Fréttablaðið - 14.08.2014, Side 67
FIMMTUDAGUR 14. ágúst 2014 | SPORT | 47
Ber er hver að baki
… nema sér bakpoka eigi
Úrval skólabakpoka frá Under Armour, Adidas og Nike
Komdu og kíktu á úrvalið
Á
R
N
A
S
Y
N
IR
GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND utilif. is
ELIAQUIM
MANGALA
➜ Kom frá
Porto
BACARY
SAGNA
➜ Kom frá Arsenal
FERN ANDO
➜ Kom frá Porto
WILLY CA BALLERO
➜ Kom frá Málaga
FRANK LAMPARD
➜ Kom frá NYCFC
YAYA TOURÉ Þessi ótrúlegi miðjumaður
frá Fílabeinsströndinni átti hreint út sagt
magnað tímabil í fyrra og verður fróðlegt
að sjá hvernig honum tekst upp í ár. Hann
hefur verið lykilleikmaður Manchester
City í bæði skiptin sem félagið hefur unnið
ensku úrvalsdeildina og mun eflaust mikið
mæða á honum í sóknarleik liðsins í ár.
Toure blómstraði við hlið Fernandinhos
á síðasta tímabili og gæti koma landa hans,
Fernandos, aukið mikilvægi Toure í sóknar-
leik liðsins þar sem honum líður best.
Það vakti mikla athygli þegar Toure fór
í fýlu fyrr í sumar og vildi fara frá félaginu
en hann virðist hafa litið framhjá því og er
tilbúinn að leiða lið City á nýju tímabili.
Fréttablaðið hefur að undanförnu birt spá sína fyrir
ensku úrvalsdeildina í fótbolta og nú er komið að
liðinu sem lendir í öðru sæti.
Þrátt fyrir að hafa tapað illa fyrir Arsenal í Sam-
félagsskildinum á dögunum skyldi enginn afskrifa
lærisveina Manuels Pellegrini í ár.
Það mun mikið mæða á hryggjarsúlu liðsins, þeim
Joe Hart, Vicent Kompany, Yaya Toure og Sergio
Agüero. Ef þessir menn haldast heilir og spila á pari
skyldi enginn útiloka Manchester City í baráttunni um
enska meistaratitilinn í þriðja sinn á fjórum árum.
Þá verður fróðlegt að fylgjast með framgöngu
Stevans Jovetic en Svartfellingurinn hefur slegið í gegn
á undirbúningstímabilinu. Þá verður gaman að fylgjast
með miðverðinum Mangala í vetur en City hefur verið
á höttunum eftir honum í langan tíma.
Í öðru sætinu í deildinni verður Man. City
ENSKA
ÚRVALS-
DEILDIN
HEFST
EFTIR
3 DAGA
SPÁ FRÉTTABLAÐSINS
Englandsmeistari ???
2. Man. City 3. Arsenal
4. Man. United 5. Liverpool
6. Everton 7. Tottenham
8. Stoke 9. Swansea
10. Newcastle 11.Southampton
12. Aston Villa 13. C. Palace
14. Sunderland 15. West Ham
16. Hull 17. QPR
Þessi lið falla
18. WBA 19. Leicester
20. Burnley
Stjörnuleikmaðurinn
Finna má
meira um Ensku
úrvalsdeildina
á Vísi
visir.is
NÝJU ANDLITIN
FRJÁLSAR Hlaupadrottningin
Aníta Hinriksdóttir keppir í
undanúrslitum í 800 metra hlaupi
kvenna í dag. Aníta tekur þessa
dagana þátt í Evrópumótinu í
frjálsum íþróttum sem fer fram
í Zürich. Aníta komst naumlega í
undanúrslitin í gær er hún kom í
mark á 2:02,12 mínútum.
Í heildina var Aníta með tíunda
besta tímann af öllum í gær en
þetta var besti tími Anítu í ár.
Aníta byrjaði hlaupið vel og var í
forystu eftir fyrri hringinn í gær
sem hún hljóp á 1:00,71 mínútu.
Hún hélt forskotinu allt til loka
þegar fjórar konur tóku fram úr
henni á lokasprettinum.
Áætlað er að undanúrslitin
hefjist klukkan 16.38 í dag en
ásamt Anítu keppir Hafdís Sig-
urðardóttir í riðlakeppninni í
200 metra hlaupi og Guðmundur
Sverrisson í undankeppni spjót-
kastsins í dag. - kpt
Aníta skrefi
frá úrslitunum
EINBEITT Aníta náði sínum besta tíma
á árinu á EM í Zürich. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
KÖRFUBOLTI Körfuknattleiksdeild
Keflavíkur samdi við Banda-
ríkjamanninn Titus Rubles í gær
um að leika með liðinu á kom-
andi tímabili í Dominos-deild-
inni í körfubolta. Rubles er öfl-
ugur framherji sem kemur úr
hinum sterka Cincinnati-háskóla
í Bandaríkjunum en hann er upp-
haflega frá Dallas í Texas.
Rubles er 204 sentímetrar á
hæð og er framherji að upplagi.
Í háskólaboltanum í fyrra var
hann með að meðaltali 7,4 stig,
6,8 fráköst og 2 stoðsendingar í
leik ásamt því að verja 0,8 skot að
meðaltali í leik. - kpt
Frá Dallas
til Kefl avíkur
NÝLIÐI Rubles leikur með Keflavík á
næsta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY