Fréttablaðið - 14.08.2014, Síða 28

Fréttablaðið - 14.08.2014, Síða 28
FÓLK| TÍSKA Rétt fyrir utan Borgarnes er Ljóma-lind, sveitamarkaður þar sem ís-lenskt handverk og matvæli beint frá býli eru seld. Meðal annarra fallegra hluta sem þar má finna eru heklaðir hringir eftir Rósu Hlín Sigfúsdóttur. „Hug- myndin að hringjunum kom eftir að ég sá mynd af konu í blaði sem var með stóran hring sem líktist blómi. Þá datt mér í hug að ég gæti heklað blóm og búið til hring. Ég prófaði og fólk fór að spyrja mig út í hringina og vildi kaupa. Þetta vatt svo allt saman upp á sig og spurðist út. Ég seldi hringina í Borgarnesi og á Facebook,“ segir Rósa Hlín. Þar sem salan á hringjunum gekk svona vel sá hún leið til að fjármagna glasafrjóvg- un en Rósa Hlín og maður hennar höfðu reynt að eignast barn í nokkurn tíma. „Eins og allir vita er glasafrjóvgun mjög dýr en á hálfu ári seldi ég yfir þúsund hringi þannig að það dugði fyrir meðferð og öllum aukakostnaði, svo sem ferðakostnaði og kostnaði við heilun, nálastungu, sálfræði- þjónustu og fleiru. Þetta virkaði allt saman og okkur tókst að eiga barn þannig að það má segja að ég hafi heklað soninn, Sigfús Inga, í heiminn,“ segir hún og brosir. Sveitamarkaðurinn Ljómalind var stofnaður af tólf konum af Vesturlandi og þeirra á meðal er Rósa Hlín. Á markaðnum eru eingöngu seldar vörur frá Vestur- landi og þegar Ljómalind var opnuð var Rósa Hlín beðin um að hafa hring- ina þar til sölu. „Ég hélt að markaðurinn væri mettur af þessum hringj- um en það seldist allt sem ég átti til þann- ig að ég hef þurft að gera meira af þeim. Ég hef alla tíð haft mjög gaman af handavinnu og skemmtilegast finnst mér að hekla. Ég er úr sveit þar sem ekki var nein Stöð 2 og það varð oft rafmagnslaust og þá var gott að geta dundað við handavinnuna. Mér finnst gaman að hekla stór og kósí teppi úr íslenskri ull en ég hekla líka margt annað og prjóna.“ HEKLAÐUR Í HEIMINN ÍSLENSK HÖNNUN Rósa Hlín Sigfúsdóttir heklaði fallega blómahringi sem hún seldi til að safna fyrir glasafrjóvgun. Hún lærði snemma að hekla og prjóna enda komin af miklum hannyrðakonum. KÓSÍ TEPPI Teppi sem Rósa Hlín hannaði og heklaði. Hún selur uppskriftir í Ljómalind að ýmsu sem hún hefur hannað. Uppskriftir að þessu teppi eru ansi vin- sælar. ULL OG HRAUN Hringir eftir Rósu Hlín úr jurtalituðum lopa og hraunmola. MÖMMUKOSS Rósu Hlín og manni hennar tókst að eignast Sigfús Inga eftir glasafrjóvgun sem hún safnaði fyrir með því að selja heklaða hringi. MYND/KRISTÍN JÓNSDÓTTIR Nýjar vörur komnar! Rýmingasala hafin af eldri vöru. Hægt að gera frábær kaup á vandaðri vöru. Skipholti 29b • S. 551 0770 Fylgist með okkur á facebook.com/Parisartizkan Skólavörðustíg 7, Rvk / Sími: 551 5814 WWW.TH.IS Opnunartími: Mánud.-föstud. 10 - 18 Laugard. 10 - 16 FERÐATÖSKUDAGAR 13 – 20 ágúst. af Cavalet ferðatöskum Opið virka daga kl . 11–18. Opið laugardaga k l. 10–15. Kí ki ð á m yn di r o g ve rð á F ac eb oo k Laugavegi 178 (Bolholtsmegin) | Sími 555 1516 ð 6.900 kr. litur: svart ærð 36 - 48 ð leggingsþröngum skálmum. Ver Einn St buxur me

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.