Fréttablaðið - 14.08.2014, Side 60

Fréttablaðið - 14.08.2014, Side 60
14. ágúst 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 40 Kemur í fyrsta skipti fram á Broadway. Stjarna er fallin frá Íðilfagra leikkonan með rámu röddina, Lauren Bacall, sem var í hópi 25 mikil- vægustu kvikmyndastjarna sögunnar, lést á þriðjudag í New York. Hún var farsæl leikkona, bæði á skjánum og á sviði. Bacall gift ist Humphrey Bogart og þau voru saman allt þar til hann lést. Hún átti einstaka ævi og var ávallt svöl á skjánum. Leikur í „Murder on the oriental express“. Fæddist í New York og fékk nafnið Betty Joan Perske. Leikur í kvikmyndinni „To have and have not“ með Humphrey Bogart. Giftist hinum 44 ára gamla leikara Hump- hrey Bogart. Bacall verður ekkja þegar Bogart deyr á heimili sínu í Kaliforníu. Fær stjörnu með nafni sínu á Holly- wood Walk of Fame. Þriðja barnið, Sam Robards, fæðist. Bacall og Robards skilja. Hlýtur Tony- verðlaun fyrir „Applause“ Foreldrar hennar skilja. „Hann var ekki góður maður,“ sagði Bacall seinna um föður sinn. „Hann hegð- aði sér eins og algjör fáviti,“ sagði Bacall um Sinatra síðar. Hlýtur verðlaun fyrir ævisögu sína, Lauren Bacall: By myself. Fær Golden Globe-verð- launin fyrir „The mirror has two faces“ og tilnefningu til Óskarsins. Starfar með Lars Von Trier í „Dogville“. Hlýtur Cecil B. DeMille- verðlaunin fyrir ævistarf sitt. Valin ein af 25 mikilvægustu kvikmynda- stjörnum sögunnar. Leikur lítið en eftirminnilegt hlutverk í „The Sopranos“. Ljær Evelyn, persónu í einum þætti af Family Guy, rödd sína. Fær heiðurs- verðlaun Akademíunnar á Óskarsverð- laununum. Deyr á heimili sínu í New York. TÍMALÍNA ÆVIFERILL LAUREN BACALL Fær fasta stöðu sem fyrirsæta fyrir Harper’s Bazaar. Eignast soninn Stephen Humphrey Bogart. Fyrsta dóttirin, Leslie Howard Bogart, fæðist. Eiginmaður Bacall, Hum- phrey Bogart, greinist með krabbamein. Trúlofast Frank Sinatra en hann slítur trúlofuninni snögglega. Bacall giftist leikaranum Jason Robards. Leikur í „Sex and the single girl“. 1922 – – – 1926 – – – 1930 – – – 1934 – – – 1938 – – – 1942 – – – 1946 – – – 1950 – – – 1954 – – – 1958 – – – 1962 – – – 1966 – – – 1970 – – – 1974 – – – 1978 – – – 1982 – – – 1986 – – – 1990 – – – 1994 – – – 1998 – – – 2002 – – – 2006 – – – 2010 – – – 2014 Blæðingar eru skrýtið fyrirbæri. Ég gat ekki beðið eftir því að byrja á túr. Besta vinkona mín byrjaði í sjötta bekk og ég var svo öfundsjúk. Mér fannst óréttlæti heimsins ætla að ná hámarki þegar vinkonurn- ar grettu sig yfir því að geta ekki borðað tómatsósu þegar „Rósa“ var í heimsókn. Þú veist, því tóm- atsósa er rauð. Svona eins og túr- blóð. Og hver er þessi Rósa, spurði ég sakleysislega en var mætt með augngotum og hljóðu klappi á öxl- ina. Kvenleiki minn og aðdráttar- afl voru dregin í efa sökum túrleys- is eða eins og einn sagði, „maður getur ekkert farið í sleik við hana, hún er ekki einu sinni byrjuð á túr“. Þegar það svo loksins dropaði fagurrauðu þá var það eins og að vinna í lottóinu. Í kannski svona fimm mínútur. Svo voru það bara óþægileg dömubindi, skrýtin lykt, störukeppni við risastóra túrtappa, grátköst og mjóbaksverkur. Ég var samt eins og klukka. Ég gat sest á salernið korter yfir ellefu á settum degi og viti menn, rautt í klósettið, dömubindi í nærbuxurnar og skrjáf næstu fimm daga. Svona leið þetta þar til ég uppgötvaði pilluna. Ofsa- lega var það freistandi að sleppa blæðingum og láta eins og þetta blóð gæti bara átt sig, eða komið einhvern tíma seinna. Allt þetta blóð. Það er stundum yfirþyrmandi að þurfa alltaf að fara á blæðing- ar. Mánaðarlega. Einmitt þegar ég ætlaði að pæjast í hvítu buxunum, eða fara í útileguna, eða á djammið í þröngum kjól eða bara hreinlega nennti ekki að standa í þessu. En svo breyttist allt. Þegar blæðing- ar láta á sér standa hjá útsprung- inni rós fer maður að dansa blæð- ingadansinn og þráir ekkert heitar en hið dimmrauða fljót á milli fót- leggjanna. Af hverju blæðir ekki? Hvar er blóðið? Ó, elsku Rósa, komdu í heimsókn! Ekki láta mig pissa á bannsett prikið. Svo kom hún og ég varð glöð. Í um fimm mínútur. Æ, það er hundleiðinlegt að vera á túr. Árin liðu og enn og aftur breytt- ust túrtengdar tilfinningar mínar. Ég gladdist yfir dögunum þegar blæðingar létu á sér standa. Ég skolaði niður pilluspjaldinu og fagnaði hormónafríum líkama sem ætlaði að samstilla sig við móður náttúru og gang tunglsins. En vonaði einnig leynilega að lítil sáðfruma myndi hitta lítið egg og búa til litla okfrumu. Spenning- ur, gleði og eftirvænting urðu að engu er sakleysislegt þvagið varð bleikblettótt. Mánuð eftir mánuð. Svo hættu þær. Heillengi alveg og okfrumurnar urðu tvær. Ó, sá unað- ur að vera túrfrjáls og þurfa ekk- ert að pæla í þessu veseni. Þó verð- ur það að játast að það er minna vesen að vera fimm daga í mánuði á túr en tólf mánuði í fatnaði sem gerir ráð fyrir auðveldu aðgengi að brjóstum í tíma og ótíma. Ætli fullum hring sé ekki náð því nú tek ég þeim fagnandi mánaðarlega, en sú gleði varir aðeins fyrstu fimm mínúturnar, svo langar mig bara upp í rúm með poka af bingókúlum og góða bók. Blæðingar vekja blendnar tilfi nningar KYNLÍF TAKTU ÞÁTT! Sendu Siggu Dögg póst og segðu henni frá vandamáli úr bólinu. Lausnin gæti birst í Fréttablaðinu. kynlif@frettabladid.is HEIÐRUÐ Lauren Bacall þegar hún tók við heiðursverðlaunum Akademíunnar á Óskarsverðlaunaathöfninni árið 2010. STARLUX Heilsurúm Margir litir - (160x200cm án höfðagafls) 30% AFSLÁTTUR Verð: 98.770.- 20-50% A F S L Á T T U R 30% AFSLÁTTUR Síðumúla 30 - Reykjavík | Hofsbót 4 - Akureyri

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.