Fréttablaðið - 14.08.2014, Qupperneq 42
KYNNING − AUGLÝSINGSkólablaðið FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 201412
MEÐ LÍN Í SÍMANUM
Margir námsmenn fá lán frá
Lánasjóði íslenskra námsmanna,
LÍN, á skólaárunum. Þeir treysta
á þessa peninga til að framfleyta
sér og sínum og því mikilvægt
fyrir þá að vera með allt á hreinu
í þessu samhengi. Til að auðvelda
námsmönnum að fylgjast með
öllu sem viðkemur lánamálunum
geta þeir fengið sér nýtt app í
símann frá Lánasjóðnum.
Með LÍN-appinu geta náms-
menn fylgst með skilaboðum frá
LÍN og stöðu námslána. Appið
móttekur almenn skilaboð til
námsmanna frá LÍN, lætur vita ef
eitthvað stoppar afgreiðslu hjá
LÍN og birtir lánsáætlanir.
Appið virkar í Android-tækjum
með stýrikerfi 2.2 og nýrra,
iPhone með útgáfu iOS 5.0 og
upp úr og Windows 8 mobile.
Námsmenn geta nú fylgst með sínum
málum hjá LÍN í gegnum app.
LÉTTAR OG GÓÐAR FYRIR
BAKIÐ
Tinna Pétursdóttir, eigandi
netverslunarinnar Liggalá sem
selur ýmiss konar vörur fyrir
börn, leitast við að bjóða vörur
sem ekki fást hér á landi. Nýlega
fékk hún skólatöskur frá Bixbee
en þær hafa ekki verið fáanlegar
hérlendis fyrr.
„Töskurnar eru
framleiddar
í tveimur
stærðum. Sú
minni hentar
börnum
sem
eru að
stíga sín
fyrstu skref
í skóla. Sú
stærri er fyrir
börn sem þurfa meira pláss.
Töskurnar eru hannaðar með
það í huga að þær reyni ekki of
mikið á bakið á börnum. Þær
eru vel bólstraðar í bakið og
mjög léttar,“ segir Tinna.
„Eins má geta
þess að fyrir
hverja tösku
sem keypt
er gefur
framleið-
andinn einn
bakpoka
til þróunar-
landa. Ég er
mjög ánægð
með að hafa fundið
fyrirtæki sem framleiðir töskur á
góðu verði og gefur með,“ segir
Tinna og bendir áhugasömum á
www.liggala.is.
ÍÞRÓTTAFÉLAG STÚDENTA
Íþróttafélag stúdenta, skammstafað ÍS, skipar sérstakan sess í háskóla- og íþróttasögu
landsins. Félagið var stofnað árið 1928 af hópi nemenda við Háskóla Íslands og er eina há-
skólalið landsins sem hefur sent lið til leiks á Íslandsmótum nokkurra íþróttagreina. Félagið
var til dæmis um margra ára skeið með sterka meistaraflokka í blaki og körfuknattleik.
Um miðja síðustu öld ræddu skólayfirvöld þá hugmynd að auka vægi íþrótta við skólann og
að hann myndi jafnvel hlúa að afreksíþróttamönnum líkt og gert hefur verið lengi í banda-
rískum háskólum. Í kjölfarið voru meðal annars unnar teikningar að glæsilegu íþróttahúsi með
innbyggðri sundlaug en þær hugmyndir urðu þó aldrei að veruleika.
Bæði karla- og kvennalið ÍS í blaki unnu hvort um sig 20 Íslands- og bikarmeistaratitla á
árunum 1970-2002, þar af vann karlaliðið tíu Íslandsmeistaratitla og kvennaliðið átta titla.
Körfuknattleikslið kvenna hjá ÍS var lengi meðal bestu liða landsins og urðu konurnar
meðal annars þrisvar sinnum Íslandsmeistarar, síðast árið 1991. Karlalið ÍS varð bikarmeistari
árið 1978 og Íslandsmeistaratitil hlaut það árið 1959. Karlalið ÍS lék lengst af í 1. deild en undir
lokin var það oft stutt frá því að vinna sér sæti í úrvalsdeildinni.
Skóla- og frístundasvið
FRÍSTUNDAHEIMILI
GRUNNSKÓLAR
LEIKSKÓLAR
VILTU MÓTA
FRAMTÍÐINA
MEÐ OKKUR?
SKÓLA- OG FRÍSTUNDASVIÐ REYKJAVÍKURBORGAR
óskar eftir fólki til starfa við fjölbreytt störf með börnum og
unglingum. Undir sviðið heyrir meðal annars rekstur leikskóla,
grunnskóla og frístundamiðstöðva Reykjavíkurborgar.
Hlutverk skóla- og frístundasviðs er að veita börnum og
ungmennum í Reykjavík bestu mögulegu tækifæri til leiks,
menntunar og frístundastarfs í samvinnu við fjölskyldur
og nærsamfélagið.
Í boði eru bæði heilsdagsstörf og hlutastörf.
Nánari upplýsingar á www.reykjavik.is/storf
Við leitum að fólki á öllum aldri
af báðum kynjum, með margs
konar menntun og reynslu.
MYND/GUÐMUNDUR ÞORSTEINSSON