið tollana þannig af að innflutningurinn sé heldur dýrari en innlenda fram- leiðslan. Undanfarna átján mánuði hefur nautahakk til dæmis hækkað í verði um tíu prósent umfram verðbólgu. Þetta er hæpin pólitík, því að það er vafasamt að innlendir framleiðendur anni eftirspurn á næstunni. Sala á nautakjöti hefur stóraukizt, meðal annars vegna fjölgunar ferðamanna, og bændur setja kvígur fremur á til mjólkurframleiðslu en til að framleiða kjöt. Í grein í Fréttablaðinu fyrir nokkrum vikum útskýrðu for- svarsmenn Landssambands kúabænda að loks hefðu stjórnvöld fengizt til að liðka fyrir innflutningi erfðaefnis til að kynbæta holdanautastofna og stuðla að hagkvæmari holdanautabúskap. Í blaðinu í fyrradag kom fram að frumvarp þess efnis sé væntan- legt í haust. Sem er gott, en mun þó ekki skila neinum árangri fyrr en eftir einhver ár. Á meðan mun vanta innlent kjöt. Ætla stjórnvöld að hafa verndartolla á innflutningnum allan þann tíma? Það er rétt sem Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksfor- maður Sjálfstæðisflokksins, sagði í Bylgjufréttum í gær, að þegar íslenzk vara annar ekki eftirspurn eigi ekki að beita verndartoll- um á innflutning. Það er líka rétt hjá henni að það þarf að endur- skoða landbúnaðarpólitíkina eins og hún leggur sig; hún virkar svo augljóslega ekki. Forsendur tollverndarstefnu eru brostnar: Landbúnaðar- pólitík í hakki Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.