Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.08.2014, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 14.08.2014, Qupperneq 34
KYNNING − AUGLÝSINGSkólablaðið FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 20144 Margir nemendur í tíunda bekk eru tilbúnir til að taka ákvörðun um framhalds- nám en til þess að fimmtán ára ung- lingar geti virkilega tekið ákvörðun um námsval að loknum grunnskóla þurfa þeir að þekkja mun betur til hinna ýmsu starfa en þeir gera í dag. Það þarf að auka vægi náms- og starfsfræðslu á öllum stigum grunn- skólans og svo það sé framkvæman- legt þurfum við atvinnulífið og for- eldra í lið með okkur,“ segir Ásthildur Guðlaugsdóttir, náms- og starfsráð- gjafi við Kársnesskóla í Kópavogi. Ásthildur segir algengustu spurn- inguna frá nemendum vera hvaða einkunn þurfi til að komast inn í framhaldsskólana. Þá spyrji bæði nemendur og foreldrar hvaða skóli sé bestur. Hún vilji þó frekar leggja áherslu á að spyrja unglinginn hvaða námsbraut hann langi að velja sér en hvaða skóla. „Ég veit að sumir skólar eru vin- sælli en aðrir en það er enginn skóli betri en annar. Það er svo misjafnt hvað hentar hverjum. Mín skoðun er sú að nemendur þurfi að velja sér nám við hæfi og þá skiptir að sjálf- sögðu öllu máli að þeir hafi áhuga á námsgreinunum sem kenndar eru á viðkomandi námsbraut.“ Allir framhaldsskólar landsins eru á menntagatt.is Ásthildur ráðleggur foreldrum að kynna sér vel það mikla náms- framboð sem stendur börnum þeirra til boða að loknum grunn- skóla. Hún segir iðn- og starfsnám falla í skuggann af bóknámi sem langflestir nemendur velji en alls ekki allir hafi áhuga á. Það gæti jafnvel skýrt mikið brottfall nem- enda úr námi hér á landi. Á síðunni menntagatt.is er hægt að finna glærur þar sem má sjá námsframboð allra framhaldsskóla á landinu. Viðtöl og áhugasviðspróf Ásthildur segir viðtöl við nemend- ur og áhugasviðspróf koma að miklu gagni þegar velja á framhaldsnám. Niðurstöður áhugasviðsprófsins bendi á námsbrautir sem gætu hent- að viðkomandi nemanda, miðað við áhuga þeirra á námsgreinum og at- höfnum sem tengjast störfum. Þá kennir hún náms- og starfsfræðslu í efstu bekkjum Kársnesskóla. „Stór hluti af starfi náms- og starfs- ráðgjafa felst í því að veita nemend- um og forráðamönnum upplýsing- ar um námsframboð að loknum grunnskóla. Ég er svo heppin að fá tækifæri til að kenna nemendum í 9. bekk náms- og starfsfræðslu og í 10. bekk kem ég reglulega inn í tíma með fræðslu um nám að loknum grunnskóla. Nemendur koma einn- ig til mín í viðtal með foreldrum og svo held ég, ásamt deildarstjóra unglingastigs, stóran kynningar- fund fyrir foreldra þar sem farið er yfir ýmis atriði sem varða nám að loknum grunnskóla, inntökuskil- yrði, námsframboð og þess háttar,“ segir Ásthildur. „Þessir fundir hafa alltaf verið vel sóttir. Við finnum að foreldrar vilja geta verið börnunum sínum stoð og stytta þegar kemur að vali þeirra á námi.“ Ég veit að sumir skólar eru vinsælli en aðrir en það er enginn skóli betri en annar. Það er svo misjafnt hvað hentar hverjum. Foreldrar kynni sér námsframboð Auka þyrfti náms- og starfsfræðslu á öllum stigum grunnskólans svo nemendur öðlist þekkingu á þeim störfum sem unnin eru úti í samfélaginu að mati Ásthildar Guðlaugsdóttur, náms- og starfsráðgjafa. Það myndi auðvelda val nemenda á framhaldsnámi. Ásthildur Guðlaugsdóttir, náms- og starfsráðgjafi við Kársnesskóla, vill auka vægi náms- og starfsfræðslu í grunnskólum. MYND/GVA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.