Fréttablaðið - 14.08.2014, Síða 56

Fréttablaðið - 14.08.2014, Síða 56
14. ágúst 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING | 36 31 árs Mila Kunis leikkona Þekkt fyrir: Black Swan, Ted og Forgetting Sarah Marshall. Sá orðrómur hefur sprottið upp í Hollywood að hin unga leikkona Léa Seydoux komi til með að leika í næstu mynd um starfs- mann leyniþjónustu hennar hátignar, James Bond. Myndin verður jafnframt hin 24. um Bond en talað er um að Seydoux muni fara með hlutverk svokallaðrar Bond- stúlku. Tökur á myndinni hefjast í nóvember. Næsta Bond- stúlka fundin Í þriðju myndinni um hóp hinna fórnanlegu, Expendables, standa Barney og Christmas andspænis Conrad Stonebanks, en hann átti hlut í að setja hópinn á laggirnar mörgum árum áður. Í kjölfarið gerðist hann óvæginn vopnasali sem Barney neyddist til að útrýma, eða svo hélt hann. Barney ákveður að það þurfi nýtt blóð í bland við það gamla til að berjast við Stonebanks en myndin verður frumsýnd annað kvöld í Smárabíói. Harðjaxlar um helgina Leikarinn Vin Diesel sló í gegn sem Groot í ofurhetjumyndinni Guardians of the Galaxy en hann ýjaði nýlega að því að hann yrði með í nýrri mynd ofurhetjurisans Marvel, The Inhumans. Þetta gerði hann með stöðuupp- færslu á Facebook þar sem hann skrifaði „Vin og Marvel, þið öll létuð það gerast. Mér líður smá eins og Marvel haldi að ég sé Ómannlegur,“ en þar vitnar í hann í nafn nýju myndarinnar. Vin Diesel verður ofurhetja BÍÓFRÉTTIRAFMÆLISBARN DAGSINS John Turturro hefur vermt hjörtu margra kvikmyndaáhugamanna í gegnum tíðina með hjartnæm- um myndum sem hann skrif- ar, leikstýrir og leikur aðalhlut- verkið í. Nýjasta mynd hans, Fading Gigolo, er þar engin undan - tekning. Myndin skartar úrvalsleikur- um á borð við John Turturro sjálf- an, Woody Allen, Sharon Stone, Vanessu Paradis, Sofíu Vergara og Liev Schreiber en Turturro leikur hér hinn lítilláta og tiltölulega hlé- dræga blómasala Fioravante í New York. Dag einn kemur til hans góður vinur, hinn síblanki Murray, og segir honum að hann hafi hitt konu sem sé tilbúin að greiða þús- und Bandaríkjadali fyrir nótt með manni sem er fær um að uppfylla kynlífsdrauma hennar. Murray, sem bráðvantar pen- inginn, ákveður að biðja Fiora- vante um að taka að sér verkefnið, fullviss um að hann valdi því auð- veldlega. Sjálfur er blómasalinn þó efins um að hann sé rétti maðurinn til að sinna konunni en ákveður að lokum að láta á það reyna, aðallega samt til að hjálpa Murray að rétta úr kútnum fjárhagslega. Í ljós kemur að Fioravante leynir á sér í rekkjubrögðunum og reynist hinn fullkomni elsk- hugi og opnar það um leið mögu- leika Murrays á að næla sér í meiri peninga og drífur hann til að afla þeim félögum frekari viðskipta á sama sviði. Athæfið reynist tiltölulega auð- velt og vindur fljótt upp á sig. Málin byrja hins vegar að flækj- ast þegar Fioravante verður ást- fanginn af einum viðskiptavinin- um, hinni einmana ekkju Avigal. Rómantíska gamanmyndin hefur þegar fengið misjafna dóma gagnrýnenda en hún verður frum- sýnd í Sambíóunum 29. ágúst. Selur bæði blóm og sjálfan sig Nýjasta mynd Johns Turturro er á leið í kvikmyndahús á Íslandi. Kvikmyndin fj allar um blómasalann Fioravante í New York sem er plataður út í vændi af síblönkum vini sínum, Murray, til þess að koma honum úr fj árhagsvandræðum. EFINS ELSKHUGI Blómasalinn þurfti að hugsa sig um áður en hann tók ákvörðunina um að selja líkama sinn. Upp kom ansi leiðinlegt mál á tökustað nýjustu myndar Woodys Allen í Rhode Island en þar mætti mað- ur í annarlegu ástandi og fór að kasta húsgögnum og ráðast á öryggisverði. Maðurinn var tæklaður af lögregluþjónum þegar hann reyndi að flýja vettvang en hann hefur núna verið handtekinn. Vitni á staðnum segja að maðurinn hafi mætt á tökustað og farið að spyrja öryggisverði skrítinna spurninga um leikara myndarinnar og þegar þeir svöruðu honum ekki fór hann að láta illa. Lét illa á tökustað Tökur á nýjustu mynd leikarans Brad- leys Cooper, Adam Jones, hafa valdið umferðaröngþveiti í London. Leikstjóri myndarinnar er John Wells en íbúar London hafa verið að pirra sig á um- fangi tökuliðsins. „Fólk sem vinnur í nágrenni við tökustaðinn hefur kvartað yfir því að framleiðendur hafa bannað umferð á ákveðnum götum. Margir hafa misst stjórn á skapi sínu þar sem þetta getur orsakað að fólk mæti seint í vinnu,“ segir heimildarmaður The Daily Mirror. Myndin verður frumsýnd 2015. Veldur öngþveiti Tökur hefjast aftur á Star Wars, Episode VII í lok mánaðarins en tökur voru stöðvaðar í júní þegar aðal- leikarinn, Harrison Ford ,fótbrotnaði á tökustað. Ford, sem ætlar að stökkva aftur í hlutverk Hans Solo í nýju myndinni, er á góðum batavegi og getur núna gengið án hjálpar. Leikstjórinn J.J. Abrams er æstur í að halda tökum áfram til að komast hjá því að fresta fyrirhuguðum frumsýn- ingardegi sem er 18. desember 2015. Auk Fords leika þau Mark Hamill, Carr- ie Fisher, Oscar Isaac, Lupita Nyong’o og Christina Chong í myndinni. Í tökur á ný MÆTTUR AFTUR Harrison Ford er á batavegi eftir fótbrot. NORDICPHOTOS/GETTY Í LONDON Bradley Cooper er nú í London við tökur. NORDICPHOTOS/GETTY 6,3/10 58% 54%

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.